Persónuverndarstefna KMÍ
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sett sér persónuverndarstefnu. Þar kemur fram hvaða persónugreinanlegu upplýsingar Kvikmyndamiðstöð Íslands geymir, í hvaða tilgangi og hverjir hafa aðgang að þeim. Fjallað er um hlutverk persónuverndarfulltrúa og eftirlitsaðila sem er Persónuvernd.
Kvikmyndamiðstöð Íslands leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Markmið persónuverndarstefnunnar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á hvaða upplýsingum KMÍ safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær.