Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2022 – alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Hér að neðan er að finna samantekt á verðlaunum fyrir árið 2022.

Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Leiknar kvikmyndir:

Á ferð með mömmu (leikstjóri: Hilmar Oddsson)

Hlaut Grand Prix, aðalverðlaun, kvikmyndahátíðarinnar PÖFF, Black Nights í Tallinn, 26. nóvember. Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir bestu tónlist, sem eistneska tónskáldið Tõnu Kõrvits samdi.

Berdreymi (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Hlaut Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska myndin í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, 10. - 20. febrúar.

Leikhópur myndarinnar vann aðalverðlaun á Actors Film Festival-hátíðinni í Kranj í Slóveníu, 14. -19. júní.

Leikararnir fengu að auki viðurkenningu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó, 13. - 18. júní, í Maguey-verðlaunaflokki hátíðarinnar.

Myndin hlaut gagnrýnendaverðlaun Biografilm-hátíðarinnar í Bologna á Ítalíu, 10. - 20. júní, í flokkinum Europe Beyond Borders.

Guðmundur Arnar Guðmundsson var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, 17. - 26. júní.

Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, FIPRESCI, völdu Berdreymi sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Póllandi, 29. apríl - 8. maí.

Hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Taipei, 23. júní - 9. júlí í Taiwan.

Hlaut aðalverðlaun La Roche-sur-Yon-hátíðarinnar í Frakklandi.

Hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Ulaanbaatar (UBIFF), í Mongolíu 17.-23. október.

Hlaut dómnefndarverðlaun ungmenna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Seminci í Valladolid á Spáni, 22.-29. október.

Hlaut FISCHER-áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Thessaloniki, 3.-13. nóvember.

Hlaut verðlaun fyrir besta handritið á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi, 9.-20. nóvember.

Dýrið (leikstjóri Valdimar Jóhannsson)

Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022.

Volaða land (leikstjóri Hlynur Pálmason)

Hlaut Za­baltegi-Tabakalera-verð­launin á al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíðinni í San Sebastian á Spáni.

Vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem fór fram 12.-23. október, aðalverðlaun (Golden Hugo) sem besta myndin, og bestu kvikmyndatökuna.

Valin besta myndin á Riga International Film Festival í Lettlandi. Ingvar E. Sigurðsson var einnig valin besti leikarinn fyrir leik sinn í myndinni á Festival de Cine í Gáldar á Spáni.

Hlaut verðlaun fyrir bestu sviðsmyndahönnunina (Frosti Friðriksson) á Alexandre Trauner Art/Film Festival.

Hlaut sérstaka viðurkenningu á London Film Festival, 14.-23. október.

Hlaut Baltic Film Prize-verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, 2-6.nóvember.

Hlaut áhorfendaverðlaun á Scanorama-hátíðinni í Litáen.

Heimildamyndir:

Hálfur Álfur (leikstjóri: Jón Bjarki Magnússon)

Jón Bjarki Magnússon hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í heimildamyndinni Hálfur Álfur, á German International Ethnographic FilmFestival, GIEFF, Göttingen 25. - 30. maí.

Hækkum rána (leikstjóri: Guðjón Ragnarsson)

Vann til ECFA verðlaunanna fyrir bestu evrópsku heimildamyndina fyrir börn, 12. febrúar í Berlín.

Stuttmyndir:

Á yfirborðinu (leikstjóri: Fanny Sissoko)

Á yfirborðinu eftir hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í alþjóðlegri keppni á stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi, 27. janúar - 4. febrúar.

Eggið (leikstjóri: Haukur Björgvinsson)

Vann til verðlaunanna Best Genre Film í flokknum Generation XYZ á kvikmyndahátíðinni í Tampere í Finnlandi. Hátíðin, sem er stærsta stuttmyndahátíðin á Norðurlöndunum, fór fram dagana 9. - 13. mars.

Hreiður (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Besta alþjóðlega stuttmyndin og Hlynur Pálmason valin besti leikstjórinn á 40. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sulmona á Ítalíu.

Aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku.

Aðalverðlaunin á Curtas Vila do Conde hátíðinni í Portúgal.

Besta stuttmyndin á UK Film Festival í London Englandi.

Verðlaun dómnefndar ungmenna á Festival Tous Courts hátíðinni í Frakklandi.

Peer Award á International Short Film Festival í Leuven í Belgíu.

Leikið sjónvarpsefni:

Verbúðin (leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, María Reyndal)

Sérstök viðurkenning í flokki leikins sjónvarpsefnis á Prix Europa verðlaunahátíðinni.

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, 27. janúar-5. febrúar,  fyrir besta handrit sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.

Trom (leikstjórn: Kasper Barfoed, Davíð Óskar Ólafsson)

Hlaut tvenn verðlaun á sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Monte-Carlo, sem fór fram dagana 17. - 21. júní.