Umsóknir

Umsóknir um endurgreiðslu

Umsækjendum er bent á að kynna sér lög um endurgreiðslur og reglugerð áður en að sótt er um. 

Endurgreiðslur eiga ekki við um auglýsinga- og fréttatengt efni, stuttmyndir, upptökur af íþróttaviðburðum og skemmtunum, efni sem fyrst og fremst er ætlað til kynningar á tiltekinni vöru eða þjónustu, svo og framleiðsla efnis sem fyrst og fremst er ætlað til sýninga í eigin dreifikerfi.

 

Umsóknarferlið fyrir endurgreiðslur er tvíþætt og fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt:

 

1. Sótt er um vilyrði um endurgreiðslu til Kvikmyndamiðstöðvar         Íslands áður en framleiðsla hefst. 

Skila þarf inn fullbúinni umsókn ásamt verkefnamati í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum Island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um vilyrði til endurgreiðslu.

Ef umsókn fullnægir settum skilyrðum og uppfyllir markmið laganna er gefið út vilyrði um endurgreiðslu. 

Verkefnamat - Eyðublað
Skýringar á stigagjöf verkefnamats

2. Sótt er um útborgun endurgreiðslu á grundvelli vilyrðis framleiðslu verkefnis er lokið og fjárhagsuppgjör liggur fyrir.

Skila þarf inn umsókn í rafrænni umsóknargátt. Innskráning fer fram í gegnum Island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um útborgun endurgreiðslu.

Mikilvægt er að gæta þess að umsókn innihaldi allar umbeðnar upplýsingar svo unnt sé að taka umsókn til umfjöllunar.

Helstu kröfur um umsóknir um útborgun endurgreiðslu eru tilteknar í 5. gr. laga 43/1999 og nánar útfærðar í 4. og 6. grein reglugerðar nr. 450/2017.

Vakin er sérstök athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Framleiðslu telst lokið þegar allir vinnsluþættir sem sótt er um endurgreiðslu fyrir eru fullunnir, staðin hafa verið skil á niðurstöðu þeirra og kostnaður vegna þeirra skráður í fjárhagsbókhald umsækjanda og hefur verið gerður upp. Lok framleiðslu geta í síðasta lagi verið frumsýning hins styrkta efnis, sem í tilviki þáttaraðar er frumsýning síðasta þáttar í þáttaröð.
  • Umsókn um útborgun endurgreiðslu verður að berast innan sex mánaða frá lokum framleiðslu, annars verður henni hafnað.
  • Nemi endurgreiðsla hærri fjárhæð en þremur milljónum króna skal kostnaðaruppgjör staðfest af endurskoðanda, auk stjórn umsækjanda og framkvæmdastjóra.
  • Mælst er til að þessu formi verði skilað með umsóknargögnum þar sem grein er gerð fyrir hvað felst í aðgerðum endurskoðanda til staðfestingar kostnaðaruppgjörs. 

Nánari skýring á kröfum til umsókna og lýsing á þeim fylgigögnum sem þarf að skila má finna á umsóknarvef. Mikilvægt er að gæta þess að umsókn innihaldi allar umbeðnar upplýsingar svo unnt sé að taka umsókn til umfjöllunar.

Nefnd um endurgreiðslu kemur saman að jafnaði tvisvar í mánuði og fjallar um umsóknir. Umsækjandi þarf að skila umsókn ásamt fylgigögnum í seinasta lagi viku fyrir næsta fyrirhugaða fund svo unnt sé að taka umsókn til umfjöllunar.

Fyrirspurnir má senda með tölvupósti í netfangið endurgreidslur@kvikmyndamidstod.is

Athygli er vakin á að sú staða getur komið upp að þegar umsækjandi sækir um útborgun séu fjárheimildir ársins þegar fullnýttar. Þá er nefndinni heimilt að fresta greiðslu yfir á næsta fjárlagaár.