Aðsókn að kvikmyndahúsum

FRÍSK rekur ASK (Aðsóknargrunn kvikmyndahúsanna), sem er eini viðurkenndi gagnagrunnurinn sem heldur utan um aðsóknartölur og tekjur kvikmyndahúsa á Íslandi og inniheldur sá grunnur upplýsingar frá árinu 1995 þegar fyrst var farið að halda formlega utan um aðsókn að kvikmyndahúsum.

FRÍSK gefur vikulega út yfirlit á tekjum og aðsókn í kvikmyndahúsum. Hér er hægt að nálgast þær. 

 

Aðsóknartölur íslenskra kvikmynda 

Hér má finna lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi.

Aðsóknartölur fyrir árið 2022

Samtals voru 19 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2022, miðað við 20 árið 2021.

11 nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (10 myndir 2021). Frumsýndar heimildamyndir voru níu talsins, miðað við 10 árið 2021. Tvær eldri bíómyndir voru endursýndar á árinu og tvær bíómyndir voru áfram í sýningum frá 2021.

Heildaraðsókn dregst saman milli ára. Heildaraðsókn á íslensk verk í bíó nam 77.662 gestum miðað við 85.406 gesti 2021. Þetta er um 9% samdráttur milli ára. Tæpur þriðjungur heildaraðsóknar var á eina mynd, Allra síðustu veiðiferðina.

Heildartekjur námu um 127,6 milljónum króna miðað við 145 milljónir króna árið 2021.

Allra síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Velkominn Árni.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 9%.

Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2022 er 11,361 gestur.

Hér má sjá lista, sem vefmiðillinn Klapptré hefur tekið saman, yfir innlenda aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda 2022.

HEITIDREIFINGTEKJUR AÐSÓKN
Allra síðasta veiðiferðinMyndform45.126.861 kr.24.258
AbbababbSena18.759.331 kr.12.128
Svar við bréfi HelguSena17.339.588 kr.9.942
BerdreymiSena15.593.480 kr.9.694
Svartur á leik (endursýningar)Sena6.772.372 kr.4.419
Sumarljós og svo kemur nóttinSena7.216.428 kr.4.182
SkjálftiSena6.270.448 kr.4.047
Sérsýningar: íslenskar heimildamyndir**Bíó Paradís2.837.794 kr.2.568
ÞrotMyndform1.371.200 kr.1.330
JólamóðirSamfilm1.355.069 kr.1.231
Velkominn Árni**Bíó Paradís1.180.660 kr.832
HarmurSamfilm833.556 kr.642
Regína (endursýningar)Samfilm788.755 kr.551
Band**Sena609.419 kr.516
Sundlaugasögur**Bíó Paradís500.670 kr.453
It HatchedMyndform547.605 kr.452
UglurBíó Paradís245.238 kr.259
Leynilögga***Samfilm229.041 kr.134
Wolka***Bíó Paradís36.856 kr.24
ALLS127.614.371 kr.77.662

HEIMILD: FRÍSK | *Enn í sýningum, tölur eingöngu 2022 | **Heimildamyndir | ***Frumsýnd 2021, tölur eingöngu 2022.

Aðsóknartölur fyrir árið 2021

Samtals voru 20 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2021, miðað við 8 árið 2020.

10 nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (fjórar myndir 2020). Frumsýndar heimildamyndir voru einnig tíu talsins, miðað við 4 árið 2020.

Heildaraðsókn eykst milli ára, en hafa verður í huga að miklu fleiri verk voru sýnd 2021. Heildaraðsókn á íslensk verk í bíó nam 85.406 gestum miðað við 69.586 gesti 2020. Þetta er um 15% aukning milli ára. Um helmingur heildaraðsóknar er á eina mynd, Leynilögguna.

Heildarinnkoma nam um 145 milljónum króna miðað við 115 milljónir króna árið 2020.

Leynilögga er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Hálfur álfur.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 11%.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2021. Klapptré tók saman. 

HEITI DREIFING  TEKJUR AÐSÓKN
Leynilögga (Cop Secret) * Samfilm 76.375.016 kr. 41.534
Saumaklúbburinn Myndform 32.586.899 kr. 19.036
Dýrið Sena 10.675.730 kr. 6.636
Hvernig á að vera klassa drusla Sena 10.589.243 kr. 6.191
Birta Sena 6.284.465 kr. 5.164
Wolka Bíó Paradís 2.907.588 kr. 2.009
Alma Sena 1.192.853 kr. 802
Hálfur álfur ** Bíó Paradís 1.117.188 kr. 758
A Song Called Hate ** Annað 766.691 kr. 601
Góði hirðirinn ** Bíó Paradís 651.516 kr. 447
Last and First Men Bíó Paradís 544.000 kr. 379
Er ást ** Bíó Paradís 526.872 kr. 374
Korter yfir sjö ** Bíó Paradís 29.4100 kr. 300
Shadowtown (Skuggahverfið) Sena 347.999 kr. 279
Þorpið í bakgarðinum Sena 125.015 kr. 208
Milli fjalls og fjöru ** Bíó Paradís 162.244 kr. 202
Aftur heim? ** Bíó Paradís 271.686 kr. 195
Hvunndagshetjur ** Bíó Paradís 23.2157 kr. 179
Apausalypse ** Bíó Paradís 86.196 kr. 86
Ekki einleikið ** Bíó Paradís 41.828 kr. 26
Samtals   144.962.761 kr. 85.406

*Enn í sýningum, tölur eingöngu 2021 | **Heimildamyndir

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2020

Tekið skal sérstaklega fram að vegna faraldursins og takmarkana á sýningahaldi ákvað FRÍSK að gefa ekki út árlegt yfirlit yfir almenna aðsókn í kvikmyndahús líkt og venjulega. Þó hefur verið gefið út að samdráttur í aðsókn nam um 60% miðað við árið á undan.

Tölur hér að neðan fyrir árið 2020 voru fyrst birtar á Klapptré þann 21. janúar 2021 og birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra.

Samtals voru 8 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2020, miðað við 16 árið 2019.

Þetta er mun minna en tíðkast hefur lengi og má skýra með heimsfaraldrinum sem dró verulega úr möguleikum á samkomuhaldi á árinu.

Fjórar nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (tíu myndir 2019), en ein bíómynd frá fyrra ári var einnig í sýningum. Auk þess voru nokkrar eldri bíómyndir endurútgefnar. Frumsýndar heimildamyndir voru 4 talsins, miðað við 6 árið 2019.

Þrátt fyrir fækkun mynda er aðsókn á íslenskar myndir 2020 mun meiri en 2019. Hún nam 69.586 gestum miðað við 53.835 gesti 2019. Þetta er um 15% aukning milli ára. Lunginn af aðsókninni er á tvær myndir, Síðustu veiðiferðina og Ömmu Hófí.

Aukningin í aðsókn varð þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveiru, tímabundna lokun kvikmyndahúsa og dræma aðsókn restina af árinu. Taka verður fram að 2019 var óvenju slappt ár í aðsókn á íslenskar myndir.

Heildarinnkoma nam um 115 milljónum króna miðað við 76 milljónir króna árið 2019.

Síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Þriðji póllinn.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er 17%, sem er mun hærra en nokkru sinni áður. Þetta skýrist meðal annars af mjög takmörkuðu framboði á bandarískum kvikmyndum á árinu.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2020. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn.

HEITI DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
Síðasta veiðiferðin Myndform 61.777.808 35.306
Amma Hófí Myndform 35.880.675 22.428
Gullregn Sena 13.142.134 8.509
Þriðji póllinn** Sena 931.355 803
Skoppa og Skrítla (2008) - (2020 endurútgáfa) Samfilm 555.579 668
Mentor Sena 765.585 622
Stella í orlofi endurútgáfa (2020) Sena 722.180 612
Agnes (endurútgáfa 2020) Samfilm 469.977 259
Á skjön - verk og dagar Magnúsar Pálssonar**/* Bíó Paradís 171.450 106
Á móti straumnum** Bíó Paradís 130.980 82
Víti i Vestmannaeyjum (2018) (endurútgáfa 2020) Samfilm 86.228 72
Húsmæðraskólinn** Bíó Paradís 80.698 56
Ég er einfaldur maður, ég heit Gleb** Bíó Paradís 67.200 45
Bergmál* Sena 32.451 18
    114.814.300 69.586
HEIMILD: FRÍSK og BÍÓ PARADÍS | *Frumsýnd 2019, tölur 2020 | **Heimildamyndir

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2019

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2019 skv. gagnagrunni FRÍSK:

Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum árið 2019, sem er sama tala og í fyrra. 

Tíu nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (tíu myndir 2018) og er þar meðtalin dansk/íslenska myndin Goðheimar, en tvær bíómyndir frá fyrra ári voru einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 6 talsins sem er jafn mikið og fyrir árið 2018.

Aðsókn á íslenskar myndir árið 2019 nam 53.835 gestum í samanburði við 164.031 gesti árið 2018. Þetta er um 68% samdráttur milli ára, en heildaraðsóknin 2018 var sú mesta síðan árið 2000. Heildarinnkoma nam um 76 milljónum króna miðað við 240 milljónir króna árið 2018.

Agnes Joy var mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins var Að sjá hið ósýnilega.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er 4,8%, sem er það lægsta síðan árið 2015.

 Titill Aðsókn  Tekjur 
Agnes Joy 12.215  19.706.353 kr.
Hvítur, hvítur dagur 11.434  16.740.614 kr.
Héraðið 10.311  15.568.942 kr.
Goðheimar 4.679  5.428.696 kr.
Þorsti 3.784  4.530.928 kr.
Að sjá hið ósýnilega 2.537  2.832.200 kr.
Vesalings elskendur 2.195  2.661.330 kr.
Bergmál 1.932  1.953.384 kr.
Eden 1.432  1.602.550 kr.
Tryggð 1.610  1.523.635 kr.
Lof mér að falla (frumsýnd 2018)* 62  1.027.390 kr.
Síðasta haustið (The Last Autumn) 385  571.600 kr.
KAF 360  519.200 kr.
Taka 5 // Take 5 322  464.400 kr.
In Touch  191  289.200 kr 
Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) 180  273.600 kr.
Gósenlandið (The Bountiful Land) 156  258.300 kr.
Kona fer í stríð (frumsýnd 2018)* 155  250.550 kr.
Á Skjön (Askew) - Verk og dagar Magnúsar Pálssonar 86  139.950 kr.
Samtals 54.026  76.342.822 kr.

* Aðsóknartölur fyrir árið 2018 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru þrjár sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum árið 2019.

Pabbahelgar undir leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur og Marteins Þórssonar var frumsýnd í október á RÚV

Venjulegt fólk 2 undir leikstjórn Fannars Sveinssonar var frumsýnd í október á Sjónvarp Símans Premium

Brot undir leikstjórn Þórðar Pálssonar, Þóru Hilmarsdóttur og Davíðs Óskars Ólafssonar var frumsýnd Annan í jólum á RÚV

Aðsóknartölur fyrir árið 2018

 

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2018 skv. gagnagrunni FRÍSK.

Næstvinsælasta mynd ársins var Lof mér að falla, sem tæplega 53.000 gestir keyptu sig inn á, en tekjur af myndinni voru rúmar 87 milljónir króna. Lof mér að falla er aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin síðan Svartur á leik var sýnd í kvikmyndahúsunum árið 2012. Hún er jafnframt önnur tekjuhæsta íslenska mynd sögunnar (ef ekki er tekið mið af núvirði eldri kvikmynda).

Íslenskar kvikmyndir voru með 240 milljónir í tekjur á árinu 2018 með um 164.000 gesti. Hlutfall íslenskra kvikmynda var 13,3% af tekjum kvikmyndahúsanna, sem er besti árangur íslenskra kvikmynda síðan árið 2014 (sem þá var einnig 13,3%). Fjórar íslenskar kvikmyndir voru meðal tuttugu fjölsóttustu kvikmynda ársins. Víti í Vestmannaeyjum var níunda vinsælasta mynd ársins með tekjur upp á 47,7 milljónir (35.465 gesti), teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn var fimmtánda vinsælasta með tekjur upp á 29,9 milljónir (24.185 gesti) og Kona fer í stríð var í sextánda sæti með tæpar 29,4 miljónir í tekjur og 19.908 gesti.

Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildarmyndir sýndar í kvikmyndahúsum, sem er einni mynd færri en árið á undan.

 Titill  Aðsókn  Tekjur
Lof mér að falla 52.901 87.008.153 kr.
Víti i Vestmannaeyjum  35.465 47.712.654 kr.
Lói - Þú flýgur aldrei einn 24.185 29.908.088 kr.
Kona fer í stríð 19.908 29.379.872 kr.
Fullir vasar 8.117 11.959.128 kr.
Andið eðlilega 6.855 10.865.001 kr.
Vargur 6.372 9.373.536 kr.
Svanurinn 4.635 5.803.672 kr.
Undir halastjörnu 3.588 5.032.842 kr.
Undir trénu (frumsýnd 2017)* 489 780.050 kr.
Litla Moskva 491 666.800 kr.
Bráðum verður bylting! 358 481.600 kr.
Svona fólk (1970-1985) 188 241.600 kr.
Söngur Kanemu 193 226.000 kr.
Nýjar hendur - Innan seilingar 114 136.000 kr.
Síðasta áminningin 26 22.500 kr.
Samtals 163.885  239.597.496 kr. 

* Aðsóknartölur fyrir árið 2017 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum árið 2018.

Flateyjargátan undir leikstjórn Björns B. Björnssonar var frumsýnd í nóvember á RÚV

Ófærð 2 undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Barkar Sigþórssonar, Óskars Þórs Axelssonar og Uglu Hauksdóttur var frumsýnd Annan í jólum á RÚV

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2017

 

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2017 skv. gagnagrunni FRÍSK.

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir). 

Á síðustu fjórum árum hafa íslenskar kvikmyndir trónað þrisvar á toppnum yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins, sem telst einkar jákvætt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Að þessu sinni voru þrjár íslenskar myndir á lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins en kvikmyndin Hjartasteinn situr í 11. sæti með tæpar 34,5 milljónir kr. í tekjur en yfir 22.000 manns sáu kvikmyndina í bíóhúsum. Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum var 11,22% árið 2017 en var 6,6% á árinu 2016 svo þeirra íslensku var umtalsvert fyrirferðarmeira í kvikmyndahúsum en árið á undan. Samtals voru 17 íslenskar kvikmyndir/heimildarmyndir sýndar í kvikmyndahúsum á árinu en voru 15 árið á undan. Vinsælasta íslenska heimildarmyndin á árinu var kvikmyndin um Reyni sterka sem rúmlega 2.200 manns sáu í kvikmyndahúsi og halaði hún inn rúmar 3,3 milljónir kr.

Titill Aðsókn Tekjur
Ég man þig 47.368 76.591.704 kr.
Undir trénu 42.427 67.736.250 kr.
Hjartasteinn 22.684 34.440.662 kr.
Reynir sterki 2.286 3.355.650 kr.
Rökkur 1.721 1.926.230 kr.
Sumarbörn 1.579 1.662.499 kr.
Out Of Thin Air  640 861.450 kr.
Spólað yfir hafið  560 586.800 kr.
Eiðurinn (frumsýnd 2016)* 706 529.155 kr.
Snjór og Salóme 972 503.990 kr.
Varnarliðið 387 244.350 kr.
Blindrahundur 176 218.700 kr.
690 Vopnafjörður 334 213.300 kr.
Island songs 169 212.000 kr.
Skjól og skart 214 162.900 kr.
15 ár á Íslandi  254 73.800 kr.
A Reykjavik Porno 43 53.100 kr.
Grimmd (frumsýnd 2016)* 31 35.312 kr.
Goðsögnin FC Karaoke 22 31.050 kr.
Innsæi - The Sea Within (frumsýnd 2016)* 7 11.250 kr.
Rúnturinn I (frumsýnd 2016)* 11 10.800 kr.
Samtals 122.591  189.460.952 kr.

* Aðsóknartölur fyrir árið 2016 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru fjórar sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum árið 2017.

Fangar undir leikstjórn Ragnars Bragasonar var frumsýnd 1. janúar á RÚV

Hulli 2 eftir Hugleik Dagsson var frumsýnd í febrúar á RÚV

Líf eftir dauðann undir leikstjórn Veru Sölvadóttur var frumsýnd í apríl á RÚV

Stella Blómkvist eftir Óskar Þór Axelsson var frumsýnd í nóvember á Sjónvarpi Símans Premium

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2016

 

Á árinu 2016 var Eiðurinn eftir Baltasar Kormák vinsælasta kvikmynd ársins með 46.786 manns í aðsókn og var jafnframt eina íslenska kvikmyndin sem komst á topp 20 listann yfir vinsælustu myndir ársins.

Þetta er annað árið í röð sem kvikmynd undir leikstjórn Baltasar Kormáks er vinsælasta mynd ársins, þar sem bandaríska stórmyndin Everest var aðsóknarhæst árið 2015.

Þær 19 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 6,4 prósent af heildaraðsókn, þar sem rúmlega 91.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir. Íslenskar myndir voru með 6,6 prósent af markaðnum í tekjum talið, samtals um 111,5 milljónir króna á árinu 2016.

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir jókst um 32% frá árinu 2015, þegar tæplega 62.000 gestir sáu íslenskar kvikmyndir.

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2016 skv. gagnagrunni FRÍSK:

 

Titill Aðsókn Tekjur
Eiðurinn 46.786 63.713.364 kr.
Grimmd 19.587 17.464.072 kr.
Fyrir framan annað fólk 10.891 14.624.347 kr.
Jökullinn logar 3.619 4.222.820 kr.
Innsæi - The Sea Within 2.089 3.235.200 kr.
Reykjavík 2.569 2.107.894 kr.
Njósnir, lygar og fjölskyldubönd 1.151 1.412.400 kr.
Hrútar (frumsýnd 2015)* 921 1.129.967 kr.
Ransacked 610 900.450 kr.
Baskavígin 800 847.350 kr.
Garn 454 609.300 kr.
Fúsi (frumsýnd 2015)* 347 450.680 kr.
Úti að aka - Á reykspúandi Kadilakk yfir eríku 221 293.600 kr.
Svarta gengið 344 216.450 kr.
Þrestir (frumsýnd 2015)* 111 107.600 kr.
Keep Frozen 341 106.000 kr.
Aumingja Ísland 239 40.050 kr.
Rúnturinn I 139 36.850 kr.
Austur (frumsýnd 2015)* 2 3.200 kr.
SAMTALS: 91.221 111.521.594 kr.

* Aðsóknartölur fyrir árið 2015 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum og fjöldi stuttmynda voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2016.

Leikið sjónvarpsefni:

Borgarstjórinn undir leikstjórn Rannveigar Göggu Jónsdóttur, Maríu Reyndal og Jóns Gnarr var frumsýnt í október á Stöð 2.

Ligeglad undir leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar var frumsýnt í mars á RÚV.

Ófærð undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar var frumsýnt undir loks árs 2015 og hélt áfram í sýningum í byrjun árs 2016.

Stuttmyndir:

Bestu vinkonur að eilí· fu amen eftir Katrínu Björgvinsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Búi eftir Ingu Lísu Middleton var frumsýnd á RÚV í desember.

Grýla eftir Tómas Heiðar Jóhannesson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Helga eftir Tinnu Hrafnsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

I Can't Be Seen Like This eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Litla stund hjá Hansa eftir Eyþór Jóvinsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

LjósÖld eftir Guðmund Garðarsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2015

 

Á árinu 2015 var Hrútar eina íslenska kvikmyndin sem komst á topp 20 listann yfir vinsælustu myndir ársins. Everest, íslensk minnihlutaframleiðsla undir leikstjórn Baltasars Kormáks, var vinsælasta kvikmynd ársins.

Hrútar var 18. vinsælasta mynd ársins með rúmlega 21.500 manns í aðsókn þegar þetta er ritað, en myndin er enn í sýningu. Everest, sem innihélt stærðarinnar íslenskan mannafla er vann að tæknibrellum myndarinnar, var með rúmlega 67.400 gesti á árinu og kom sér á topp 20 lista yfir vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga.

Þær 17 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 4,5 prósent af heildaraðsókn, þar sem tæplega 62.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir. Íslenskar myndir voru með 4,8 prósent af markaðnum í tekjum talið, samtals tæpar 74 milljónir króna á árinu 2015.

Sýningum á íslenskum kvikmyndum (þ.m.t. heimildamyndum) fjölgaði í kvikmyndahúsum árið 2015 þar sem þær voru 17 talsins miðað við 9 kvikmyndir árið á undan. Þessa fjölgun má m.a. rekja til þess að nú eru upplýsingar um sýningar í Bíó Paradís með í fyrsta sinn. Þrátt fyrir þetta dróst aðsókn að íslenskum kvikmyndum umtalsvert saman, eða um 58 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar rúmlega 148.000 gestir sáu íslenskar kvikmyndir. Árið 2014 var reyndar einkar gott ár en þá var m.a. Vonarstræti vinsælasta kvikmynd ársins.

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2015 skv. gagnagrunni FRÍSK:

Titill Aðsókn Tekjur
Hrútar 21.546 29.201.840 kr.
Fúsi 13.083 17.441.514 kr.
Bakk 7.515 9.329.860 kr.
Albatross 4.470 2.952.260 kr.
Þrestir 3.913 3.890.310 kr.
Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum 3.058 3.797.400 kr.
Webcam 2.717 2.758.650 kr.
Austur 1.319 781.930 kr.
Óli prik 1.175 931.440 kr.
Hvað er svona merkilegt við það? 546 494.300 kr.
Jóhanna: Síðasta orrustan 521 396.500 kr.
Sjóndeildarhringur 498 298.800 kr.
Blóðberg 491 670.100 kr.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum              
(frumsýnd 2014)
366 414.614 kr.
Veðrabrigði 310 128.800 kr.
Trend Beacons 196 236.400 kr.
Ég vil vera skrítin 123 99.600 kr.
SAMTALS: 61.847 73.824.318 kr.


Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum og fjöldi stuttmynda voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2015.

Leikið sjónvarpsefni:

Ófærð undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar var frumsýnt í desember á RÚV.

Réttur undir leikstjórn Baldvins Z var frumsýnt í október á Stöð 2.

Stuttmyndir:

Brothers eftir Þórð Pálsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Humarsúpa innifalin undir leikstjórn Styrmis Sigurðssonar var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Zelos eftir Þórönnu Sigurðardóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2014

 

Íslenskar kvikmyndir gerðu það gott árið 2014 og var aðsóknarmesta mynd ársins íslensk, en það var Vonarstræti með tæpa 48000 gesti. Ein önnur íslensk kvikmynd raðaði sér á topp 20 listann yfir aðsóknarmestu myndir ársins og var þar í 8. sæti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum með rúmlega 32.600 manns í aðsókn.

Þær níu íslensku kvikmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 13,3 prósent af markaðinum í tekjum talið, samtals tæpar 197 milljónir króna á árinu 2014. Hvað aðsókn varðar voru íslenskar myndir með 11 prósent af heildaraðsókn en rúmlega 148.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir.

Tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda árið 2014 skv. gagnagrunni FRÍSK:

Titill Aðsókn Tekjur
Vonarstræti 47982 69.677.709 kr.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum             32623 37.064.927 kr.
Afinn 14904 22.185.100 kr.
Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst 12233 15.865.538 kr.
Lífsleikni Gillz 12165 14.146.055 kr.
París Norðursins   11479 15.392.060 kr.
Borgríki 2 Blóð hraustra manna   11024 15.532.350 kr.
Grafir og bein   3617 4.481.680 kr.
Hross í oss*   2119 2.607.440 kr.
SAMTALS: 148.146 196.952.859 kr.

Frumsýnd í lok ágúst 2013, aðsóknartölur fyrir árið 2013 eru ekki í töflunni.

Tekið skal fram að aðsókn og tekjur kvikmynda sem dreift er af Bíó Paradís eru ekki með í ofangreindum tölum. Kvikmyndir sem dreift er af Bíó Paradís eru hins vegar með í gagnagrunni FRÍSK frá og með 1. janúar 2015.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd voru fjöldi heimildamynda og stuttmynda frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2014.

Heimildamyndir:

Æ ofaní æ eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson var frumsýnd í Bíó Paradís í apríl.

Holding Hands for 74 Years eftir Þóru Ásgeirsdóttur var frumsýnd á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Vive la France eftir Helga Felixson og Titti Johnson var frumsýnd á RIFF í Háskólabíóí í september og var svo tekin til almennra sýninga í Bíó Paradís í október.

Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg var frumsýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Jöklarinn eftir Kára G. Schram var frumsýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Vikingo eftir Þorfinn Guðnason var frumsýnd í Sambíóunum í nóvember.

Leikið sjónvarpsefni:

Hraunið undir leikstjórn Reynis Lyngdals var frumsýnt í september á RÚV.

Stuttmyndir:

Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur var frumsýnd á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Málarinn eftir Hlyn Pálmason var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Sker eftir Eyþór Jóvinsson var frumsýnd á á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Sub Rosa eftir Þóru Hilmarsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Einnig var leikna sjónvarpsefnið Hraunið, undir leikstjórn Reynis Lyngdals, frumsýnt í september á RÚV.

Aðsóknartölur fyrir árið 2013

 

Íslenskum kvikmyndum vegnaði í heildina ekki sérlega vel í miðasölunni 2013. Alls seldust 43.237 miðar fyrir kr. 56.045.752 á árinu, sem er 2,3% markaðshlutdeild. Það er verulegt fall í markaðshlutdeild frá undanförnum árum eins og sjá má hér, fallið frá síðasta ári nemur um 2/3 (131.345 miðar seldir 2012, markaðshlutdeild 2012: 13,3%). 

Tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda árið 2013 skv. gagnagrunni SMÁÍS (nú FRÍSK) og tölur frá Bíó Paradís (heimildamyndir):

 

Titill   Aðsókn      Tekjur
Hross í oss 13.333 19.871.260
Ófeigur gengur aftur                                               10.523 14.484.350
Málmhaus 5.627 6.817.030
XL 2.810 3.480.500
Latibær bíóupplifun 3.993 3.261.362
Falskur fugl 2.427 2.864.450
Þetta reddast 1.756 2.314.000
Hvellur* 1.491 1.572.810
Djúpið** 582 723.350
In Memoriam?* 312 280.640
Búðin* 112 135.100
Aska* 87 120.800
Dauðans alvara* 145 87.500
St Sig: Strigi og flauel*          39 32.600
SAMTALS: 43.237 56.045.752

SKÝRINGAR: *Heimildamynd | **Enn í sýningum í árslok | ***Endursýning frá fyrra ári (íslenskt kvikmyndasumar í Bíó Paradís). HEIMILD: SMÁÍS, Bíó Paradís. 

  

Aðsóknartölur í heild sinni eftir árum

 

Topp 40 árið 2018

 

 Titill Dreifing  Tekjur  Aðsókn 
Mamma Mia! Here We Go Again Myndform 96.265.552 kr. 79.861
Lof mér að falla Sena 87.008.153 kr. 52.901
Avengers - Infinity War Samfilm 74.566.452 kr. 57.018
The Incredibles 2 Samfilm 67.184.638 kr. 57.916
A Star Is Born (2018) Samfilm 56.886.735 kr. 45.097
Bohemian Rhapsody Sena 55.524.759 kr. 42.167
Black Panther Samfilm 52.332.130 kr. 39.739
Deadpool 2 Sena 48.157.369 kr. 37.797
Víti i Vestmannaeyjum  Samfilm 47.712.654 kr. 35.465
Mission Impossible Fallout Samfilm 40.943.483 kr. 32.175
The Grinch Myndform 40.868.339 kr. 40.019
Fantastic Beasts : The Crimes of Grindelwald Samfilm 40.768.989 kr. 31.430
Jurassic World: Fallen Kingdom Myndform 36.058.203 kr. 29.202
Johnny English Strikes Again Myndform 34.845.829 kr. 28.611
Lói - Þú flýgur aldrei einn Sena 29.908.088 kr. 24.185
Kona fer í stríð Sena 29.379.872 kr. 19.908
Venom Sena 29.238.723 kr. 22.124
Jumanji (2017) Sena 26.990.055 kr. 20.790
Hotel Transylvania 3 Sena 26.122.724 kr. 25.539
Ant-Man and the Wasp Samfilm 25.695.845 kr. 20.298
Solo - A Star Wars Story Samfilm 25.407.494 kr. 20.007
Aquaman Samfilm 22.796.248 kr. 16.700
Smallfoot Samfilm 21.301.244 kr. 19.772
Paddington 2 Myndform 20.949.974 kr. 21.045
The Nun Samfilm 20.861.630 kr. 15.652
Ralph Breaks the Internet Samfilm 20.473.621 kr. 19.808
Ready Player One Samfilm 19.870.758 kr. 15.455
The Meg Samfilm 19.212.693 kr. 15.611
Peter Rabbit Sena 16.802.937 kr. 17.515
Tomb Raider (2018) Samfilm 16.289.578 kr. 12.998
A Quiet Place Samfilm 15.988.420 kr. 12.569
Adrift Myndform 14.776.944 kr. 12.324
Star Wars: The Last Jedi Samfilm 14.740.926 kr. 11.588
Ocean's 8 Samfilm 14.739.079 kr. 12.054
Book Club Sena 14.737.217 kr. 11.982
Greatest Showman, The Sena 12.824.990 kr. 10.943
Fifty Shades Freed Myndform 12.763.633 kr. 9.754
Game Night Samfilm 12.532.128 kr. 10.366
Fullir vasar Sena 11.959.128 kr. 8.117
The Post Samfilm 11.833.119 kr. 9.713

 

Topp 40 árið 2017

Titill Dreifing Tekjur Aðsókn
Ég man þig Sena 76.591.704 kr. 47.368
Undir trénu Sena 67.736.250 kr. 42.427
Star Wars: The Last Jedi Samfilm 67.546.351 kr. 50.645
Thor: Ragnarok Samfilm 49.740.365 kr. 38.039
Guardians of the Galaxy - Vol.2 Samfilm 48.257.615 kr. 36.961
Beauty and the Beast (2017) Samfilm 47.232.358 kr. 38.552
Despicable Me 3 (Aulinn ég 3) Myndform 46.971.174 kr. 44.009
Fast and Furious 8 (The Fate of the furious) Myndform 36.608.463 kr. 29.256
Dunkirk Samfilm 35.975.196 kr. 28.074
Spider-man: Homecoming (2017) Sena 35.375.104 kr. 27.250
Hjartasteinn Sena 34.440.662 kr. 22.684
Wonder Woman Samfilm 33.737.593 kr. 25.799
Pirates of the Caribbean - Salazar´s Revenge Samfilm 32.952.662 kr. 25.495
La La Land Samfilm 32.695.466 kr. 25.913
IT (2017) Samfilm 32.642.023 kr. 24.766
Kingsman: The Golden Circle (2017) Sena 29.273.597 kr. 22.942
Logan Sena 29.088.190 kr. 22.394
Justice League Samfilm 28.629.380 kr. 21.393
The Lego Batman Movie Samfilm 28.547.463 kr. 27.443
Baywatch Samfilm 28.054.448 kr. 22.805
Boss Baby Sena 26.319.107 kr. 26.198
Kong : Skull Island Samfilm 25.195.449 kr. 19.370
Blade Runner 2049 Sena 23.562.056 kr. 17.829
Daddy's Home 2 Samfilm 23.188.568 kr. 19.201
Sing Myndform 21.620.021 kr. 21.029
Baby Driver Sena 21.117.698 kr. 16.745
Coco Samfilm 20.327.890 kr. 20.656
Rogue One: A Star Wars Story Samfilm 20.073.888 kr. 14.912
Emojimyndin Sena 19.855.694 kr. 19.091
Cars 3 Samfilm 19.603.641 kr. 18.613
The Hitman's Bodyguard Samfilm 18.149.416 kr. 14.269
Annabelle: Creation Samfilm 18.041.714 kr. 13.563
Smurfs 3 (2017) Sena 17.380.912 kr. 17.279
The Lego Ninjago Movie Samfilm 16.573.555 kr. 16.535
Fifty shades darker Myndform 15.598.608 kr. 12.357
American Made Myndform 15.518.336 kr. 12.426
John Wick Chapter 2 Myndform 14.887.261 kr. 12.325
Murder on the Orient Express (2017) Sena 13.810.111 kr. 10.695
xXx: Return of Xander Cage Samfilm 13.247.032 kr. 10.482
War for the Planet of the Apes Sena 12.784.448 kr. 9.764

 

Topp 40 árið 2016

 

Titill Dreifing Tekjur Aðsókn
Eiðurinn Sena 63.713.364 kr. 46.786
Suicide Squad Samfilm 57.004.417 kr. 41.237
Rogue One: A Star Wars Story Samfilm 56.745.667 kr. 42.017
Deadpool Sena 52.198.963 kr. 42.227
Fantastic Beasts and Where to Find Them Samfilm 45.607.465 kr. 34.288
Bridget Jones´s baby Myndform 42.065.030 kr. 34.601
Captain America: Civil War Samfilm 41.375.161 kr. 30.588
Finding Dory Samfilm 40.937.213 kr. 37.735
Zootropolis Samfilm 38.329.063 kr. 38.188
Star Wars: The Force Awakens Samfilm 34.715.682 kr. 26.102
Batman v Superman: Dawn of Justice Samfilm 34.515.076 kr. 26.115
Secret Life of Pets Myndform 34.495.706 kr. 33.310
Doctor Strange Samfilm 32.577.915 kr. 23.956
Trolls Sena 28.660.191 kr. 29.723
The Jungle Book Samfilm 27.744.244 kr. 23.092
Jason Bourne Myndform 25.257.569 kr. 20.504
Storks Samfilm 24.833.265 kr. 25.217
The Revenant Sena 24.012.305 kr. 19.044
The Legend of Tarzan Samfilm 23.158.641 kr. 17.531
Daddy's Home Samfilm 22.877.936 kr. 19.707
Vaiana Samfilm 22.788.758 kr. 21.676
X-Men Apocalypse Sena 20.865.621 kr. 15.182
The Conjuring 2 Samfilm 20.446.658 kr. 15.859
Alvin og Íkornarnir 4 Sena 20.058.299 kr. 20.863
War Dogs Samfilm 20.015.265 kr. 15.568
Kung Fu Panda 3 Sena 19.243.714 kr. 19.731
Sully Samfilm 18.854.018 kr. 15.082
Central Intelligence Myndform 18.720.411 kr. 15.590
Warcraft Myndform 18.675.664 kr. 13.561
Grimmd Sena 17.464.072 kr. 19.587
Bad Moms Myndform 17.221.206 kr. 14.300
Independence Day Resurgence Sena 15.875.292 kr. 11.405
Star Trek Beyond Samfilm 15.851.984 kr. 11.642
Arrival Sena 15.410.659 kr. 12.185
Fyrir framan annað fólk Sena 14.624.347 kr. 10.891
Angry Birds The Movie Sena 14.435.060 kr. 14.594
Hateful Eight, The Sena 14.417.876 kr. 11.661
The Accountant Samfilm 14.340.845 kr. 11.328
Now You See Me 2 Samfilm 14.052.332 kr. 11.161
The Girl on the Train Samfilm 14.035.998 kr. 11.576

 

 

Topp 40 árið 2015

Titill Dreifing Tekjur Aðsókn
Everest Myndform 89.120.246 kr. 67.436
Star Wars: The Force Awakens Samfilm 77.905.126 kr. 58.672
Spectre Myndform 63.513.261 kr. 52.850
Minions Myndform 52.938.218 kr. 54.206
Jurassic World Myndform 49.348.627 kr. 39.604
Avengers: Age Of Ultron Samfilm 48.517.104 kr. 39.839
Hobbit: The Battle of the five Armies Myndform 40.658.985 kr. 31.971
Fast & Furious 7 Myndform 34.702.525 kr. 30.313
Inside Out Samfilm 34.590.537 kr. 36.549
Hunger Games Mockingjay part 2 Myndform 33.737.545 kr. 25.460
Mission Impossible: Rogue Nation Samfilm 33.685.489 kr. 28.931
Mad Max: Fury Road Samfilm 33.173.684 kr. 26.915
The SpongeBob Movie: Sponge Out of Water Samfilm 32.310.934 kr. 35.598
Hrútar Sena 29.201.840 kr. 21.546
The Martian Sena 27.468.611 kr. 19.928
Kingsman:Secret Service Sena 27.034.676 kr. 24.744
Paddington Myndform 25.472.607 kr. 28.316
Hotel Transylvania 2 Sena 24.096.448 kr. 24.293
Ömurleg Brúðkaup (Serial Bad Weddings) Sena 23.820.741 kr. 21.461
Pitch Perfect 2 Myndform 23.680.379 kr. 20.536
Ant-Man Samfilm 23.380.057 kr. 18.678
Home Sena 22.140.196 kr. 24.889
Spy Sena 21.386.024 kr. 18.738
Klovn Forever Sena 20.375.115 kr. 16.646
Vacation Samfilm 19.062.302 kr. 16.828
Ted 2 Myndform 18.045.085 kr. 16.162
Fifty shades of Gray Myndform 18.021.296 kr. 16.068
American Sniper Samfilm 17.993.369 kr. 17.051
Taken 3 Sena 17.819.733 kr. 16.133
Fúsi Sena 17.441.514 kr. 13.083
Terminator Genisys Samfilm 16.390.017 kr. 12.881
Get Hard Samfilm 16.004.724 kr. 15.071
Straight Outta Compton Myndform 15.555.967 kr. 13.373
Good Dinosaur Samfilm 15.506.713 kr. 16.478
Maze Runner 2: The Scorch Trials Sena 14.758.367 kr. 12.493
Pan Samfilm 14.303.684 kr. 13.931
Imitation Game Samfilm 12.842.362 kr. 12.182
Cinderella Samfilm 12.609.400 kr. 14.529
San Andreas Samfilm 12.308.111 kr. 10.233
Insurgent Samfilm 11.078.428 kr. 10.358

Topp 40 árið 2014

Titill Dreifing Tekjur Aðsókn
Vonarstræti Sena 69.677.709 kr. 47.982
Hobbit: The Battle of the five Armies Myndform 50.757.536 kr. 40.345
Guardians of The Galaxy Samfilm 49.336.045 kr. 40.948
Secret Life of Walter Mitty Sena 41.791.088 kr. 37.944
Hobbit: Desolation of Smaug Myndform 40.766.490 kr. 32.162
Algjör Sveppi og Gói Bjargar Málunum Samfilm 37.064.927 kr. 32.623
Interstellar Samfilm 36.804.751 kr. 32.936
Dumb and Dumber to Myndform 34.945.080 kr. 34.231
Hunger Games: Mockingjay Part 1 Myndform 33.532.515 kr. 29.919
Lego The Movie Samfilm 30.647.785 kr. 34.197
22 Jump Street Sena 29.760.500 kr. 26.136
How to Train your Dragon 2 Sena 29.622.737 kr. 31.523
The Wolf Of Wall Street Samfilm 28.661.415 kr. 25.334
Captain America: The Winter Soldier Samfilm 26.371.445 kr. 22.045
X-Men Days of Future Past Sena 23.757.405 kr. 19.461
Transformers : Age of Extinction Samfilm 22.879.727 kr. 18.621
Afinn Samfilm 22.185.100 kr. 14.904
Gone Girl Sena 21.909.226 kr. 18.727
Teenage Mutant Ninja Turtles ( 2014 ) Samfilm 21.758.402 kr. 19.749
Amazing Spider-man 2 Sena 21.083.711 kr. 17.225
Let's Be Cops Sena 20.229.353 kr. 17.849
Noah Samfilm 19.964.164 kr. 18.404
Dawn of the Planet of the Apes Sena 19.721.045 kr. 15.264
Godzilla 2014 Samfilm 19.596.505 kr. 16.449
Bad Neighbours Myndform 18.762.755 kr. 17.336
Rio 2 Sena 18.591.774 kr. 20.188
Gamlinginn (Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann ) Samfilm 18.307.800 kr. 17.042
Lucy Myndform 17.176.056 kr. 15.252
Frozen Samfilm 16.820.075 kr. 19.070
Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst Sena 15.865.538 kr. 12.233
300: Rise of an Empire Samfilm 15.568.460 kr. 12.371
Borgríki 2 Blóð hraustra manna Myndform 15.532.350 kr. 11.024
París Norðursins Sena 15.392.060 kr. 11.479
Divergent Samfilm 15.315.900 kr. 14.362
Maleficent Samfilm 14.808.375 kr. 13.310
The Maze Runner Sena 14.275.525 kr. 12.576
Edge Of Tomorrow Samfilm 14.205.145 kr. 12.421
Lífsleikni Gillz Samfilm 14.146.055 kr. 12.165
Annabelle Samfilm 13.687.820 kr. 11.868
Non-Stop Samfilm 13.650.600 kr. 12.448

Topp 40 árið 2013

Titill Dreifing Tekjur Aðsókn
Hobbit: Desolation of Smaug Myndform 50.929.803 kr. 38.712
The Hobbit: An Unexpected Journey 3D Myndform 49.444.367 kr. 39.785
Iron Man 3 Samfilm 44.839.945 kr. 37.552
Hunger Games 2 Myndform 43.220.270 kr. 38.297
Thor: The Dark World Samfilm 37.251.835 kr. 29.862
Despicable Me 2 (Aulinn ég 2) Myndform 37.030.271 kr. 39.709
Monsters University Samfilm 36.378.205 kr. 38.058
2 Guns Sena 33.016.598 kr. 29.845
Prisoners Samfilm 32.398.460 kr. 29.243
Man Of Steel Samfilm 31.641.285 kr. 25.936
We´re The Millers Samfilm 28.582.378 kr. 25.795
Frozen Samfilm 28.573.396 kr. 30.936
Django Unchained Sena 27.783.643 kr. 24.996
Fast & Furious 6 Myndform 26.654.778 kr. 24.631
World War Z Samfilm 26.029.455 kr. 21.156
Smurfs 2 Sena 25.827.990 kr. 27.430
Hangover 3 Samfilm 24.585.391 kr. 22.212
Croods Sena 24.273.096 kr. 26.590
Gravity Samfilm 22.613.795 kr. 18.033
Life of Pi Sena 22.242.364 kr. 17.939
The Impossible Samfilm 21.913.275 kr. 20.018
Star Trek: Into Darkness Samfilm 21.563.041 kr. 16.761
Oblivion Myndform 21.478.143 kr. 20.359
Hross í oss Sena 19.900.060 kr. 13.355
Heat, The Sena 18.740.273 kr. 17.692
The Conjuring Samfilm 18.003.220 kr. 15.479
Bad Grandpa Samfilm 17.403.055 kr. 15.758
Now You See Me Samfilm 16.960.600 kr. 15.725
A Good Day to Die Hard Sena 16.744.862 kr. 15.385
This is the End Sena 16.711.228 kr. 14.874
Wolverine (2013) Sena 15.457.510 kr. 11.852
The Lone Ranger Samfilm 14.850.567 kr. 13.602
Ófeigur Gengur Aftur Samfilm 14.484.350 kr. 10.523
Grown Ups 2 Sena 14.396.198 kr. 13.366
Epic Sena 13.955.924 kr. 15.704
Pacific Rim Samfilm 13.923.620 kr. 11.086
Oz the Great and Powerful Samfilm 13.241.805 kr. 12.227
Jagten (The Hunt) Sena 12.970.116 kr. 12.392
Planes Samfilm 12.334.321 kr. 14.855
Turbo Sena 11.950.432 kr. 13.361Um KMÍ