Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Móðir Melankólía

Katrín Helga Andrésdóttir

Framúrstefnuleg absúrd kvikmynd, gegnsýrð af hryllingi. Sagan er sögð frá sjónarhorni barns sem horfir upp á heimili sitt fyllast af uppstríluðum nornum í gegnum linsu DV myndavélar. Hún er hrædd en móðirin fylgist passív með hlutunum fara úr böndunum.

Lesa meira

Innrás náttúrunnar

Gunnur Martinsdóttir Schluter

Innrás náttúrunnar tekst einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. 

Lesa meira

Ekki opna augun

Kolfinna Nikulásdóttir

Ragnar bindur fyrir augun á Hildi á þrítugsafmælisdaginn og tekur hana í óvissuferð. Hildur er óörugg en lætur sig hafa glaðninginn, fyrir kærastann. Ragnar fyllist samviskubiti og vanlíðan þeirra beggja eykst smám saman. Rifrildi á hverasvæði, sem minnir á helvíti, færir Hildi nýja sýn á sambandið.

Lesa meira

Eldingar eins og við

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Núa brunar á síðustu bensíndropunum í Unaðsdal á Snæfjallaströnd þar sem seiðmagnaðir vinir eru saman komnir fyrir helga kveðjustund.

Lesa meira

Að elta fugla

Una Lorenzen

Að elta fugla er handteiknuð mynd um hliðarheim. Við langt borð sitja fjórir ótengdir hópar fólks sem hver trúir að sinn veruleiki sé sá eini rétti, þar til nokkur spilakort, rúllandi flaska og lítill fugl tengja þau saman og fær þau til að efast um eigin tilveru. 

Lesa meira

Frenjan

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Hin uppskrúfaða og miðaldra Margrét sér kýr á vappi í miðbænum á leiðina á skrifstofuna. Þegar hún mætir vinnuna kemur í ljós að hún ein sér þær. Skoplegt kaos tekur við þegar belja birtist inn í matsalnum.

Lesa meira

Chef de Partie

Ágúst Þór Hafsteinsson

Ungur kokkur fær tækifæri til að sanna sig sem almennilegur matreiðslumaður fyrir yfirkokki sínum sem sættir sig við ekkert minna en fullkomnun.

Lesa meira

Drink My Life

Marzibil Sæmundardóttir

Steini er óvirkur alkóhólisti sem tók sig taki er hann eignaðist son með sambýliskonu sinni. Hann vinnur í tveimur vinnum til að ná endum saman en þegar örlögin grípa inn í fer Steini að stíga dans með varhugaverðum dansfélaga.

Lesa meira