Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Long Friday

Pamela Hogan

24.október 1975, fóru 90% íslenskra kvenna í verkfall og sýndu mikilvægi sitt í íslensku atvinnulífi. Dagurinn markaði byrjun vegferðar Íslendinga í átt að stöðu sinni #1 á jafnréttis skalanum. Þetta er besta sagan sem þú hefur aldrei heyrt, um mátt kvenna til að umbreyta stöðu sinni í samfélaginu.

Lesa meira

Gvuuuð...þetta er kraftaverk

Ari Alexander Ergis Magnússon, Sigurjón Sighvatsson

Við kynnumst tónlistarfólkinu á bakvið íslensku ný sígildu tónlistarstefnunnar (e. New Classical Music) og fáum innsýn í sköpunarferli þeirra og líf. 

Lesa meira

Soviet Barbara

Gaukur Úlfarsson

Árið 1992, viku eftir fall Sovétríkjanna, varð sápuóperan Santa Barbara eins konar gluggi rússneskra sjónvarpsáhorfenda inn í vestræna lifnarðarhætti og naut gríðarlegra vinsælda. Þrjátíu árum síðar færir íslenskur myndlistarmaður, Ragnar Kjartansson, Rússum þættina á  ný. 

Lesa meira

Johnny King

Árni Sveinsson

Gamall íslenskur kántry söngvari sem er á krossgötum í lífinu gerir eina loka tilraun til að fara aftur á bak. En um leið þarf hann að gera upp fortíðina sem er eins og myllusteinn um háls hans. 

Lesa meira

Þetta er eðlilegt

Árni & Kinski

Fyrrum 9 manna útópíska lýðræðisríkið GusGus inniheldur tvo andstæða póla í dag: Bigga og Daníel. GusGus er orðið einvaldsríki undir járnhæl Bigga veiru, sem fyrr mun tortíma hljómsveitinni heldur en að gera málamiðlun. Gjörðir þeirra varpa ljósi á þyrnum stráða sögu GusGus; sigra, svik og framtíð. 

Lesa meira

Draumar, konur og brauð

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, Svanlaug Jóhannsdóttir

Á töfrandi hringferð um fallega Ísland kynnumst við hörkuduglegum konum, sem reka einstök kaffihús með ómótstæðilegum veitingum en líka söngkonu sem er að skrifa leikrit og samferðakonu hennar.

Lesa meira

Dansandi línur

Friðrik Þór Friðriksson

Karl Guðmundsson er einstakur listamaður. Lokaður inni í ieigin líkama, með augun ein til að tjá sig, skapar hann myndlist af stærðargráðu sem sannar að sköpunarmáttur hugans verður ekki heftur innan neinna líkamlegra landamæra. 

Lesa meira

Veðurskeytin

Bergur Bernburg

Kvikmyndin Veðurskeytin er dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Afburðagreindur norrænufræðingur sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði þarf skyndilega að endurskoða líf sitt. Veikindi gera það að verkum að hann þarf að gera nýjan samning við sjálfan sig. Sem slíkur er hann landkönnuður eigin hugarheims. 

Lesa meira

Rokkamman

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Andrea Jónsdóttir, plötusnúður er á áttræðisaldri. Hún fellur ekki í hefðbundin mót samfélagsins og lifir öðruvísi lífsstíl en ætlast er til af fólki á hennar aldri. Myndin fylgir rokkömmunni í 24 tíma. Með endurliti speglast í senn konan sem er byltingin holdi klædd og það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi. Þrjár kynslóðir kvenna; amman, dóttirin og barnabarnið segja söguna. 

Lesa meira