Leikið sjónvarpsefni

Ævintýri Tulipop
Sigvaldi J. Kárason
Ævintýri Tulipop er gamansöm þáttaröð um fjölbreyttan hóp vina á magnaðri ævintýraeyju, Tulipop. Eyjan er síbreytileg og ný fyrirbær birtast reglulega sem leiðir til óvæntra ævintýra þar sem vinirnir kynnast náttúrunni og sjálfum sér betur.
Lesa meira
Heima er best
Tinna Hrafnsdóttir
Þegar höfuð ættarinnar fellur frá taka við nýir tímar í lífi þriggja ólíkra systkina. Rótgrónu fjölskyldufyrirtæki og sumarhúsi sem reist var frá grunni þarf að skipta upp og finna farveg út frá nýjum viðmiðum og gildum. En það sem átti að sameina sundrar, og vandamálin sem koma upp þegar systkinin fara að deila sín á milli arfleifð föðursins verða ekki flúin
Lesa meira
Afturelding
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir
Fallin hetja úr handboltanum, spilar sig aftur inn í hjarta þjóðarinnar með því að kyngja stoltinu og taka við kvennaliði uppeldisfélagsins. Þar endurnýjar hann kynni við fyrrum stjúpdóttur sína og þarf að fást við leikmann sem er óþægilega líka honum
Lesa meira
Ormhildarsaga
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Árið er 2038, jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skriðu þjóðsagnaverur og óvættir.
Lesa meira