Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Mitt Draumaland

Siggi Kjartan

Á hernumndu Ísland kemur hin upprennandi söngkonan Björk fram á forðboðnum klúbbi bandaríkjahers, Camp Tripoli. Þegar hún heldur út í nóttina lendir hún í klóm hins fasíska Ungmennaeftirlits og alíslenskrar fáfræði.

Lesa meira

Mamma mín, geðsjúklingurinn

Garpur I. Elísabetarson

Grímur 11 ára gamall strákur sem er að takast á við lífið, skólann og félagslífið, en það gengur ekki vel þar sem móðir hans er með geðhvarfasýki. Hann reynir að láta það ganga en hversu mikið getur hann gert einn, þegar mamma hans er að reyna bjarga heiminum frá drukknun. 

Lesa meira

Hreiður

Hlynur Pálmason

 Saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur.

Lesa meira

Samræmi

Kristín Eysteinsdóttir

Sigga er stödd í útlöndum þar sem hún ferðast um með gjörninga sem eru sérpantaðir í boð hjá vel efnuðum einstaklingum. Þetta kvöld hittir hún óvænt íslenska flugáhöfn á bar og ekkert verður aftur eins og það var. 

Lesa meira

Zoo-I-Zide

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Stuttmyndin Zoo-I-Zide er dystópísk framtíðarmynd sem gerist í Evrópu eftir að hnattræn hlýnun hefur valdið því að 30% af landi hefur sokkið í sæ og þar af leiðandi valdið margþættum vanda. Með stofnun sameinaðs ríkis, Westropiu og alræðisstefnu stjórnvalda hafa verið byggðar magnþrungnar neðanjarðarborgir. 

Lesa meira