Heimildamyndir

Útkall – kraftaverk undir jökli
Daníel Bjarnason
Heimildamynd um eina svakalegustu og ótrúlegustu björgun tveggja manna úr jeppa fastskorðuðu í sprungu í Hofsjökli. Hrikalegar aðstæður öftruðu ekki björgunarfólki á þyrlum sem lagði sig í mikla lífshættu við að síga niður og ná mönnunum úr jeppanum.
Lesa meira
Paradís amatörsins
Janus Bragi Jakobsson
Uppstillt, ljúfstillt og vel skrásett. Umritun lífsins með sviðsettum minningum.
Lesa meira
Impossible Band
Árni & Kinski
Fyrrum 9 manna útópíska lýðræðisríkið GusGus inniheldur tvo andstæða póla í dag: Bigga og Daníel. GusGus er orðið einvaldsríki undir járnhæl Bigga veiru, sem fyrr mun tortíma hljómsveitinni heldur en að gera málamiðlun. Gjörðir þeirra varpa ljósi á þyrnum stráða sögu GusGus; sigra, svik og framtíð.
Lesa meira
Veðurskeytin
Bergur Bernburg
Kvikmyndin Veðurskeytin er dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Afburðagreindur norrænufræðingur sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði þarf skyndilega að endurskoða líf sitt. Veikindi gera það að verkum að hann þarf að gera nýjan samning við sjálfan sig. Sem slíkur er hann landkönnuður eigin hugarheims.
Lesa meira
Rokkamman
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Andrea Jónsdóttir, plötusnúður er á áttræðisaldri. Hún fellur ekki í hefðbundin mót samfélagsins og lifir öðruvísi lífsstíl en ætlast er til af fólki á hennar aldri. Myndin fylgir rokkömmunni í 24 tíma. Með endurliti speglast í senn konan sem er byltingin holdi klædd og það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi. Þrjár kynslóðir kvenna; amman, dóttirin og barnabarnið segja söguna.
Lesa meira