Fjárheimildir KMÍ á árinu 2023

Samkvæmt samþykktum fjárlögum og yfirlýsingu menningar- og viðskiptaráðuneytis munu útgjaldaheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á árinu 2023 nema 1.444,9 m.kr. á árinu 2023. Rekstrarfé Kvikmyndamiðstöðvar nemur 156 m.kr. en til Kvikmyndasjóðs er varið 1.288,9 m.kr.

Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs á árinu 2023 nema 1.138,9 m.kr. en til viðbótar kemur 150 m.kr. framlag. Lækkun fjárheimilda til Kvikmyndasjóðs nema því 238,1 m.kr. eða um 16%. Þar ber þó að líta til þess að 55 m.kr. voru fluttar af Kvikmyndasjóði yfir á rekstrarlið Kvikmyndamiðstöðvar vegna flutnings verkefna milli kvikmyndastefnu vegna kvikmyndamenningar, sem er ekki eiginleg lækkun á framlagi Kvikmyndasjóðs heldur bókhaldsleg tilfærsla fjármuna milli gjaldaliða Kvikmyndamiðstöðvar. Sé tekið tillit til þess er lækkun fjárheimilda hlutfallslega nokkuð lægri eða um 12% miðað við fyrra ár.
Lækkun fjárheimilda Kvikmyndasjóðs á árinu 2023 er tilkomin vegna frestunar sérstaks tímabundins fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar til að sporna við niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Af framlagi Kvikmyndasjóðs er um 1.110 m.kr. varið til styrkja til framleiðslu kvikmynda, þ.e. handrits-, þróunar-, framleiðslu- og eftirvinnslustyrkja, sem skipt er milli greina kvikmyndagerðar. Þá var 250 m.kr. viðbót til sjóðsins, þ.e. hækkun í um 100 m.kr. 2. umræðu fjárlaga og 150 m.kr. yfirlýsingu ráðuneytis ætlað að koma til móts við fjárþörf verkefna sem myndu hefja framleiðslu á árinu og vera því eyrnamerkt hækkun framlags til framleiðslustyrkja á árinu 2023.

Annað fjármagn kvikmyndasjóðs er m.a. nýtt til verkefna á sviði kvikmyndamenningar eins og að styrkja kvikmyndahátíðir, listræn kvikmyndahús og námskeið og vinnustofur til eflingar geirans. Þá er fjármunum sjóðsins varið til sýningarstyrkja, til aðildargjalda að erlendum sjóðum sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta sótt fjármagn til og til launa ráðgjafa sem leggja mat á umsóknir um styrki til framleiðslu kvikmynda.


Um KMÍ