Umsóknir

Skil á efni vegna framleiðslustyrkja og vilyrða

Ath. Eftirfarandi upplýsingar eiga aðeins við ef að umsækjandi hefur hlotið jákvætt svar við umsókn um framleiðslustyrk. 

Hér að neðan má finna upplýsingar um þau gögn sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að ganga frá útgáfu vilyrðisbréfa eða greiðslum vegna framleiðslusamninga. 

Fyrir útgáfu á vilyrðisbréfi

Til að hægt sé að ganga frá útgáfu á vilyrðisbréfi þarf að skila inn grunnupplýsingum um mynd og helstu aðstandendur.

Eyðublað vegna útgáfu á vilyrðisbréfi.

Eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.

Fyrir undirritun úthlutunarsamnings

Gögn og upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir við undirritun úthlutunarsamnings má finna hér

Til að hægt sé að ganga frá undirritun úthlutunarsamnings þarf einnig að skila inn frekari upplýsingum um kvikmynd og helstu aðstandendur.

Eyðublað vegna undirritunar úthlutunarsamnings.

Eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.   

Lokaskil

Skil á kvikmyndaefni til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands eru nú sameiginleg og skilist allt efni við lok framleiðslu myndar til Kvikmyndasafns Íslands.

Skila þarf fjárhagsuppgjöri til Kvikmyndamiðstöðvar (umsoknir@kvikmyndamidstod.is).

Fjárhagsuppgjör

a) Kostnaðaruppgjör með niðurbroti á verkþætti framleiðslunnar með samanburði við samþykkta kostnaðaráætlun.

b) Hreyfingalisti úr bókhaldskerfi sem er sundurliðaður eftir starfsþáttum eins svo hægt sé að lesa hvaða færslur eru að baki hreyfingum í bæði samþykktri áætlun og kostnaðaruppgöri.

c) Yfirlit yfir endanlega fjármögnun verkefnisins sem er í samræmi við kostnaðauppgör, sem tiltekur sérstakan lista yfir t.d. styrki, fjárfestingar, forsölu sýningarréttar, eftir því sem við á.

Skil á efni þegar framleiðslu er lokið og uppgjöri skilað

Gögn vegna kvikmyndar í fullri lengd

Til þess að unnt sé að greiða 3. hluta framleiðslustyrks þarf að skila fullnægjandi gögnum til Kvikmyndasafns Íslands.

Þriðji hluti styrks fyrir kvikmynd í fullri lengd er 3% af styrksupphæð. 

Leiðbeiningar á vef Kvikmyndasafns Íslands um hverju á að skila. 

Grunnupplýsingum um kvikmynd með uppfærðum og endanlegum lykilupplýsingum um mynd og helstu aðstandendur skal skila til KMÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir frumsýningu á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.

Eyðublað með uppfærðum og endanlegum upplýsingum.

Uppfært eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.  

Gögn vegna heimildamyndar

Til þess að unnt sé að greiða 4. hluta framleiðslustyrks þarf að skila fullnægjandi gögnum til Kvikmyndasafns Íslands.

Fjórði hluti styrks fyrir heimildamynd er 10% af styrksupphæð. 

Leiðbeiningar vef Kvikmyndasafns Íslands um hverju á að skila.

Grunnupplýsingum um kvikmynd með uppfærðum og endanlegum lykilupplýsingum um mynd og helstu aðstandendur skal skila til KMÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir frumsýningu á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.

Eyðublað með uppfærðum og endanlegum upplýsingum.

Uppfært eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.  

Gögn vegna leikins sjónvarpsefnis

Til þess að unnt sé að greiða 3. hluta framleiðslustyrks þarf að skila fullnægjandi gögnum til Kvikmyndasafns Íslands.

Þriðji hluti styrks fyrir leikið sjónvarpsefni er 3% af styrksupphæð.

Leiðbeiningar vef Kvikmyndasafns Íslands um hverju á að skila.

Grunnupplýsingar um kvikmynd með uppfærðum og endanlegum lykilupplýsingum um mynd og helstu aðstandendur skal skila til KMÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir frumsýningu á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.

Eyðublað með uppfærðum og endanlegum upplýsingum.

Uppfært eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.   

Gögn vegna stuttmyndar

Til þess að unnt sé að greiða 4. hluta framleiðslustyrks þarf að skila fullnægjandi gögnum til Kvikmyndasafns Íslands.

Fjórði hluti styrks fyrir stuttmynd er 15% af styrksupphæð. 

Leiðbeiningar vef Kvikmyndasafns Íslands um hverju á að skila.

Grunnupplýsingar um kvikmynd með uppfærðum og endanlegum lykilupplýsingum um mynd og helstu aðstandendur skal skila til KMÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir frumsýningu á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.

Eyðublað með uppfærðum og endanlegum upplýsingum.

Uppfært eyðublað fyrir listrænar lykilstöður eftir kyni.   

Gögn fyrir umsókn um kynningarstyrki

Kostnaðaráætlun vegna kynningarstyrks fyrir kynningarherferð í tilefni frumsýningar á A-lista hátíð.