Stuttmyndir

Þið kannist við...
Guðni Líndal Benediktsson
Íslensk fjölskylda kemst í hann krappann á aðfangadagskvöld þegar jólakötturinn sjálfur birtist, leitandi þeirra sem fengu enga mjúka pakka.
Lesa meira
Blóm inn við beinið
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Kona fórnar kontrabassanum sínum í foss. Gjörningurinn verður upptaktur að nýju og mýkra lífi þar sem sannur sköpunarkraftur blæs ást og yl þar sem áður var hjákátlegt framabrölt.
Lesa meira
Felt Cute
Anna Karín Lárusdóttir
Dag einn þegar Breki (11) er einn heima, stelst hann í föt og makeup stóru systur sinnar og skilur herbergið eftir í rúst. Þegar fjölskyldan kemur óvænt heim, tekur við atburðarás sem leiðir til löngu tímabærs uppgjörs milli systkinana.
Lesa meira
Mitt Draumaland
Siggi Kjartan
Eftir að upprennandi söngkonan Björk kemur fram á forboðnum klúbbi bandaríkjahers, Camp Tripoli, lendir hún í klóm hins fasíska Ungmennaeftirlits og alíslenskrar fáfræði.

Mamma mín, geðsjúklingurinn
Garpur I. Elísabetarson
Grímur er 11 ára strákur sem er að reyna lifa sínu eðlilega lífi. Lífið hans er þó ekkert eðlilegt, þar sem móðir hans er með geðhvarfasýki og getur ekki hugsað um hann. Hann hefur því þurft að hugsa um sig sjálfan í töluverðan tíma. Þegar mamma hans er svo lögð inná geðdeild fer hann að sjá að lífið getur verið mun betra.
Lesa meira
Fár
Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Einstaklingur tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna.
Lesa meira
Chef de Partie
Ágúst Þór Hafsteinsson
Ungur kokkur fær tækifæri til að sanna sig sem almennilegur matreiðslumaður fyrir yfirkokki sínum sem sættir sig við ekkert minna en fullkomnun.
Lesa meira