Kvikmyndastefna til ársins 2030

 

Vorið 2019 skipaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verkefnahóp með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs til að móta heildstæða stefnu fyrir kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi, sem gilda á til ársins 2030.

Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að 1) skapa auðuga kvikmyndamenningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu, 2) bjóða fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, 3) styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og 4) Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Tíu aðgerðir eru tilgreindar í stefnunni sem styðja við yfirlýst markmið hennar.

Sjá: Kvikmyndastefna 2020 - 2030

Samkomulag um stefnumörkun fyrir kvikmyndagerð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra gerðu um árabil samkomulag til ákveðins tíma um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð. Skoða má hvert þeirra að neðan, það nýjasta efst.

Samkomulag 2016 - 2019

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og samtök í íslenskri kvikmyndagerð stóðu að samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2016 – 2019.

Í samkomulaginu eru m.a. tilgreindar helstu áherslur, markmið og tillögur um opinber framlög til kvikmyndamálefna á tímabilinu.

Samkomulag um kvikmyndagerð 2016-2019 

Samkomulag 2012 - 2015 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og samtök í íslenskri kvikmyndagerð stóðu að samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012 – 2015.

Í samkomulaginu eru m.a. tilgreindar helstu áherslur, markmið og tillögur um opinber framlög til kvikmyndamálefna á tímabilinu. 

Samkomulag um kvikmyndagerð 2012-2015

Samkomulag 2007 - 2010 

Menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og samtök í íslenskri kvikmyndagerð gerðu með sér samkomulag um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð árin 2007 - 2010. 

Vegna efnahagshrunsins 2008 var samkomulagið skert og dregið úr fjárveitingum til þessa málaflokks árið 2010.

Samkomulag um kvikmyndagerð 2007-2010

Samkomulag 1998 - 2002

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra undirrituðu samkomulag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við samtök í íslenskri kvikmyndagerð, þ.e. Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Framleiðendafélagið og Samtök höfunda kvikmyndahandrita um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð.

Samkomulag um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð 1998-2002 

 


Um KMÍ