Umsóknir

Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar

  • Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. 
  • Skilyrði er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. 
  • Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði, Grænlandi og Færeyjum. Þetta á við um framleiðslu á kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþátta. 
  • Endurgreiðslur eiga ekki við um auglýsinga- og fréttatengt efni, stuttmyndir, upptökur af íþróttaviðburðum og skemmtunum, efni sem fyrst og fremst er ætlað til kynningar á tiltekinni vöru eða þjónustu, svo og framleiðsla efnis sem fyrst og fremst er ætlað til sýninga í eigin dreifikerfi.
  • Endurgreiðslukerfið eru á grundvelli  laga nr. 43/1999 með síðari breytingum og reglugerð nr. 450/2017. Það heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneyti sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón þess en Íslandsstofu að kynna Ísland sem tökustað gagnvart erlendum aðilum.
  • Hér má nálgast merki menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Meðferð umsókna

Þriggja manna nefnd er skipuð til þess að meta umsóknir um endurgreiðslur og hefur hún aðsetur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Menningar- og viðskiptaráðuneyti tilnefnir formann. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið tilnefnir sitthvoran nefndarmann. Í nefndinni eiga sæti:
Aðalmenn:
Þóra Hallgrímsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar

Jón Óskar Hallgrímsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Steinar Örn Steinarsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti  

Varamenn:
Hildur Jörundsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
Íris Hannah Atladóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.


Tengiliður nefndar er Svava Lóa Stefánsdóttir - svavaloa@kvikmyndamidstod.is