Umsóknir

Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar

  • Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á 25% endurgreiðslum af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi, eða 35% að tilteknum skilyrðum uppfylltum. 
  • Skilyrði er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. 
  • Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis er endurgreiðsluhlutfall jafnframt reiknað af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði, Grænlandi og Færeyjum. Þetta á við um framleiðslu kvikmynda, heimildamynda og sjónvarpsþátta. 
  • Til þess að njóta 35% endurgreiðslu þurfa verkefni að auki að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði:
    -  Að kostnaður sem fellur til hér á landi við framleiðsluna sé að lágmarki         350 milljónir króna.
     
    -  Að tökudagar vegna verkefnisins (e. principal photography) séu að            
       lágmarki 30, þó þannig að heimilt sé að telja daga við eftirvinnslu (e. post     production) inni í þeim dagafjölda. Samtala heilla starfsdaga við tökur og     eftirvinnslu skulu því samtals vera að lágmarki 30, þó þannig að                     tökudagar verði ekki færri en 10.  

    -  Að fjöldi starfsmanna þeirra sem komi með beinum hætti að                           framleiðslunni hérlendis verði að lágmarki 50. Þar er miðað við heilan           starfsdag hvers þeirra 50 sem til eru nefndir og heimilt er að telja                   mæði launþega og verktaka við framleiðsluna. Við talningu á heilum             starfsdegi er vísað til 8 stunda vinnudags og því er heimilt að telja 50             starfsdaga sem vinnuframlag fleiri einstaklinga, þó hver þeirra vinni               skemmri tíma. 
  • Endurgreiðslur eiga ekki við um auglýsinga- og fréttatengt efni, stuttmyndir, upptökur af íþróttaviðburðum og skemmtunum, efni sem fyrst og fremst er ætlað til kynningar á tiltekinni vöru eða þjónustu, svo og framleiðsla efnis sem fyrst og fremst er ætlað til sýninga í eigin dreifikerfi.
  • Endurgreiðslukerfið eru á grundvelli  laga nr. 43/1999 með síðari breytingum og reglugerð nr. 450/2017. Það heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneyti sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón þess en Íslandsstofu að kynna Ísland sem tökustað gagnvart erlendum aðilum.
  • Hér má nálgast merki menningar- og viðskiptaráðuneytis.

Meðferð umsókna

Þriggja manna nefnd er skipuð til þess að meta umsóknir um endurgreiðslur og hefur hún aðsetur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Telst nefndin veitingarvald í skilningi reglugerðar vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.


Menningar- og viðskiptaráðuneyti tilnefnir formann. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið tilnefnir sitthvorn nefndarmann. Í nefndinni eiga sæti:

Næsti fundur endurgreiðslunefndar er á þriðjudag 1. október 2024.

Umsóknir þurfa að berast að minnsta kosti fjórum virkum dögum fyrir fund.


Aðalmenn:
Þóra Hallgrímsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar.
Hildur Jörundsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Þorsteinn Júlíus Árnason, tilnefnd af fjármála og efnahagsráðuneyti.

Varamenn:
Brynhildur Kr. Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Erindum má koma til nefndar um endurgreiðslur með tölvupósti á netfangið: endurgreidslur@kvikmyndamidstod.is