Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar árið 2019

Fjárlög fyrir árið 2019 hafa verið samþykkt af Alþingi, sem tiltaka fjárheimildir Kvikmyndasjóðs og til starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á árinu.

Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs nema 1.074.800 kr. á árinu 2019 og hækka um 80,1 m.kr. frá fyrra ári í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð frá 2016 til 2019 milli stjórnvalda og hagsmunaaðila, sem tiltekur bæði fjárveitingar til Kvikmyndasjóðs, skiptingu fjárheimilda í sjóðshluta og helstu áherslur í starfi KMÍ og sjóðsins.

Tafla 1 sýnir þróun fjárframlaga til Kvikmyndasjóðs frá árunum 2013 til 2018

Tafla 1: Framlag til Kvikmyndasjóðs 2013-2018Fjárhæðir í m.kr.
201320142015201620172018 2019
Framlag til Kvikmyndasjóðs1.020,0624,7774,7844,7914,7994,7 1.074,8
Breyting f.f.á.-395,31507070 8080,1

Samkomulag um stefnumörkun fyrir kvikmyndagerð tilgreinir að úthlutunum Kvikmyndasjóðs skuli skipt milli þriggja sjóðshluta byggt á tegund kvikmyndaverka með fastri hlutfallsskiptingu. Þar kemur fram að 65% úthlutana sjóðsins skuli varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda.

Samkomulagið tiltekur að milli áranna 2018 og 2019 skuli framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs hækka um 90 milljónir króna. Í texta fjárlagafrumvarps er tiltekið að fjárheimild málaflokksins sé aukin um 90 m.kr. til samræmis við samning.

Skýringin á því að sjóðurinn hækkar aðeins um 80,1 m.kr. er sú að til viðbótar er gerð aðhaldskrafa upp á 9,9 m.kr. á sjóðinn sem þýðir að tilgreind aukning fjárheimilda rennur ekki óskipt til sjóðsins, heldur fer hluti hennar til að mæta aðhaldskröfu um samdrátt í ríkisútgjöldum.


Um KMÍ