Leiknar kvikmyndir

Missir
Ari Alexander Ergis Magnússon
Hann sefur aldrei. Hann vakir ekki heldur. Hann sér sjálfan sig liggja í rúminu milli svefns og vöku. Vatnið suðar í katlinum.
Lesa meira
A Love Odyssey
Ulaa Salim
A LOVE ODYSSEY er kraftmikil ástarsaga sem fjallar um heim á heljarþröm og vísindamann sem þarf að fórna hinni fullkomnu ást til að koma í veg fyrir glötun mannkyns.
Lesa meira
Napóleonsskjölin
Óskar Þór Axelsson
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar (35) rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
Lesa meira
Fearless Flyers
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Lesa meira
Villibráð
Elsa María Jakobsdóttir
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
Lesa meira
Woman at Sea
Dinara Drukarova
Lili, 35, ákveður að elta sin helsta draum sem er að vinna á togara. Karllægur heimur þar sem hún þarf að horfast í augu við ótta og nátturuöflin.
Lesa meira
Á ferð með mömmu
Hilmar Oddsson
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Lesa meira
The Hunter's Son
Ricky Rijneke
The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik.
Lesa meira
Abbababb!
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.
Lesa meira
Svar við bréfi Helgu
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta?
Lesa meira
Sumarljós og svo kemur nóttin
Elfar Aðalsteins
Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.
Lesa meira