Stuttmyndir
Merki
Rúnar Ingi Einarsson
Ung leikkona fer í prufu fyrir leiklistarskóla þar sem hún þarf að ákveða hvort hún ýti sjálfri sér fram á ystu nöf eða hætta á að komast ekki inn í skólann.
Lesa meiraDuld
Annalísa Hermannsdóttir
Duld fjallar um Vigdísi, yfirmann á lögmannsstofu, og einn morgun í hennar lífi í dystópískum hliðarveruleika.
Lesa meiraVeður ræður akri, en vit syni
Katla Sólnes
Þegar mikill stormur nálgast niðurnítt heimili Heru við sjávarsíðu landsbyggðarinnar, verður hún að ákveða hvort það sé kominn tími til að flytja til borgarinnar með syni sínum eða vera áfram og mæta hörmungum veðurfarsbreytinga.
Lesa meiraSkiladagur
Margrét Seema Takyar
Þegar ung móðir mætir með dóttur sína á heilsugæslu í 3ja mánaða skoðun fara hlutirnir ekki eins og hún hafði óskað sér.
Lesa meiraJóhanna af Örk
Hlynur Pálmason
Jóhanna af Örk fylgir þremur systkinum þegar þau byggja upp riddarafígúru úti í opnu landslaginu til að nota sem skotmark fyrir örvar. Í gegnum árstíðirnar fylgjumst við með lífi þeirra er þau bæði búa til og eyða þessari sérstæðu sköpun sinni.
Lesa meiraHold it Together
Fan Sissoko
Í vikulegum ferðum sínum í sundlaugina upplifir Neema, ungur innflytjandi á Íslandi, röð óvæntra umbreytinga sem koma í veg fyrir tengsl hennar við fólk í kringum sig.
Lesa meiraBlóm inn við beinið
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Kona fórnar kontrabassanum sínum í foss. Gjörningurinn verður upptaktur að nýju og mýkra lífi þar sem sannur sköpunarkraftur blæs ást og yl þar sem áður var hjákátlegt framabrölt.
Lesa meira