Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum erlendis

Hvernig Kvikmyndamiðstöð vinnur með framleiðendum að samskiptum við alþjóðlegar kvikmyndahátíðir.

Á hverju ári eru fjöldi íslenskra kvikmynda valdar sérstaklega til þátttöku á hundruðum kvikmyndahátíða um víða veröld. Í öllum tilfellum er um listrænt val aðstandenda hátíðanna að ræða.

Hér að ofan má finna yfirlit yfir hátíðaþátttöku íslenskra kvikmynda og kvikmyndafókusa eftir árum.

Kvikmyndamiðstöð ræktar tengsl við helstu kvikmyndahátíðir og kvikmyndastofnanir víðs vegar um heim og vinnur með íslenskum framleiðendum að ýmiss konar samskiptum við þær, þar á meðal vegna umsókna. Stuðst er við flokkun alþjóðlegra samtaka kvikmyndaframleiðenda (International Federation of Film Producers Association - FIAPF) á kvikmyndahátíðum.

Ár hvert stendur KMÍ einnig, í samvinnu við ýmsar erlendar stofnanir og kvikmyndahátíðir, fyrir nokkrum kvikmyndafókusum. Kvikmyndafókusarnir gera íslenskum kvikmyndum hátt undir höfði og stuðla þannig að kynningu á íslenskri menningu í ólíkum löndum.

Auk þessara lykilhátíða eru þúsundir annarra hátíða haldnar árlega víðs vegar um heiminn. Almennt annast framleiðendur sjálfir samskipti við þær.