Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Allra augu á mér

Pascal Payant

Ári eftir að hafa misst fjölskyldu sína í slysi heiðrar Gunnar minningu þeirra með því að ganga að staðnum þar sem þau létust. Á leiðinni hittir hann Ewu, pólska konu sem er ekki öll þar sem hún er séð. 

Lesa meira

The Home

Mattias J. Skoglund

Joel heldur að vandræðum sínum sé lokið eftir að hafa tryggt móður sinni pláss á Pine Shadow hjúkrunarheimilinu, en það versta á eftir að koma. Heimilið er sálfræðilegur hryllingur sem kafar djúpt í ást, vináttu og alhlíða skelfingu við að tapa sjálfum sér.

Lesa meira

Topp 10 möst

Ólöf Birna Torfadóttir

Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi
ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.

Lesa meira

Anorgasmia

Jón E. Gústafsson

Tveir ferðalangar, Sam og Naomi, sem hafa aldrei sést áður, festast á Íslandi þegar eldgos stöðvar öll flug. Þau stela bíl til
að komast að gosinu og halda inn á hálendið. Þau komast aldrei að gosinu en ferðalagið veldur því að líf þeirra beggja taka nýja
stefnu.

Lesa meira

Ljósvíkingar

Snævar Sölvason

Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir. 

Lesa meira

Dimmalimm

Mikael Torfason

Eva hefur eytt síðustu tíu árum á geðsjúkrahúsi. Nú er hún útskrifuð og þarf að sigrast á bæði ótta sínum og geðveiki svo geti aftur tengst dóttur sinni, henni Lulu.

Lesa meira

Missir

Ari Alexander Ergis Magnússon

Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.

Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.

Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira