Leiknar kvikmyndir

Kuldi
Erlingur Thoroddsen
Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun tángingsdóttur hans
Lesa meira
Snerting
Baltasar Kormákur
Þegar sígur á seinni hlutann, leggur Kristófer upp í ferð án fyrirheits, þvert yfir hnöttinn, í leit að svörum við áleitnum spurningum og að ástinni sem rann honum úr greipum, en sem hann bar þó alltaf í hjarta sér. Við förum með honum á vit minninganna og til Japans, þar sem svörin eru að finna.
Lesa meira
Missir
Ari Alexander Ergis Magnússon
Hann sefur aldrei. Hann vakir ekki heldur. Hann sér sjálfan sig liggja í rúminu milli svefns og vöku. Vatnið suðar í katlinum.
Lesa meira
A Love Odyssey
Ulaa Salim
A LOVE ODYSSEY er kraftmikil ástarsaga sem fjallar um heim á heljarþröm og vísindamann sem þarf að fórna hinni fullkomnu ást til að koma í veg fyrir glötun mannkyns.
Lesa meira
Napóleonsskjölin
Óskar Þór Axelsson
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar (35) rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
Lesa meira
Northern Comfort
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Lesa meira
Natatorium
Helena Stefánsdóttir
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Lesa meira
Einvera
Ninna Pálmadóttir
Gunnar er tilneyddur að flytja til borgarinnar þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Kynni af blaðburðardrengnum Ara umbreytir lífi þeirra beggja.
Lesa meira
The Hunter's Son
Ricky Rijneke
The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik.
Lesa meira