Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Reborn

Vera Sölvadóttir

Miðaldra karlmaður brýst út úr staðalímynd sinni með því að dansa út úr kassanum sem hefur verið smíðaður utan um hann í kapítalísku nútíma samfélagi og þeim þrýstingi sem því fylgir. 

Lesa meira

Mitt Draumaland

Siggi Kjartan

Á hernumndu Ísland kemur hin upprennandi söngkonan Björk fram á forðboðnum klúbbi bandaríkjahers, Camp Tripoli. Þegar hún heldur út í nóttina lendir hún í klóm hins fasíska Ungmennaeftirlits og alíslenskrar fáfræði.

Lesa meira

Hreiður

Hlynur Pálmason

 Saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur.

Lesa meira

Samræmi

Kristín Eysteinsdóttir

Sigga er stödd í útlöndum þar sem hún ferðast um með gjörninga sem eru sérpantaðir í boð hjá vel efnuðum einstaklingum. Þetta kvöld hittir hún óvænt íslenska flugáhöfn á bar og ekkert verður aftur eins og það var. 

Lesa meira

Zoo-I-Zide

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Stuttmyndin Zoo-I-Zide er dystópísk framtíðarmynd sem gerist í Evrópu eftir að hnattræn hlýnun hefur valdið því að 30% af landi hefur sokkið í sæ og þar af leiðandi valdið margþættum vanda. Með stofnun sameinaðs ríkis, Westropiu og alræðisstefnu stjórnvalda hafa verið byggðar magnþrungnar neðanjarðarborgir. 

Lesa meira