Verk í vinnslu

Leikið sjónvarpsefni

Ævintýri Tulipop

Sigvaldi J. Kárason

Ævintýri Tulipop er gamansöm þáttaröð um fjölbreyttan hóp vina á magnaðri ævintýraeyju, Tulipop. Eyjan er síbreytileg og ný fyrirbær birtast reglulega sem leiðir til óvæntra ævintýra þar sem vinirnir kynnast náttúrunni og sjálfum sér betur. 

Lesa meira

Afturelding

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir

Fallin hetja úr handboltanum, spilar sig aftur inn í hjarta þjóðarinnar með því að kyngja stoltinu og taka við kvennaliði uppeldisfélagsins. Þar endurnýjar hann kynni við fyrrum stjúpdóttur sína og þarf að fást við leikmann sem er óþægilega líka honum

Lesa meira

Ormhildarsaga

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Árið er 2038, jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skriðu þjóðsagnaverur og óvættir.

Lesa meira