Stuttmyndir

Málverk
Ágúst Guðmundsson
Ósátt fyrrum eiginkona vinnur spellvirki á heimili fyrrum eiginmanns síns. Hún málar inn á ljósmynd af honum og út á vegginn, sól og blóm, að síðustu eldfjall. Setur í gang plötuspilara og málar inn á plötuna.
Fótatak heyrist frá stigaganginum...

Flökkusinfónía
Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir
Flökkusinfónía er tilraunakennd ljóðræn stuttmynd, abstrakt ferðalag án orða frá upphafshvelli að uppljómun í gegnum sjö heimsálfur líkamans.
Lesa meira
Gamla konan og hafið
Katla Sólnes
Þegar mikill stormur nálgast niðurnítt heimili Heru við sjávarsíðu landsbyggðarinnar, verður hún að ákveða hvort það sé kominn tími til að flytja til borgarinnar með syni sínum eða vera áfram og mæta hörmungum veðurfarsbreytinga.
Lesa meira
O
Rúnar Rúnarsson
Ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.
Lesa meira
Jóhanna af Örk
Hlynur Pálmason
Saga af riddara byggðum frá grunni, festum við tréstöng, og sundurskotnum af örvum ungra systkina. Við fylgjumst með ári í lífi krakkanna í kringum upphaf, miðju og enda tilvistar skotmarksins sem þau nefndu Jóhönnu af Örk.
Lesa meira
Þið kannist við...
Guðni Líndal Benediktsson
Íslensk fjölskylda kemst í hann krappann á aðfangadagskvöld þegar jólakötturinn sjálfur birtist, leitandi þeirra sem fengu enga mjúka pakka.
Lesa meira
Blóm inn við beinið
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Kona fórnar kontrabassanum sínum í foss. Gjörningurinn verður upptaktur að nýju og mýkra lífi þar sem sannur sköpunarkraftur blæs ást og yl þar sem áður var hjákátlegt framabrölt.
Lesa meira
Mamma mín, geðsjúklingurinn
Garpur I. Elísabetarson
Grímur er 11 ára strákur sem er að reyna lifa sínu eðlilega lífi. Lífið hans er þó ekkert eðlilegt, þar sem móðir hans er með geðhvarfasýki og getur ekki hugsað um hann. Hann hefur því þurft að hugsa um sig sjálfan í töluverðan tíma. Þegar mamma hans er svo lögð inná geðdeild fer hann að sjá að lífið getur verið mun betra.
Lesa meira