Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Holy Human Angel

Angeliki Aristomenopoulou

Hin 20 ára Constantina kemur frá íhaldssömu grísku eyjasamfélagi. Til að skilgreina hinsegin sjálfsmynd sína hefur hún notað avatar á netinu. Að koma út og sigrast á staðalímyndum er háð tveimur bandamönnum hennar: fjölskyldunni og listinni.

Lesa meira

Chants des origines

Marie Arnaud

Leitin að hinni sönnu túlkun á Þorlákstíðum, Þorláks Helga. Sverrir Guðjónsson leitar hinnar sönnu túlkunar á verkinu sem hann hefur rannsakað í tugi ára.

Lesa meira

Jóhann Jóhannsson: Skapandi óreiða

Orri Jónsson, Davíð Hörgdal Stefánsson

Persónuleg og tilraunakennd heimildarmynd um 30 ára listrænan feril Jóhanns Jóhannssonar tónskálds. Í myndinni varpar nánasta samstarfsfólk Jóhanns ljósi á einstakt sköpunarferli hans, og vinir og fjölskylda skoða á heiðarlegan hátt þau öfl og atburði sem mótuðu þennan sjálflærða listamann og færðu hann frá jaðri íslenskrar listasenu yfir í auga fellibylsins í Hollywood.

Lesa meira

Rokkamman

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Rokkamman, Andrea Jónsdóttir plötusnúður er á áttræðisaldri. Andrea hefur aldrei fallið í hefðbundin mót samfélagsins,
hún er í raun byltingin holdi klædd sem endurspeglar það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi.

Lesa meira