Umsóknir

Aðrir sjóðir og samframleiðslusamningar

Ásamt því að sækja um styrki hjá Kvikmyndasjóði stendur íslenskum umsækjendum til boða að sækja um styrki hjá öðrum evrópskum sjóðum; Eurimages, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn og MEDIA áætlun Creative Europe.

Til að eiga möguleika á styrk hjá þessum sjóðum þarf að standast ýmsar kröfur, sem má lesa nánar um með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

Ísland er einnig aðili að samframleiðslusamningum við önnur lönd, sjá nánar hér fyrir neðan.

Aðrir sjóðir 

EURIMAGES

 

EURIMAGES er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum. Aðildarlönd eru alls 36. Umsóknarferlið krefst mikils undirbúnings og því gott að kynna sér ferlið til hlítar. Eurimages veitir styrki til lokafjármögnunar og hægt er að nálgast allt að 10-12% af fjármögnun þaðan. 

 

 

NORRÆNI KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSSJÓÐURINN

 

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn

Tilgangur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda. Aðilar að sjóðnum eru norrænu kvikmyndastofnanirnar og sjónvarpsstöðvar í almanna- og einkaeigu. Á Íslandi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Stöð 2 aðilar að sjóðnum. Hægt er að lesa reglurnar um NFTF á íslensku á heimasíðu sjóðsins. Hægt er að finna ítarlegri upplýsingar um úthlutanir hér.

Styrkt verkefni NFTF 2022

Kvikmynd í fullri lengd:

 

  • Kuldi frá Compass Films hlaut NOK 1.000.000 í framleiðslustyrk

 

Styrkt verkefni NFTF 2021

Kvikmyndir í fullri lengd:

 

  • Á ferð með mömmu frá Ursus Parvus hlaut NOK 1.000.000 í framleiðslustyrk
  • Napóleonsskjölin frá Sagafilm hlaut NOK 2.500.000 í framleiðslustyrk
  • Northern Comfort frá Netop Films hlaut NOK 2.000.000 í framleiðslustyrk

 

Heimildamyndir:

 

  • Baráttan um Ísland frá Sagafilm hlaut NOK 400.000 í framleiðslustyrk

 

Leikið sjónvarpsefni:

 

  • Margt býr í Tulipop frá Tulipop Studios hlaut NOK 1.500.000 í framleiðslustyrk

 

Styrkt verkefni NFTF 2020

Kvikmyndir í fullri lengd:

 

  • Sumarljós og svo kemur nóttin frá Berserk Films hlaut NOK 1.300.000 í framleiðslustyrk
  • Berdreymi frá Join Motion Pictures hlaut NOK 1.200.000 í framleiðslustyrk

 

Leikið sjónvarpsefni:

 

  • Verbúð frá Evrópa kvikmyndir ehf./Vesturport hlaut NOK 3.000.000 í framleiðslustyrk
  • Brotin frá Glassriver hláut NOK 2.200.000 í framleiðslustyrk

 

Styrkt verkefni NFTF 2019

Kvikmyndir í fullri lengd:

  • Dýrið frá Go to Sheep hlaut 1.800.000 NOK í framleiðslustyrk
  • Drepum skáldið frá Kvikmyndafélaginu Hughrif hlaut 1.800.000 NOK í framleiðslustyrk

Leikið sjónvarpsefni:

  • Ráðherrann frá Sagafilm hlaut 2.300.000 NOK í framleiðslustyrk

 

Styrkt verkefni NFTF 2018

Kvikmyndir í fullri lengd:

 

  • Hvítur, hvítur dagur frá Join Motion Pictures hlaut 1.800.00 NOK í framleiðslustyrk
  • Bergmál frá Nimbus Iceland hlaut 650.000 NOK í framleiðslustyrk

 

Styrkt verkefni NFTF 2017

   Kvikmyndir í fullri lengd: 

  • Lof mér að falla frá Kvikmyndafélagi Íslands hlaut 1.700.000 NOK  í framleiðslustyrk 
  • Dýrið frá Go to Sheep hlaut 200.000 NOK í þróunarstyrk
  • Kuldi frá Askja Films hlaut 200.000 NOK í þróunarstyrk
  • Kona fer í stríð frá Gulldrengnum hlaut 1.400.000 NOK í framleiðslustyrk
  • Héraðið frá Netop Films hlaut 1.600.000 NOK í framleiðslustyrk

Heimildamyndir: 

  • The Vasulka Effect frá Sagafilm hlaut 400.000 NOK í framleiðslustyrk

Leikið sjónvarpsefni: 

  • Flateyjargátan frá Sagafilm hlaut 2.000.000 NOK í framleiðslustyrk

 

 

 

Styrkt verkefni NFTF 2016

Kvikmyndir í fullri lengd: 

 

  • Alma frá Duo Productions hlaut 1.000.000 NOK í framleiðslustyrk
  • East by Eleven frá Poppoli Pictures hlaut 200.000 NOK í þróunarstyrk
  • Undir trénu frá Netop Films hlaut 1.300.000 NOK í framleiðslustyrk
  • Ég man þig hlaut 1.500.000 NOK í framleiðslustyrk 

 

 

 

Styrkt verkefni NFTF 2015

Kvikmyndir í fullri lengd: 

  • Highlands frá Zik Zak Filmworks hlaut 200.000 NOK í þróunarstyrk
  • Lói frá GunHil ltd. hlaut 2.400.000 NOK í framleiðslustyrk
  • Stuck in Dundalk frá RVK Studios hlaut 250.000 NOK í þróunarstyrk
  • Eiðurinn frá RVK Studios hlaut 1.800.000 NOK í framleiðslustyrk

Heimildamyndir: 

  • Innsæi frá K.Ó. Framleiðsla hlaut 300.000 NOK í framleiðslustyrk

Leikið sjónvarpsefni:

  • Réttur frá Sagafilm hlaut 1.400.000 NOK í framleiðslustyrk

 

 

 

 

CREATIVE EUROPE - MEDIA

Creative Europe - Kvikmynda og menningaráætlun ESB 2014-2020 er ætlað að styrkja samkeppnishæfni hinna skapandi- og menningarlegu greina og efla menningarlega fjölbreytni. Áætlunin skiptist í MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Culture / Menning sem styrkir menningu og listir. Upplýsingastofa Creative Europe á Íslandi er til húsa hjá Rannís og þar starfa Ragnhildur Zoëga, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir og Hulda Hrafnkelsdóttir.

Vefur Creative Europe

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðnum MEDIA 2020

Árið 2020 er það allra gjöfulasta í evrum talið frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætluninni árið 1992.

Tvö íslensk verkefni hlutu styrk til framleiðslu á sjónvarpsefni:

  • Evrópa kvikmyndir /Vesturport fékk 500.000€ í styrk, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúð.
  • Glassriver fékk 482.000€ styrk fyrir sjónvarpsþáttaröðina Brotin.


Fjögur íslensk verkefni hlutu undirbúnings- og framleiðslustyrk til kvikmynda:

  • Zikzak fyrir kvikmyndina Afturelding
  • Hreyfimyndasmiðjan fyrir kvikmyndina Vera and the Third Stone 
  • Netop fyrir kvikmyndina Northern Comfort

Hvert þeirra fær 50.000€ í þróunarstyrk.

  • Fimp ehf. fær 25.000€ styrk fyrir heimildamyndina Varado – The Curse of Gold.

Dreifingastyrkur:

Kvikmyndin “Dýrið” sem Valdimar Jóhannson leikstýrir fékk 517.332€ dreifingarstyrk til sýninga í 21 aðildarríki í MEDIA. Kvikmyndin er í eftirvinnslu og verður frumsýnd á næsta ári ef baráttan við veiruna vinnst.

 

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðnum MEDIA 2019

Eitt íslenskt verkefni hlaut styrk til undirbúnings á kvikmynd:

Það var framleiðslufyrirtækið Tenderlee ehf. sem fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir leikna kvikmynd: Wild Summer.

Dreifingastyrkir:

Af árangri íslenskra kvikmynda ber hæst dreifingarstyrk til kvikmyndar Gríms Hákonarsonar og Netop films, Héraðið. Myndin fékk úthlutað 518.000€ til dreifingar í 28 löndum. Þetta er frábær árangur en styrkurinn er meðal þeirra hærri sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA. Þá fékk kvikmynd Hlyns Pálmasonar og Join Motion Pictures, Hvítur, Hvítur Dagur, einnig myndarlegan styrk upp á 280.000€ til dreifingar í 15 Evrópulöndun.

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðnum MEDIA 2018

Sjö íslensk verkefni hlutu styrk til undirbúnings á kvikmynd:

 

  • Kvikmyndafélag Íslands ehf. fékk úthlutað 50.000€ fyrir tónlistarmynd fyrir börn Abbababb.
  • Nimbus Iceland fékk úthlutað 30.000€ fyrir kvikmyndina Bergmál.
  • Sagafilm fékk úthlutað 210.000€ til undirbúnings fimm verkefna, sjónvarpsþáttaraðanna Systrabönd, Víghóla og Líflínuna; heimildarmyndina Battle for Iceland; og sýndarveruleikaverkefnið The Story of Forces. Að auki fékk Sagafilm framleiðslustyrk fyrir stuttmyndina Frú Regína sem Garpur I. Elísabetarson leikstýrir.

 

Dreifingastyrkir:

Af árangri íslenskra kvikmynda ber hæst dreifingarstyrkur til kvikmyndarinnar Undir trénu, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Myndin fékk úthlutað 547.400€ til dreifingar í 29 löndum. Þetta er frábær árangur þar sem aðeins sjö kvikmyndum var úthlutað dreifingarstyrkjum að þessu sinni. Styrkurinn er meðal þeirra stærstu sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA árið 1992.

 

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðum MEDIA 2017

 

 Tveir styrkir voru veittir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni:


  • RVK Studios ehf. fékk úthlutað 500.000 evrum fyrir framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærðar
  • Saga Film ehf. fékk úthlutað 318.139 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna.

 

 Fjögur íslensk verkefni hlutu styrki til undirbúnings á kvikmynd:

  • Tvíeyki ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina Unu
  • Pegasus ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Hjarnið.
  • Netop ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina Héraðið.
  • Join Motion Pictures ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina Hvítan, hvítan dag.

 

 

 

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðum MEDIA 2016

 Tvö íslensk verkefni hlutu styrki til undirbúnings á kvikmynd: 

  • Aðventa frá Kvikmyndafélagi Íslands (50.000 €)
  • Science of Play frá Compass ehf. (25.000 €)

Eitt verkefni hlaut styrk til framleiðslu á sjónvarpsefni: 

  • Fangar frá Mystery Island ehf (271.685 €)

 

 

 

Íslensk verkefni sem hlutu styrk úr sjóðum MEDIA 2015

 Þrjú íslensk verkefni hlutu styrki til undirbúnings á kvikmynd:

  • Journey Home frá True North ehf. (50.000 €)
  • War is over frá Tvíeyki ehf. (50.000 €)
  • Spearhead frá New Work ehf. (50.000 €)

 

 Saga film ehf. fékk úthlutað 200.000 evrum til undirbúnings fimm kvikmynda sem verkefnapakka. Þær eru:

  • Heimildamynd: The Vasulkas,
  • Þrjár leiknar sjónvarpsþáttaraðir: BlackoutStella Blómkvist og Hugborg
  • Ein leikin kvikmynd í fullri lengd: Víti í Vestmannaeyjum


 Tvö verkefni hlutu styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni: 

  • Compass ehf. fékk úthlutað 45.920 evrum  fyrir heimildarmyndina Yarn: The movie
  • Sögn ehf. (Blueeyes Productions) fékk úthlutað 500.000 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð.

 

Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fengu dreifingarstyrki frá MEDIA. 
Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk 445.400 evra styrk til dreifingar til 25 landa í Evrópu og Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrk til 21 lands í Evrópu að upphæð 348.100 evrur. 

 

Samframleiðslusamningar sem Ísland á aðild að:

Evrópusamningur um samframleiðslu kvikmynda (1992)
(þýðing, 1992 )
Evrópusamningur um samframleiðslu kvikmynda (2017)
Gildir um samframleiðslu milli landa sem hafa fullgilt þessa útgáfu samningsins. 

Kanada

Frakkland

Tyrkland