Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Guðaveigar

Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson

Biskup Íslands sendir 4 presta til Spánar að finna messuvín. Prestarnir eru svo uppteknir í vinnunni að þeir missa af kraftaverkunum allt í kringum sig og allt fer á versta veg.

Lesa meira

Ástin sem eftir er

Hlynur Pálmason

Þegar fjölskylda sundrast, hvað verður um minningar þeirra og mikilvægar stundir sem þau upplifðu saman? Hvað verður um ástina sem eftir er?

Lesa meira

The Home

Mattias J. Skoglund

Joel heldur að vandræðum sínum sé lokið eftir að hafa tryggt móður sinni pláss á Pine Shadow hjúkrunarheimilinu, en það versta á eftir að koma. Heimilið er sálfræðilegur hryllingur sem kafar djúpt í ást, vináttu og alhlíða skelfingu við að tapa sjálfum sér.

Lesa meira

Anorgasmia

Jón E. Gústafsson

Tveir ferðalangar, Sam og Naomi, sem hafa aldrei sést áður, festast á Íslandi þegar eldgos stöðvar öll flug. Þau stela bíl til
að komast að gosinu og halda inn á hálendið. Þau komast aldrei að gosinu en ferðalagið veldur því að líf þeirra beggja taka nýja
stefnu.

Lesa meira

Eldarnir

Ugla Hauksdóttir

Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.

Lesa meira

Dimmalimm

Mikael Torfason

Eva hefur eytt síðustu tíu árum á geðsjúkrahúsi. Nú er hún útskrifuð og þarf að sigrast á bæði ótta sínum og geðveiki svo geti aftur tengst dóttur sinni, henni Lulu.

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira