Barnaefni
Leiknar kvikmyndir og leikið sjónvarpefni
Kvikmyndamiðstöð veitir handritstyrki fyrir leikið efni, ætlað börnum á aldrinum yngri en 12 ára. Hægt er að sækja um þessa styrki fyrir frumsamin verkefni jafnt sem aðlaganir.
Aðeins handritshöfundar sem hafa fengið verk (leikna kvikmynd í fullri lengd eða leikna sjónvarpsþáttaröð) birt eftir sig í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum geta sótt um þessa styrki. Sé um teymi að ræða þarf meirihluti þess að uppfylla skilyrðið.
Eftir sem áður verða veittir handritsstyrkir í almenna kerfinu til höfunda verkefna sem uppfylla ekki skilyrðið.
- Handritsstyrkur I allt að 1.500 þúsund
- Handritsstyrkur II allt að 1.000 þúsund
- Handritsstyrkur III allt að 1.500 þúsund
Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð, allt að 5 bls., þar sem fjallað er um markhóp, tegund, lengd, stíl, nálgun höfundar, hugmyndir um framhaldsmyndir eða -þáttaraðir o.s.frv.
Framvinduáætlun skal öllu jafna byggja á að framhaldsumsókn verði skilað inn til Kvikmyndamiðstöðvar innan fjögurra mánaða frá styrkveitingu.
Fyrir þriðja handritsstyrk þáttaraða er óskað eftir að höfundar skili af sér ítarlegri og myndskreyttri þáttahandbók (e. show bible) sem skal m.a. innihalda: persónur, stíl, heim þáttanna og heildarsöguþráð.
Einungis er hægt að sækja um einn styrk í senn, og ekki er boðið upp á að sameina t.d umsóknir fyrir styrk 1 og 2.
Sótt er um styrki í umsóknargátt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og umsækjendum er bent á að kynna sér umsóknargögn þar
Umsóknargögn:
Fyrir kvikmyndir til sýninga í kvikmyndahúsum
Styrkur 1:- Söguþráður verksins í einni til tveimur setningum (logline).
- Stuttur útdráttur (short synopsis), ½ til 1 bls.
- Synopsis fyrir heildarsöguþráð 4-6 bls.
- Persónulýsingar.
- Tvær senur, með áherslu á myndræna sýn. Ein sena með áherslu á samtöl.
- Ítarleg greinargerð, allt að 5 bls., þar sem fjallað er um markhóp, tegund, lengd, stíl, nálgun höfundar o.s.frv.
Styrkur
2:
- Athuga að ef ekki hefur verið sótt um 1. styrk þá þyrfti að skila hérna inn senum líka.
- Ítarlegur söguþráður (treatment), 10-15 bls. m.v. kvikmynd í fullri lengd.
Styrkur
3:
- Söguþráður verksins í einni til tveimur setningum (logline).
- Stuttur útdráttur (short synopsis), ½ til 1 bls .
- Fyrsta uppkast að handriti.
Fyrir þáttaraðir:
Styrkur 1:
Söguþráður verksins í einni til tveimur setningum (logline).
- Stuttur útdráttur (short synopsis), ½ til 1 bls.
- Synopsis fyrir heildarsöguþráð 4-6 bls.
- Persónulýsingar.
- Tvær senur, með áherslu á myndræna sýn. Ein sena með áherslu á samtöl.
- Ítarleg greinargerð, allt að 5 bls., þar sem fjallað er um markhóp, tegund, lengd, stíl, nálgun höfundar o.s.frv.
Styrkur 2:
- Söguþráður verksins í einni til tveimur setningum (logline).
- Stuttur útdráttur (short synopsis), ½ til 1 bls.
- Ítarlegur söguþráður (treatment) fyrir hvern þátt, samtals 10-15 bls. m.v. 90-100 mín af efni.
- Athuga að ef ekki hefur verið sótt um 1.styrk þá þyrfti að skila hérna inn senum líka
- Greinargerð.
Styrkur 3:
- Söguþráður verksins í einni til tveimur setningum (logline).
- Stuttur útdráttur (short synopsis), ½ til 1 bls.
- Fyrsta uppkast að handriti fyrir alla þættina og þáttahandbók (show bible)
- Uppfærð greinargerð, logline, stuttur synopsis fyrir heildarsöguþráð.