Fjárveitingar til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir árið 2016

Fjárlög ársins 2016 hafa verið samþykkt á Alþingi. Fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nema 968,8 m.kr. á árinu sem er hækkun um 80,2 m.kr. frá fyrra ári. Framlag til Kvikmyndasjóðs hækkar um 70 m.kr. eða úr 774,7 m.kr. í 844,7 m.kr. Allar nánari upplýsingar um fjárlögin fyrir árið 2016 er að finna á Fjárlagavefnum.

Tafla 1 sýnir skiptingu fjárheimilda Kvikmyndasjóðs árið 2016 eftir tegundum kvikmyndaverka auk samanburðar við fyrra ár. Taflan sýnir að að 70 m.kr. hækkun fjárheimilda eykur getu sjóðsins til að hækka styrki til leikinna kvikmynda um 46 m.kr. á árinu 2016.

Tafla 1: Sundurliðun á hækkun fjárheimilda til Kvikmyndasjóðs á árinu 2016




Fjárhæðir í m.kr.
Sjóðshluti % 2015 2016 Breyting
Leiknar kvikmyndir 65% 465 510 46
Leikið sjónvarpsefni 18% 129 141 13
Heimildamyndir 17% 122 133 12
  100% 715 785 70


Úthlutunum Kvikmyndasjóðs er skipt milli þriggja sjóðshluta byggðum á tegund kvikmyndaverka; leiknum myndum, heimildamyndum og leiknu sjónvarpsefni. Samkomulag stjórnvalda og hagsmunaaðila um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu 2012-2015 tiltekur hlutfallsskiptingu sjóðsins. Þar kemur fram að 65% úthlutana sjóðsins skuli varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda. Gert er ráð fyrir sömu hlutfallsskiptingu við úthlutanir úr sjóðnum á árinu 2016. Kvikmyndaráð vinnur nú að nýju samkomulagi fyrir næstu ár en eldra samkomulag er í gildi þar til nýtt verður samþykkt. Búist er við að vinnu að nýju samkomulagi ljúki á næstu mánuðum.

Þess ber að geta að hluti fjárheimilda sjóðsins kemur ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar má nefna að 30 m.kr. eru eyrnamerktar svokölluðum miðastyrkjum, 10 m.kr. stafrænni yfirfærslu auk þess sem sjóðurinn fjármagnar aðild að alþjóðlegu samstarfi kvikmyndasjóða og launalið kvikmyndaráðgjafa.

Tafla 2: Fjárheimildir KMÍ árin 2012-2016 skv. samþykktum fjárlögum







Fjárhæðir í m.kr.
02-981 Kvikmyndamiðstöð Íslands 2012 2013 2014 2015 2016
1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands* 97,8 137,2 131,2 121,7 132,1
1.10 Kvikmyndasjóður 515,0 1.020,0 624,7 774,7 844,7
Samtals 612,8 1.157,2 755,9 896,4 976,8






Sértekjur
-10,0 -10,4 -7,8 -8,0
Greitt úr ríkissjóði 612,8 1.147,2 745,5 888,6 968,8

* Almennur rekstur, kynningar og framlög til kvikmyndahátíða

Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 voru settar fram eftirfarandi skýringar á tillögum um fjárheimildir til Kvikmyndamiðstöðvar:

981 Kvikmyndamiðstöð Íslands. Lagt er til að framlög hækki um 69 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 4,2 m.kr. Skýrist það af þrennu.
Í fyrsta lagi er lagt til að 4 m.kr. tímabundið framlag verði veitt til 1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands en á móti falli niður 5 m.kr. tímabundið framlag í fjárlögum yfirstandandi árs. Framlagið er til að styrkja kvikmyndahátíðir.
Í öðru lagi er gert ráð fyrir að 50 m.kr. tímabundið framlag til 1.10 Kvikmyndasjóð sem veitt var í fjárlögum ársins í ár falli niður.
Í þriðja lagi er lögð til 120 m.kr. hækkun á 1.10 Kvikmyndasjóð m.a. vegna endurnýjunar á samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012–2015 sem mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra gerðu 8. desember 2011 við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra.“

Þarna kemur fram tillaga um hreina hækkun fjárheimilda Kvikmyndasjóðs um 70 m.kr. Í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið var bætt við 5 m.kr. fjárheimild vegna stuðnings við kvikmyndahátíðir á lið Kvikmyndamiðstöðvar auk 2 m.kr. hækkunar vegna verðlagsforsenda, sjá nánar á heimasíðu Alþingis.


Um KMÍ