Hlekkir vegna tölulegra upplýsinga

Hér má finna upplýsingar um stofnanir sem halda utan um tölulegar upplýsingar tengdar kvikmyndagerð hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK)
- FRÍSK eru samtök helstu sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa á Íslandi. Félagið tekur m.a. saman upplýsingar um aðsókn og tekjur íslenskra kvikmyndahúsa. Upplýsingar um aðsókn og tekjur er hægt að fá á vef FRÍSK, í síma 591-0030 eða póstfangið boxoffice@fsk.is.

Hagstofa Íslands

- Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga. Þar er m.a. að finna talnaefni er snýr að kvikmyndum og kvikmyndahúsum.

European Audiovisual Observatory
- European Audiovisual Observatory var stofnuð árið 1992 og tilheyrir Evrópuráðinu í Strasbourg í Frakklandi. European Audiovisual Observatory safnar saman og tilgreinir ýmsar upplýsingar tengdar kvikmyndum með það fyrir augum að varpa betur ljósi á kvikmyndaiðnað í Evrópulöndum.

European Audiovisual Observatory heldur meðal annars utan um gagnagrunninn LUMIERE VOD sem hefur að geyma upplýsingar um yfir 35 þúsund evrópskar kvikmyndir sem má finna á VOD leigum í 28 Evrópulöndum.
Gagnagrunnurinn gefur bæði almenningi og fagaðilum tækifæri til að sjá hvar sé hægt að nálgast evrópskar kvikmyndir á vefnum.

MEDIA Salles
 - MEDIA Salles var stofnað árið 1991 og starfar undir Creative Europe - MEDIA áætlun Evrópusambandsins með stuðningi ítölsku ríkisstjórnarinnar. MEDIA Salles safnar saman og greinir frá tölfræðiupplýsingum tengdum evrópskum kvikmyndahúsum, þar á meðal aðsókn.

EFARN Film Research Library
- EFARN Film Research Library safnar saman rannsóknum sem gefnar hafa verið út yfir alla Evrópu um kvikmyndaiðnaðinn.


Um KMÍ