Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2016 - alþjóðleg verðlaun

Samtals unnu íslenskar kvikmyndir til 71 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2016. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim öllum.

Leiknar kvikmyndir:

Eiðurinn (leikstjóri: Baltasar Kormákur)

Noir in Festival, Como og Mílanó, Ítalíu, 8. - 14. nóvember. Vann fyrir bestu mynd.

Fúsi (leikstjóri: Dagur Kári) – vann einnig til verðlauna árið 2015

Festival International du Film d'Amour de Mons, Mons, Belgíu, 12. – 19. febrúar. Vann þrenn verðlaun; aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári vann fyrir besta handrit og Gunnar Jónsson vann fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Lecce European Film Festival, Ítalíu, 18. – 23. apríl. Vann dómnefndarverðlaun.
The Norwegian International Film Festival Haugesund, Haugasundi, Noregi, 20. – 26. ágúst. Hlaut Amanda verðlaun fyrir bestu erlendu mynd.

Hjartasteinn (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Venice Days, Ítalíu, 31. ágúst – 10. september. Vann Queer Lion verðlaunin.
Warsaw Film Festival, Póllandi, 7. – 16. október. Vann þrenn verðlaun; Guðmundur Arnar Guðmundsson var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin vann til Kirkjuverðlauna hátíðarinnar.
Chicago International Film Festival, Bandaríkjunum, 13. – 27. október. Vann Gold Q Hugo verðlaunin.
Molodist - Kyiv International Film Festival, Úkraínu, 22. – 30. október. Vann þrenn verðlaun; áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, FIPRESCI verðlaun samtaka gagnrýnenda og Baldur Einarsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir hlutverk sitt.
Sevilla European Film Festival, Spáni, 4. – 12. nóvember. Vann Ocaña frelsisverðlaunin.
Thessaloniki International Film Festival, Grikklandi, 4. – 13. nóvember. Vann silfurverðlaun (Silver Alexander).
Nordische Filmtage Lübeck, Þýskalandi, 2. – 6. nóvember. Vann aðalverðlaun hátíðar.
CPH:PIX, Danmörku, 27. október – 6. nóvember. Vann áhorfendaverðlaun Politiken
Marrakech International Film Festival, Marokkó, 2. – 10. desember. Baldur Einarsson og Blær Hinriksson deildu með sér verðlaunum fyrir besta leikara.

Hrútar (leikstjóri: Grímur Hákonarson) – vann einnig til verðlauna árið 2015

Palm Spings International Film Festival, Bandaríkjunum, 1. – 11. janúar. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leikara.
Tromsø International Film Festival, Noregi, 18. – 24. janúar. Vann áhorfendaverðlaun.
Harpa Nordic Film Composer Awards, Berlín, Þýskalandi, 16. febrúar. Hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlist.
Fajr International Film Festival, Tehran, Íran, 22. – 29. apríl. Vann tvenn verðlaun; fyrir bestu mynd og Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson deildu með sér verðlaunum fyrir besta leikara.
Prishtina International Film Festival, Kósóvó, 21. – 28. apríl. Valin besta evrópska myndin.
Gimli Film Festival, Kanada, 20. – 24. júlí. Valin besta myndin.

A Reykjavík Porno (leikstjóri: Graeme Maley)

Nordic International Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 28. – 30. október. Vann tvenn verðlaun; Albert Halldórsson var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Sundáhrifin (leikstjóri: Sólveig Anspach)

Cannes Film Festival, Frakklandi, 11. – 22. maí. Vann SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi mynd.

Þrestir (leikstjóri: Rúnar Rúnarsson) - vann einnig til verðlauna árið 2015

Göteborg Film Festival, Svíþjóð, 23. janúar – 2. febrúar. Vann þrenn verðlaun; FIPRESCI verðlaun, dreifingarverðlaun Scope100 í Ungverjalandi og dreifingarverðlaun Scope100 í Noregi.
International Debut Film Festival - Spirit of Fire, Khanty-Mansiysk, Rússlandi, 26. febrúar - 1. mars. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Mamers en Mars European Film Festival, Mamers, Frakklandi, 18. – 20. mars. Vann fyrir bestu mynd.
Febiofest – Prague International Film Festival. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Transilvania International Film Festival,Cluj-Napoca, Rúmeníu, 29. maí - 7. júní. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Pula Film Festival, Króatíu, 9. – 16. júlí. Vann fyrir besta leikstjóra í flokki króatískra minnihlutaframleiðslna.
Film Festival della Lessinia, Verona, Ítalíu, 20. – 28. ágúst. Vann aðalverðlaun hátíðar.
LUCAS – International Festival for Young Filmlovers, Frankfurt, Þýskalandi, 18. – 25. september. Besta kvikmynd í 13+ flokki.

 

Leikið sjónvarpsefni:

Ófærð

Prix Europa - The European Broadcasting Festival, Berlín, Þýskalandi, 21. október. Vann Prix Europa verðlaunin fyrir bestu evrópsku þáttaröð.

Réttur

FIPA - International Festival of Audiovisual Programs, Biarritz, Frakklandi, 19. – 24. janúar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki.

 

Stuttmyndir:

Ártún (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson) – vann einnig til verðlauna árin 2014-2015

Mediawave International Film Festival, Komárom, Ungverjalandi, 28. apríl – 2. maí. Vann fyrir bestu leiknu stuttmynd.
International Festival of Local Televisions, Slóvakíu, 18. – 22. júní. Vann Vogelsong Family Foundation verðlaunin.
Sardinia Film Festival, Ítalíu, 26. júní – 2. júlí. Vann dómnefndarverðlaun ungmenna.
Ipsos Short Film Breaks, Búkarest og Brasov, Rúmeníu, ágúst. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Taratsa International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 23. - 28. ágúst. Guðmundur Arnar Guðmundsson vann fyrir bestu leikstjórn.
Filmfest Eberswalde – Provinziale, Þýskalandi, 8. – 15. október. Vann áhorfendaverðlaun.
Alter-Native Film Festival, Transilvaníu, Rúmeníu, 2. - 6. nóvember. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Lecce Film Fest, Ítalíu, 26. - 30. desember. Sturla Brandth Grøvlen vann fyrir bestu kvikmyndatöku.

How Far She Went (leikstjóri: Ugla Hauksdóttir)

Directors Guild of America Awards, Los Angeles, Bandaríkjunum, 6. febrúar. Ugla Hauksdóttir var valin besti kvenleikstjórinn í hópi leikstjórnarnema.

Hvalfjörður (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson) – vann einnig til verðlauna árin 2013-2015

Zoom – Zblizenia International Film Festival, Jelenia Gora, Póllandi, 22. – 28. febrúar. Vann fyrir bestu leiknu mynd.
Film Lab Festival, Brescia, Ítalíu, 13. - 16. október. Vann tvenn verðlaun; Guðmundur Arnar Guðmundsson vann fyrir bestu leikstjórn og Gunnar Auðunn Jóhannsson vann fyrir bestu kvikmyndatöku.
Tegenstroom International Film Festival, Hollandi, 9. - 11. desember. Vann dómnefndarverðlaun.

Regnbogapartý (leikstjóri: Eva Sigurðardóttir) – vann einnig til verðlauna árið 2015

El Corto del Año Promofest, Madríd, Spáni, janúar. Vann fyrir bestu mynd.
Sydney World Film Festival, Ástralíu, mars. Vann fyrir bestu leiknu stuttmynd.
San Francisco Frozen Film Festival, Bandaríkjunum, 21. – 24. júlí. Vann fyrir bestu dramatísku stuttmynd.
El Novelísimo International Debut Film Festival. Vann fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd.
Ipsos Short Film Breaks, Búkarest og Brasov, Rúmeníu, ágúst. Lenti í þriðja sæti í keppni um bestu stuttmynd.
Toronto Film Week, Kanada, 13. – 17. september. Eva Sigurðardóttir hlaut verðlaun sem besti nýi kvikmyndagerðarmaðurinn.
El Dorado Film Festival, Bandaríkjunum, 15. – 18. september. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Manhattan Independent Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 8. – 9. október. Vann fyrir bestu leiknu stuttmynd.
Almería International Film Festival, Spáni, 13. – 19. nóvember. Vann tvenn verðlaun; Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir var valin besta leikkonan og Marianne Bakke vann fyrir bestu kvikmyndatöku.
Underwire Film Festival, Lundúnum, Englandi, 30. nóvember – 4. desember. Eva Sigurðardóttir vann fyrir bestu leikstjórn.

Síðasta sumar (leikstjóri: Ólöf Birna Torfadóttir)

Los Angeles Independent Film Festival Awards, Bandaríkjunum, ágúst. Vann fyrir bestu erlendu stuttu gamanmynd/gamandrama.

Sjö bátar (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Minimalen Short Film Festival, Þrándheimi, Noregi, 27. – 31. janúar. Vann fyrir bestu norrænu listrænu mynd.

Zelos (leikstjóri: Þóranna Sigurðardóttir) – vann einnig til verðlauna árið 2015

Atlanta Film Festival, Bandaríkjunum, 31. mars – 10. apríl. Þóranna Sigurðardóttir vann verðlaun dómnefndar hátíðarinnar á kvikmyndagerðarmanni sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. 

 

Heimildamyndir:

Andlit norðursins (leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson)

Mirgorod Film Festival, Poltava, Úkraínu, 26. – 29. maí. Vann aðalverðlaun hátíðar.

Garn (leikstjóri: Una Lorenzen)

Nordisk Panorama, Malmö, Svíþjóð, 16. – 21. september. Vann áhorfendaverðlaun hátíðar.

La Chana (leikstjóri: Lucija Stojevic)

IDFA, Amsterdam, Hollandi, 16. – 27. nóvember. Vann áhorfendaverðlaun hátíðar.

Ransacked (leikstjóri: Pétur Einarsson)

Foyle Film Festival, Derry, Norður Írlandi, 16. – 20. nóvember. Vann fyrir bestu heimildamynd.