Leikið sjónvarpsefni

Pabbahelgar II
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Karen hefur verið einstæð þriggja barna móðir í fimm ár og nú orðin veraldarvön á Tinder. Hún leitar að hinni klisjulegu einu sönnu ást en gæti endað uppi með kjarnafjölskyldu númer tvö sem hún er alls ekki tilbúin fyrir, henni að óvörum.
Lesa meira
Vigdís
Björn Hlynur Haraldsson, Tinna Hrafnsdóttir
Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bj´ða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga stúlku sem gefst aldrei upp sama á hvað dynur.
Lesa meira
Ráðherrann 2
Arnór Pálmi Arnarson, Katrín Björgvinsdóttir
Þegar Benedikt snýr aftur í stjórnmál eftir leyfi vegna geðhvarfa, mætir hann fordómum samfélags sem tortryggir allar hans hugmyndir. Á meðan einkalíf þeirra Steinunnar molnar undan þunga sjúkdómsins eru öfl innan hans eigin flokks sem nýta heilsuveilu hans til að bola honum frá völdum.
Lesa meira
Danska konan
Benedikt Erlingsson
Í ljótri blokk í litlu Reykjavík býr einstæð dönsk kona. Hún vill vera góð og láta gott af sér leiða, en hún svífst einskis. Hvað gerist þegar Rambo flytur inn í húsið okkar í líki miðaldra konu? Hvar endar sagan þegar tilgangurinn helgar meðalið?
Lesa meira
Ævintýri Tulipop
Sigvaldi J. Kárason
Ævintýri Tulipop er gamansöm þáttaröð um fjölbreyttan hóp vina á magnaðri ævintýraeyju, Tulipop. Eyjan er síbreytileg og ný fyrirbær birtast reglulega sem leiðir til óvæntra ævintýra þar sem vinirnir kynnast náttúrunni og sjálfum sér betur.
Lesa meira