Fjárheimildir KMÍ á árinu 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2025
Frumvarp til fjárlaga vegna ársins 2025 hefur verið lagt fram á Alþingi.
Samkvæmt frumvarpinu munu heildarútgjaldaheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nema 1.180,7 m.kr. á árinu 2025 sem skiptist milli rekstrarliðar Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasjóðs. Framlag úr ríkissjóði til rekstrarhliðar miðstöðvarinnar er áformað 127,6 m.kr. og sértekjur stofnunar eru 30 m.kr. Þá er framlag úr ríkissjóði til Kvikmyndasjóðs áformað 1.023,1 m.kr.
Samanburður við samþykkt fjárlög fyrra árs sýnir 8% samdrátt í framlagi til Kvikmyndasjóðs og 15% samdrátt á rekstrarhlið Kvikmyndamiðstöðvar milli ára.
Í fjárlögum 2024 komu inn tímabundnar fjárheimildir vegna kvikmyndastefnu sem eru nú að ganga til að baka. Tímabundna fjármagnið nam 50 m.kr. á rekstrarlið stofnunar og 113 m.kr. á Kvikmyndasjóð. Þess í stað eru að koma varanlegar fjárheimildir inn í ramma Kvikmyndamiðstöðvar, annars vegar að upphæð 20 m.kr. á rekstrarlið stofnunar og hins vegar að upphæð 34,1 m.kr. á Kvikmyndasjóð, þegar tekið hefur verið tillit til aðhaldskrafna og launa-, gengis- og verðlagsreikninga.
Þessi umfjöllun verður uppfærð við samþykki fjárlaga og/eða ef breytingar verða á fjárlagatillögum í þinglegri meðferð.