Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2017 - alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2017. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim. Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Samtals unnu íslenskar kvikmyndir til 79 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2017. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim öllum.

Leiknar kvikmyndir:

Ég man þig (leikstjóri: Óskar Þór Axelsson)

Fantasy Film Fest, farandhátíð sjö stærstu borga Þýskalands, september. Vann aðalverðlaunin fyrir bestu mynd.

Hjartasteinn (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson) – vann einnig til verðlauna árið 2016

Tromsö International Film Festival, Tromsö, Noregi, 16. – 22. janúar. Vann Don Kíkóta verðlaunin.
Premiers Plans - Festival D'Angers, Angers, Frakklandi, 20. - 29. janúar. Vann þrenn verðlaun; aðalverðlaun fyrir bestu mynd, áhorfendaverðlaun og Guðmundur Arnar Guðmundsson vann Erasmus verðlaun.
Göteborg Film Festival, Svíþjóð, 27. janúar – 6. febrúar. Vann þrenn verðlaun; Lorens verðlaunin fyrir bestu framleiðendur að kvikmynd, dreifingarverðlaun Scope100 í Svíþjóð og dreifingarverðlaun Scope100 í Portúgal.
Annonay International Film Festival, Annonay, Frakklandi, 3. – 13. febrúar. Vann tvenn verðlaun; sérstök dómnefndaverðlaun og verðlaun nemenda.
Belgrade International Film FestivalBelgrad, Serbíu, 26. febrúar - 6. mars. Vann tvenn verðlaun; fyrir bestu frumraun og dómnefndarverðlaun.
Guadalajara FF - Premio MagueyGuadalajara, Mexíkó, 10. - 17. mars. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
BUFF International Film FestivalMalmö, Svíþjóð, 20. - 25. mars. Vann kirkjuverðlaun.
Febiofest, Prag, Tékklandi, 23. – 31. mars. Vann aðalverðlaun fyrir bestu mynd.
Dallas International Film Festival, Dallas, Bandaríkjunum, 30. mars – 9. apríl. Guðmundur Arnar Guðmundsson vann sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leikstjórn.
Wicked Queer Festival, Boston, Bandaríkjunum, 30. mars – 9. apríl. Vann fyrir bestu leiknu kvikmynd.
Crossing Europe Filmfestival, Linz, Austurríki, 25. – 30. apríl. Vann áhorfendaverðlaun.
Zlín Film Festival, Zlín, Tékklandi, 26. maí - 3. júní. Vann Europe verðlaunin fyrir bestu evrópsku frumraunina.
Cinema in Sneakers Festival, Varsjá, Póllandi, 31. maí - 11. júní. Vann fyrir bestu mynd.
Transilvania International Film Festival, Transilvaníu, Rúmeníu, 2. - 11. júní. Vann tvenn verðlaun; Guðmundur Arnar Guðmundsson vann fyrir bestu leikstjórn og myndin vann áhorfendaverðlaun.
FIRE!! Festival, Barcelona, Spáni, 8. - 18. júní. Vann fyrir bestu mynd.
Festival MIX, Mílanó, Ítalíu, 15. - 18. júní. Vann fyrir bestu mynd.
Art Film Fest Košice, Košice, Slóvakíu, 16. - 24. júní. Baldur Einarsson og Blær Hinriksson deildu með sér verðlaunum fyrir bestan leik.
Filmfestival Münster, Münster, Þýskalandi, 4. – 8. október. Guðmundur Arnar Guðmundsson var valinn besti leikstjórinn í keppni evrópskra kvikmynda.
Cape Town International Film Market & Festival, Cape Town, Suður Afríku, 12. – 21. október. Vann fyrir bestu LGBT mynd.
Ljubljana International Film Festival, Ljubljana, Slóveníu, 8. – 19. nóvember. Vann áhorfendaverðlaun.
Cinedays Festival of European Film, Skopje, Makedóníu, 9. – 19. nóvember. Vann Gullnu stjörnuna fyrir bestu mynd.
Chéries-Chéris LGBTQ+ Film Festival, París, Frakklandi, 14. – 21. nóvember. Vann dómnefndarverðlaun.
Du grain à démoudre Film Festival, Gonfreville l'Orcher, Harfleur og Le Havre, Frakklandi, 18. – 26. nóvember. Vann tvenn verðlaun; fyrir bestu mynd að mati dómnefndar ungmenna og fyrir bestu mynd að mati áhorfenda.
International Education Film Festival, Frakklandi, 5. – 9. desember. Vann fyrir bestu mynd.
European University Film Award, Berlín, Þýskalandi, 8. desember. Vann EUFA verðlaunin.

Reykjavík (leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson)

Love is Folly, Varna, Búlgaríu, 25. ágúst – 3. september. Vann verðlaun gagnrýnenda.

Rökkur (leikstjóri: Erlingur Óttar Thoroddsen)

Outfest, Los Angeles, Bandaríkjunum, 6. – 16. júlí. Vann sérstök verðlaun fyrir listrænt framlag.
California Independent Film Festival, San Francisco, Bandaríkjunum, 7. – 14. september. John Wakayama Carey vann fyrir bestu kvikmyndatöku.
Philadelphia Unnamed Film Festival, Fíladelfíu, Bandaríkjunum, 28. september – 1. október. Vann fyrir bestu mynd.

Sundáhrifin (leikstjóri: Sólveig Anspach) – vann einnig til verðlauna árið 2016

César Awards, París, Frakklandi, 24. febrúar. Sólveig Anspach og Jean-Luc Gaget unnu fyrir besta frumsamda handrit.
Transilvania International Film Festival, Transilvaníu, Rúmeníu, 2. - 11. júní. Vann Young Francophone dómnefndarverðlaun.

Svanurinn (leikstjóri: Ása Helga Hjörleifsdóttir)

Kolkata International Film Festival, Kolkata, Indlandi, 10. – 17. nóvember. Ása Helga Hjörleifsdóttir vann fyrir bestu leikstjórn.
Cairo International Film Festival, Kaíró, Egyptalandi, 21. – 30. nóvember. Vann fyrir bestu mynd.

Undir trénu (leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson)

Fantastic Fest, Austin, Bandaríkjunum, 21. – 28. september. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson vann fyrir besta leikstjóra í gamanmyndaflokki.
Zürich Film Festival, Zürich, Sviss, 27. september – 7. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun. 
Hamptons kvikmyndahátíðinni, Hamptons, Bandaríkjunum, 5. – 9. október. Vann fyrir bestu leiknu kvikmynd.
Denver Film Festival, Denver, Bandaríkjunum, 1. – 12. nóvember. Vann sérstaka viðurkenningu dómnefndar.

Vetrarbræður (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Locarno Film Festival, Locarno, Sviss, 2. – 12. ágúst. Vann fern verðlaun; Elliot Crosset Hove vann fyrir bestan leik í aðalhlutverki, vann fyrir bestu evrópsku kvikmynd, vann fyrstu verðlaun dómnefndar ungmenna og sérstök dómnefndarverðlaun kirkjunnar
T-Mobile New Horizons International Film Festival, Wroclaw, Póllandi, 3. – 13. ágúst. Vann sérstök dómnefndarverðlaun FIPRESCI gagnrýnendasamtakanna.
CPH PIX, Kaupmannahöfn, Danmörku, 28. september – 11. október. Vann New Talent Grand PIX - aðalverðlaun hátíðar fyrir bestu mynd.
Festival International du Film de La Roche-sur-Yon, Frakklandi, 16. – 22. október. Vann sérstaka viðurkenningu alþjóðlegrar dómnefndar.
Thessaloniki International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 2. – 12. nóvember. Vann þrenn verðlaun; Hlynur Pálmason vann Brons Alexander - sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir besta leikstjóra, sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta hljóð og sérstök dómnefndarverðlaun FIPRESCI gagnrýnendasamtakanna.
Seville European Film Festival, Sevilla, Spáni, 3. – 11. nóvember. Maria von Hausswolff vann fyrir bestu kvikmyndatöku.
Camerimage, Bydgoszcz, Póllandi, 11. – 18. nóvember. Maria von Hausswolff vann fyrir bestu kvikmyndatöku.

Leikið sjónvarpsefni:

Ófærð (Baltasar Kormákur, Baldvin Z, Óskar Þór Axelsson, Börkur Sigþórsson)

Writer's Guild Awards, Lundúnum, Englandi, 22. janúar. Clive Bradley, einn handritshöfunda þáttaraðarinnar, hlaut verðlaun fyrir besta handrit langrar drama sjónvarpsþáttaraðar (Best Longform TV Drama).

Stuttmyndir:

Ártún (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Third Culture Film Festival, Lan Kwai Fong, Hong Kong, 20. – 23. apríl. Vann fern verðlaun; Fyrir bestu myndina, besta leikstjóra (Guðmundur Arnar Guðmundsson), bestu kvikmyndatöku (Sturla Brandth Grøvlen) og besta leikara (Flóki Haraldsson).

Búi (leikstjóri: Inga Lísa Middleton)

SCHLINGEL – International Film Festival for Children and Young Audience, Chemnitz, Þýskalandi, 25. september – 1. október. Vann fyrir bestu stuttmynd.

Cut (leikstjóri: Eva Sigurðardóttir)

UnderWire Festival, Lundúnum, Englandi, 23. – 26. nóvember. Vann sérstaka viðurkenningu fyrir handrit.

Hvalfjörður (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Real Time Film Festival, Lagos, Nígeríu, 25. júní – 1. júlí. Vann fyrir bestu erlendu stuttmynd.

Ungar (leikstjóri: Nanna Kristín Magnúsdóttir)

Flickerfest International Short Film Festival, Sydney, Ástralíu, 6. – 15. janúar. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Regensburg Short Film Week, Regensburg, Þýskalandi, 15. – 22. mars. Tvær viðurkenningar. 
FEC-European Short Film Festival, Reus, Spáni, 29. mars – 2. apríl. Vann áhorfendaverðlaun.
ÉCU - The European Independent Film Festival, París, Frakklandi, 21. – 23. apríl. Vann fyrir bestu mynd.
Les Nuits en Or, París, Frakklandi, 13. – 15. júní. Nanna Kristín Magnúsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu.
Promofest, Spáni. Vann sérstaka viðurkenningu.
Auburn International Film Festival for Children and Young Adults, Sydney, Ástralíu, 18. – 22. september. Vann fyrir bestu stuttmynd um/fyrir ungt fólk.
Push! Film Festival, Bristol, Bandaríkjunum, 20. – 22. október. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Kaohsiung Film Festival, Kaohsiung, Tævan, 20. október – 5. nóvember. Vann fyrir framúrskarandi stuttmynd.

Þrír menn (leikstjóri: Emil Alfreð Emilsson)

International Student Film Festival Cinemaiubit, Búkarest, Rúmeníu, 5. – 9. desember. Vann fyrir besta handrit.

Heimildamyndir:

Baskavígin (leikstjóri: Aitor Aspe)

Richmond International Film Festival, Richmond, Bandaríkjunum, 27. febrúar – 5. mars. Vann fyrir bestu heimildamynd.

Jökullinn logar (leikstjóri: Sævar Guðmundsson)

Kicking & Screening Soccer Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 6. – 9. júní. Vann Gold­en Whistle-verðlaun­in.