Leikið sjónvarpsefni

Felix & Klara
Ragnar Bragason
Fyrrverandi tollvörðurinn Felix G.Haralds flyst ásamt eiginkonu sinni Klöru í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík og rankar við sér eftir langa starfsævi í innihaldslausum hversdagsleika. Á sama tíma og Klara er frelsinu fegin leitar Felix tilgangs og lítil atvik verða að stórviðburðum.
Lesa meira
Svörtu sandar 2
Baldvin Z
Fimmtán mánuðir eru liðnir frá harmleik Svörtu Sanda og áfallið liggur enn þungt á Anítu þar sem hún reynir að vera til staðar fyrir nýfædda dóttur sína. Þegar eldri kona finnst látin koma í ljós atburðir úr fortíð fjölskyldu Anítu sem splundra öllum hennar vonum um eðlilegt líf.
Lesa meira
Pabbahelgar II
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Karen hefur verið einstæð þriggja barna móðir í fimm ár og nú orðin veraldarvön á Tinder. Hún leitar að hinni klisjulegu einu sönnu ást en gæti endað uppi með kjarnafjölskyldu númer tvö sem hún er alls ekki tilbúin fyrir, henni að óvörum.
Lesa meira
Vigdís
Björn Hlynur Haraldsson, Tinna Hrafnsdóttir
Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bj´ða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga stúlku sem gefst aldrei upp sama á hvað dynur.
Lesa meira
Danska konan
Benedikt Erlingsson
Í ljótri blokk í litlu Reykjavík býr einstæð dönsk kona. Hún vill vera góð og láta gott af sér leiða, en hún svífst einskis. Hvað gerist þegar Rambo flytur inn í húsið okkar í líki miðaldra konu? Hvar endar sagan þegar tilgangurinn helgar meðalið?
Lesa meira