Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2018 - alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2018. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim. Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Samtals hafa íslenskar kvikmyndir unnið til 58 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2018. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim öllum.

Leiknar kvikmyndir:

Andið eðlilega (Leikstjóri: Ísold Uggadóttir )

Sundance Film Festival. Utah, Bandaríkin, 18. - 28. janúar. Ísold Uggadóttir valin besti erlendi leikstjórinn.
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg. Svíþjóð, 26. janúar - 5. febrúar. Vann til FIPRESCI verðlaunanna.
Provincetown Film Festival. Massachusetts, Bandaríkin, 13.-17. júní.  Hlaut HBO áhorfendaverðlaun fyrir bestu leiknu kvikmynd.
Traverse City Film Festival. Michigan, Bandaríkin, 31. júlí - 5. ágúst. Ísold Uggadóttir vann til verðlauna fyrir bestu frumraun leikstjóra.
Faroe Islands Minority Film Festival. Þórshöfn, Færeyjar, 30. ágúst - 2. september. Var valin besta myndin. 
Queer Lisboa. Lissabon, Portúgal, 14. - 22. september. Kristín Þóra Haraldsdóttir, aðalleikkona myndarinnar, var valin besta leikkonan.
Queer Screen Film Festival. Sydney, Ástralía, 18. - 23. september. Vann áhorfendaverðlaun.
Athens International Film Festival. Grikkland, 19. - 30. september. Vann áhorfendaverðlaun. 
Hamptons International Film Festival. New York, Bandaríkin, 4. - 8. október. Hlaut Brizzolara Family Foundation verðlaunin.  
Noordelijk Film Festival. Leeuwarden, Holland, 8. - 12. nóvember. Vann verðlaun fyrir sérstakt framlag til norrænna kvikmynda.

Kona fer í stríð (Leikstjóri: Benedikt Erlingsson)

International Critics' Week -Cannes. Cannes, Frakklandi, 9.-17. maí. Vann fern verðlaun; SACD verðlaunin fyrir besta handrit (Benedikt Erlingsson og Ólafur Egilsson), Gyllta lestarteininn, áhorfendaverðlaun Valbonne og skólaverðlaun kennara og nema.
Filmfest Hamburg. Þýskaland, 27. september - 6. október. Vann Art Cinema verðlaunin.
Byron Bay International Film Festival. Ástralía, 12. - 21. október. Vann tvenn verðlaun; fyrir bestu kvikmynd og besta dramað.
Valladolid International Film Festival. Spánn, 20. - 27. október. Vann verðlaun fyrir bestu leikkonu (Halldóra Geirharðsdóttir).
Nordic Film Days Lübeck. Þýskaland, 30. október - 4. nóvember. Vann fern verðlaun; aðalverðlaun fyrir bestu kvikmynd, áhorfendaverðlaun, Interfilm kirkju verðlaun og verðlaun frá baltneskri dómnefnd.
Nordic Council Film Prize. 2018. Vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.
LUX verðlaun Evrópuþingsins. Strassburg, Frakkland, 14. nóvember. Fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd vinnur LUX verðlaun Evrópuþingsins.
Ljubljana International Film Festival. Slóvenía, 7. - 18. nóvember. Vann Kingfisher verðlaunin. 

Sumarbörn (Leikstjóri: Guðrún Ragnarssdóttir)

FIFEM - alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Montreal, Kanada, 3. - 11. mars. Vann INIS verðlaunin.
International Film Festival - In The Family, Yaroslavl, Rússland, júlí. Vann áhorfendaverðlaunin.
Nordic Film Days Lübeck. Þýskaland, 30. október - 4. nóvember. Vann barna- og unglingaverðlaunin. 


Svanurinn (Leikstjóri: Ása Helga Hjörleifsdóttir) - vann einnig til verðlauna árið 2017

Santa Barbara Film Festival. Bandaríkin, 31. janúar - 5. febrúar. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Skip City International D - Cinema Festival. Japan, 13. - 22. júlí. Hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (e. special mention).
Napoli Film Festival. Ítalía, 24. september - 1. október. Vann til dreifingarverðlauna sem tryggja myndinni dreifingu um alla Ítalíu.

Undir trénu (leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson) - vann einnig til verðlauna árið 2017

Skip City International D - Cinema Festival. Japan, 13. - 22. júlí. Hafsteinn Gunnar hlaut leikstjórnar verðlaun.

Vetrarbræður (Leikstjóri: Hlynur Pálmason) - vann einnig til verðlauna árið 2017

Robert verðlaun á verðlaunaafhendingu Dönsku kvikmyndaakademíunnar. 5. febrúar. Myndin hlaut flest allra Robert verðlauna í ár, samtals 9 verðlaun. Myndin var valin besta myndin og Hlynur var valinn besti leikstjórinn. Auk þess að vinna fyrir bestu mynd og besta leikstjóra vann myndin Robert verðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki (Elliott Crosset Hove), bestu leikkonu í aukahlutverki (Victoria Carmen Sonne), bestu kvikmyndatöku (Maria von Hausswolff), bestu leikmynd (Gustav Pontoppidan), bestu búninga (Nina Grønlund), bestu förðun (Katrine Tersgov) og bestu hljóðhönnun (Lars Halvorsen).
Bodil verðlaunin. Kaupmannahöfn 17. mars. Vann verðlaun fyrir bestu mynd ársins auk þess sem kvikmyndataka Maria Von Hausswolf hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.
Transilvania International Film Festival. Cluj-Napoca, Rúmenía, 25. maí - 3. júní. Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn.  
Kyiv Molodist International Film Festival. Kænugarður, Úkranía,  27. maí - 3. júní. Var valin besta kvikmyndin.
Arctic Open. Arkhangelsk, Rússland, 6. - 9. desember. Hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í flokknum The Arctic as it is.

Víti í Vestmannaeyjum  (Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson)

SCHLINGEL International Children's Film Festival. Þýskaland, 1. - 7. október. Vann tvenn verðlaun; Chemnitz verðlaun alþjóðlegrar dómnefndar hátíðarinnar og sérstök dómnefndarverðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar. 
Chicago International Film Festival. Bandaríkin, 10. - 21. október. Vann verðlaun fyrir bestu mynd í fullri lengd að mati barnadómnefndar.
Ale Kino International Young Audience Film Festival. Pólland, 2. - 9. desember. Vann The Football Goats verðlaunin.
SIFFCY Film Festival for Children & Youth. Indland, 10. - 16. desember. Bragi Þór Hinriksson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn.

Stuttmyndir:

Búi (Leikstjóri: Inga Lísa Middleton)

KUKI International Short Film Festival for Children and Youth. Berlín, Þýskaland, 18. - 25. nóvember. Hlaut sérstaka viðurkenningu barnadómnefndar.


Heimildamyndir:

In Touch (Leikstjóri: Pawel Ziemilski)

IDFA. Amsterdam, 14. - 25. nóvember. Vann sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni IDFA. 

UseLess (Leikstjórar: Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir)

Hlaut silfurverðlaun í flokknum Fight and adaption to climate change frá  Deauvill Green Award   
Hlaut sérstaka viðurkenningu frá EcoAct
International Green Film Festival . Kraká, Pólland, 18. - 20. Var valin besta myndin, 
DOC LA . Los Angeles, 18. - 21. október. Vann verðlaun fyrir bestu myndina í umhverfisflokki.
NYCTV Festival. Bandaríkin, 2. - 3. nóvember. Var valin besta heimildamyndin.
Queen Palm International FestivalPalm Springs, Kalifornía, desember. Hlaut gullverðlaunin