Lög og reglugerðir
Kvikmyndalög
Kvikmyndalög nr. 137/2001 skilgreina hlutverk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands,
Kvikmyndasafns Íslands og
Kvikmyndaráðs.
Markmið laganna er að efla kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi.
Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn kvikmyndamála en Kvikmyndaráð veitir stjórnvöldum ráðgjöf um kvikmyndamálefni.
Reglugerð um Kvikmyndasjóð
Kvikmyndasjóður starfar á vegum KMÍ og veitir styrki til kvikmyndagerðar. Veittir eru styrkir til handritsgerðar, þróunar verkefna, framleiðslu kvikmynda og kynninga á þeim.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið setur reglugerð um Kvikmyndasjóð sem kveður á um meðferð umsókna og hvernig styrkveitingum skuli háttað.
Reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt breytingum nr. 1066/2004, 118/2007, 113/2009 og 1147/2016 er að finna á vef Reglugerðarsafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).
Reglugerð um sýningarstyrki
Í 6. gr. kvikmyndalaga er Kvikmyndasjóði veitt heimild til að „veita sérstaka sýningarstyrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi í hlutfalli við heildarandvirði seldra aðgöngumiða að sýningum á viðkomandi kvikmynd.“
Reglugerð nr. 1349/2018 um styrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi tiltekur nánar hvernig standa skal að veitingu sýningarstyrkja.
Lög og reglugerð um endurgreiðslur
Lög um endurgreiðslur
Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi er að finna í lagasafni Alþingis.
Reglugerð um endurgreiðslur
Reglugerð um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.