Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Hygge

Dagur Kári

Þrír bræður og makar þeirra hittast í kvöldverðarboði og ákveða að slá saman í léttan samkvæmisleik þar sem allir deila öllu sem gerist í símanum um kvöldið með hópnum, hvort sem það eru sms, símtöl eða myndskeið. Hvað gæti farið úrskeiðis?

Lesa meira

Dimmalimm

Mikael Torfason

Eva hefur eytt síðustu tíu árum á geðveikrarhæli. Nú er hún útskrifuð og þarf að sigrast á bæði ótta sínum og geðveiki svo geti aftur tengst dóttur sinni, henni Lulu.

Lesa meira

Lokatónleikarnir

Sigurjón Kjartansson

Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.

Lesa meira

Kuldi

Erlingur Thoroddsen

Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans

Lesa meira
Photo: Lilja Jons

Snerting

Baltasar Kormákur

Þegar sígur á seinni hlutann, leggur Kristófer upp í ferð án fyrirheits, þvert yfir hnöttinn, í leit að svörum við áleitnum spurningum og að ástinni sem rann honum úr greipum, en sem hann bar þó alltaf í hjarta sér. Við förum með honum á vit minninganna og til Japans, þar sem svörin eru að finna.

Lesa meira

Missir

Ari Alexander Ergis Magnússon

Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.

Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.

Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.

Lesa meira

A Love Odyssey

Ulaa Salim

A LOVE ODYSSEY er kraftmikil ástarsaga sem fjallar um heim á heljarþröm og vísindamann sem þarf að fórna hinni fullkomnu ást til að koma í veg fyrir glötun mannkyns.

Lesa meira

Natatorium

Helena Stefánsdóttir

Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik. 

Lesa meira

Einvera

Ninna Pálmadóttir

Gunnar er tilneyddur að flytja til borgarinnar þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Kynni af blaðburðardrengnum Ara umbreytir lífi þeirra beggja.

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira