Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Topp 10 möst

Ólöf Birna Torfadóttir

Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi
ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.

Lesa meira

Anorgasmia

Jón E. Gústafsson

Tveir ferðalangar, Sam og Naomi, sem hafa aldrei sést áður, festast á Íslandi þegar eldgos stöðvar öll flug. Þau stela bíl til
að komast að gosinu og halda inn á hálendið. Þau komast aldrei að gosinu en ferðalagið veldur því að líf þeirra beggja taka nýja
stefnu.

Lesa meira

Ljósvíkingar

Snævar Sölvason

Þegar tveir aldagamlir vinir fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem trans kona.

Lesa meira

Dimmalimm

Mikael Torfason

Eva hefur eytt síðustu tíu árum á geðsjúkrahúsi. Nú er hún útskrifuð og þarf að sigrast á bæði ótta sínum og geðveiki svo geti aftur tengst dóttur sinni, henni Lulu.

Lesa meira

Ljósbrot

Rúnar Rúnarsson

Hinn fyrsti missir og ferðalagið sem því fylgir.

Lesa meira

Snerting

Baltasar Kormákur

Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heims-faraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.

Lesa meira

Missir

Ari Alexander Ergis Magnússon

Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.

Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.

Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira