Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Tónmannlíf – frá ómi til hljóms

Ásdís Thoroddsen

Í gegnum dagbókarfærslur Sveins Þórarinssonar (1821-1869) er sagt frá hógværri byltingu: Þegar „nýi söngurinn“ barst til Íslands, fólk fór að syngja rómantísk erlend lög í dúr og moll og mörgum röddum, svo að áhugi á tónlist sem ættuð var frá miðöldum laut í lægra haldi.

Lesa meira

Jóhann Jóhannsson: Skapandi óreiða

Orri Jónsson, Davíð Hörgdal Stefánsson

Persónuleg og tilraunakennd heimildarmynd um 30 ára listrænan feril Jóhanns Jóhannssonar tónskálds. Í myndinni varpar nánasta samstarfsfólk Jóhanns ljósi á einstakt sköpunarferli hans, og vinir og fjölskylda skoða á heiðarlegan hátt þau öfl og atburði sem mótuðu þennan sjálflærða listamann og færðu hann frá jaðri íslenskrar listasenu yfir í auga fellibylsins í Hollywood.

Lesa meira

Rokkamman

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Rokkamman, Andrea Jónsdóttir plötusnúður er á áttræðisaldri. Andrea hefur aldrei fallið í hefðbundin mót samfélagsins,
hún er í raun byltingin holdi klædd sem endurspeglar það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi.

Lesa meira