Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2020 - alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Hér að neðan er að finna samantekt á verðlaunum fyrir árið 2019.

Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Samtals hafa íslenskar kvikmyndir unnið til 21 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2020. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim.

Leiknar kvikmyndir:

Bergmál (leikstjóri: Rúnar Rúnarsson)

Vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi.

Hlaut fyrir sérstök dómnefndarverðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada, 22. - 26 júlí

Héraðið (leikstjóri: Grímur Hákonarson)

Var valin besta leikna kvikmyndin á FICMEC kvikmyndahátíðinni á Tenerife, 9. - 12. október.

Hvítur, hvítur dagur (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Ingvar E. Sigurðsson vann til verðlauna fyrir leik sinn á kvikmyndahátíðinni Premiers plans d'Angers sem fór fram í Angers í Frakklandi dagana 17. - 26. janúar.

Vann aðalverðlaunin Talents prize á kvikmyndahátíðinni D'A Film Festival Barcelona á Spáni. Hátíðin var haldin í stafrænu formi dagana 30. apríl - 10. maí.

Last and First Men (leikstjóri: Jóhann Jóhannsson)

Hlaut FIPRESCI verðlaunin á Festival du Nouveau Cinéma de Montréal, 7. - 18. október, Kanada.

Tryggð (leikstjóri: Ásthildur Kjartansdóttir)

Andri Steinn Guðjónsson, klippari Tryggð , vann verðlaun fyrir bestu klippinguna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Indian Cine í Mumbai þann 6. september.

Þorsti (leikstjórar: Gaukur Úlfarsson, Steinþór Hróar Steinþórsson)

Vann tvenn verðlaun, Geir Njarðarson fékk verðlaun fyrir brelluförðun (special effects make up) og Atli Þór Einarsson fékk verðlaun fyrir sjónrænar brellur (visual effects), á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest, sem fór fram dagana 6. - 15. október í Los Angeles. 

Heimildamyndir:

Humarsúpa (leikstjórar: Pepe Andreu og Rafael Molés) 

Vann til Mirades verðlaunanna fyrir bestu heimildamyndina á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni DocsValència sem fór fram dagana 10. - 19. desember. 

Síðasta haustið (leikstjóri: Yrsa Roca Fannberg)

Hlaut sérstaka heiðursviðurkenningu dómnefndar (Honourable Mention) í flokki bestu norrænu heimildamyndar á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama, 17. - 27. september.

Stuttmyndir:

Animalia (leikstjóri: Rúnar Ingi)

Hlaut heiðursummæli dómnefndar í flokki íslenskra stuttmynda á RIFF - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, 24. september - 4 október.

Blaðberinn (leikstjóri: Ninna Pálmadóttir)

Vann Sprettfiskinn á Stockfish Film Festival , 12. - 22. mars

Já-fólkið (leikstjóri: Gísli Darri Halldórsson)

Hlaut verðlaun yngstu áhorfendanna (Children's Choice Award) á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama, 17. - 27. september.

Hlaut aðalverðlaun í flokki íslenskra stuttmynda á RIFF - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, 24. september - 4 október.

Hlaut verðlaun sem besta evrópska stuttmyndin á Weird International Animation Film Festival, Spánn, 28. September - 4. október

Hlaut áhorfendaverðlaun á Uppsala Short Film Festival, Svíþjóð,19. - 25. október

Var valin besta norræna-baltneska stuttmyndin á Fredrikstad Animation Festival (FAF ), Noregur, 22. -25. október

Nýr dagur í Eyjafirði (leikstjóri: Magnús Leifsson)

Var valin besta norræna stuttmyndin á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi sem fór fram dagana 21. - 26. janúar.

Wilma (leikstjóri: Haukur Björgvinsson)

Vann til dómnefndarverðlauna á Flickerfest stuttmyndahátíðinni sem fór fram dagana 10. - 19. janúar í Sydney, Ástralíu.

Var valin besta stuttmyndin í flokknum „Generator + 16“ á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu.