Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2015 - alþjóðleg verðlaun

Samtals unnu íslenskar kvikmyndir til 103 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2015. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim öllum.

Leiknar kvikmyndir:

Afinn (leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson)
Tiburon International Film Festival, Belvedere Tiburon, Bandaríkjunum, 9. – 17. apríl. Vann verðlaun fyrir bestu gamanmynd.

Fúsi
(leikstjóri: Dagur Kári)
Tribeca Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 11. – 26. apríl. Vann þrenn verðlaun; fyrir bestu mynd, besta handrit (Dagur Kári) og besta leikara (Gunnar Jónsson).
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, Reykjavík, Íslandi, 27. október. Vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bestu norrænu kvikmynd ársins.
CPH PIX, Kaupmannahöfn, Danmörku, 9. – 22. apríl. Vann  áhorfendaverðlaun Politiken.
Motovun Film Festival, Motovun, Króatíu, 25. – 29. júlí. Gunnar Jónsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Seminci - Valladolid International Film Festival, Valladolid, Spáni, 24. – 31. október. Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn.
Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Þýskalandi, 4. – 8. nóvember. Vann til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar, Interfilm kirkju verðlauna hátíðarinnar og Gunnar Jónsson hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Arras International Film Festival, Arras, Frakklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir bestu mynd og Gunnar Jónsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta leik.
Cairo International Film Festival, Kaíró, Egyptalandi, 13. – 19. nóvember. Dagur Kári valinn besti leikstjórinn.
Marrakech International Film Festival, Marrakech, Marokkó, 4. – 12. desember. Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn.

Hrútar
(leikstjóri: Grímur Hákonarson)
Cannes Film Festival, Cannes, Frakklandi, 13. – 24. Maí. Vann Un Certain Regard verðlaunin.
Thessaloniki International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir bestu mynd (Golden Alexander Theo Angelopoulos).
Transilvania International Film Festival, Cluj-Napoca, Rúmeníu, 27. maí – 5. júní. Vann sérstök dómnefndarverðlaun og áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
European Film Festival Palic, Palic, Serbíu, 18. – 24. júlí. Vann Gullna turninn (Golden Tower) fyrir bestu mynd.
International Cinematographers' Film Festival Manaki Brothers, Bitola, Makedóníu,18. – 27. september. Valin besta evrópska myndin.
Zürich Film Festival, Zürich, Sviss, 24. september – 4. október. Vann Gullna augað (Golden Eye) fyrir bestu mynd.
Tofifest, Torun, Póllandi, 18. – 25. október. Valin besta leikna myndin (Grand Prix Golden Angel).
Camerimage, Bydgoszcz, Póllandi, 14. – 21. nóvember. Kvikmyndatökumaðurinn Sturla Brandth Grøvlen vann Silfurfroskinn (Silver Frog).
Seminci - Valladolid International Film Festival, Valladolid, Spáni, 24. – 31. október. Vann Gullna gaddinn (Golden Spike) fyrir bestu mynd, Pilar Miró verðlaunin fyrir besta nýja leikstjóra og Ungliðaverðlaun (Youth Prize) aðalkeppninnar.
Riga International Film Festival, Ríga, Lettlandi, 15. – 25. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Saint Jean-de-Luz International Film Festival, Saint Jean-de-Luz, Frakklandi, 6. – 10. október. Grímur Hákonarson valinn besti leikstjórinn.
Hamptons International Film Festival, Hamptons, Bandaríkjunum, 8. – 12. október. Valin besta leikna myndin.
Pau Film Festival, Pau, Frakklandi, 4. – 8. nóvember. Vann Bleu Beurn áhorfendaverðlaunin.
Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Þýskalandi, 4. – 8. nóvember. Vann verðlaun frá baltneskri dómnefnd hátíðarinnar fyrir framúrskarandi norræna kvikmynd.
Denver Film Festival, Denver, Bandaríkjunum, 4. – 15. nóvember. Vann Krzysztof Kieslowski verðlaunin fyrir bestu mynd.
Minsk International Film Festival - Listapad, Minsk, Hvíta Rússlandi, 6. – 13. nóvember. Vann áhorfendaverðlaun og sérstök verðlaun borgarstjórnar Minsk.
Ljubljana International Film Festival, Ljubljana, Slóveníu, 11. – 22. nóvember. Vann fyrir bestu kvikmynd (Kingfisher Award).
Algiers International Film Festival, Alsír, desember. Vann aðalverðlaun hátíðar.

Vonarstræti
(leikstjóri: Baldvin Z) – vann einnig til verðlauna árið 2014
Mamers en Mars, Mamers, Frakklandi, 13. – 15. mars. Vann áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
Febiofest, Prag, Tékklandi, 19. – 27. mars. Valin besta myndin.

Þrestir (leikstjóri: Rúnar Rúnarsson)
San Sebastián International Film Festival, Donostia-San Sebastián, Spáni, 18. – 26. september. Vann Gullnu skelina (Golden Shell) fyrir bestu mynd.
Warsaw International Film Festival, Varsjá, Póllandi, 9. – 18. október. Valin besta myndin í 1-2 keppninni.
Chicago International Film Festival, Chicago, Bandaríkjunum, 15. – 29. október. Vann Silver Hugo verðlaunin í New Directors keppninni.
Sao Paulo International Film Festival, Sao Paulo, Brasilíu, 22. október – 4. nóvember. Valin besta myndin í flokki nýrra leikstjóra og vann fyrir besta handrit.
Thessaloniki International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir framúrskarandi listrænt framlag (Artistic Achievement Award).
Les Arcs Film Festival, Les Arcs, Frakklandi, 12. – 19. desember. Vann fern verðlaun; fyrir bestu mynd, besta leikara (Atli Óskar Fjalarsson), bestu kvikmyndatöku (Sophia Olsson) og fjölmiðlaverðlaun (Press Prize) hátíðarinnar.

Stuttmyndir:

Ártún (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson) – vann einnig til verðlauna árið 2014)
Festival Europeu de Curtmetratges, Reus, Spáni, 11. - 15. mars. Vann fyrir bestu stuttmynd.
RiverRun International Film Festival, Winston-Salem, Bandaríkjunum, 16. – 26. apríl. Hlaut heiðursviðurkenningu.
Minimalen Short Film Festival, Tromsø, Noregi, 22. – 26. apríl. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
SPOT Festival, Árósum, Danmörku, 30. apríl – 3. maí. Vann fyrir bestu leiknu mynd.
Ale Kino! - International Young Audience Film Festival, Poznan, Póllandi, 29. nóvember - 6. desember. Vann fyrir bestu stuttmynd fyrir ungt fólk.

Brothers
(leikstjóri: Þórður Pálsson)
Palm Springs International Shortfest, Palm Springs, Bandaríkjunum, 16. – 22. júní. Hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.

Hjónabandssæla
(leikstjóri: Jörundur Ragnarsson) – vann einnig til verðlauna árið 2014
Prague Short Film Festival, Prag, Tékklandi, 15. – 18. janúar. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
New York International Short Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 26. – 28. maí. Vann fyrir bestu erlendu mynd.
Tel Aviv International Student Film Festival, Tel Aviv, Ísrael, 19. – 24. júní. Vann fyrir besta handrit.

Hvalfjörður (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson) – vann einnig til verðlauna árin 2013 og 2014
El Corto del Año, Madríd Spáni, 5. – 16. janúar. Vann dreifingarverðlaun.
Kustendorf International Film and Music Festival, Belgrad, Serbíu, 21. - 26. janúar. Vann Bronseggið.
Mizzica Film Festival, Ítalíu, 11. – 16. maí. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Caserta Independent Film Festival - Cinema dal Basso, Caserta, Ítalíu, 18. – 20. maí. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Brooklyn Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 29. maí – 7. júní. Ágúst Örn B. Wigum vann verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu leikara.
Festival Internacional de Cine Rural Carlos Velo, Spáni, 26. – 27. júní. Vann fyrir bestu leiknu mynd.
Festival Joven de Cortometrajes de Huétor Vega, Spáni, 10. júlí. Vann önnur verðlaun aðalkeppninnar, Ágúst Örn B. Wigum hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta leikara og Guðmundur Arnar Guðmundsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta handrit.
Festival Internacional de Cine Independiente de Elche, Elche, Spáni, 17. - 24. júlí. Vann Evrópuverðlaunin fyrir bestu stuttmynd.
Cortosplash, Ítalíu, 23. - 25. júlí. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Mostremp Cinema Rural, Spáni, 1. – 31. ágúst. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Cebu International Film Festival, Filippseyjum, 17. – 21. ágúst. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Avvantura Film Festival Zadar, Zadar, Króatíu, 20. – 26. ágúst. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Lessinia Film Festival, Bosco Chiesanuova, Ítalíu, 22. – 30. ágúst. Vann dómnefndarverðlaun Montorio fangelsisins.
Chefchaouen International Film Festival, Chefchaouen, Marokkó, 9. - 13. september. Vann önnur verðlaun hátíðar.
North Carolina Film Award, Bandaríkjunum, 19. september. Hlaut viðurkenningu stofnanda.
Riurau Film Festival, Xàbia (Alacant), Spáni, 25. – 27. september. Gunnar Auðunn Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Trani Film Festival, Trani, Ítalíu, 28. – 30. september. Vann dómnefndarverðlaun.
Festival Internacional de Cine de Puerto Madryn, Puerto Madryn, Argentínu, 1. - 4. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Filmfest Eberswalde – Provinziale, Þýskalandi. 3. – 10. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun fyrir bestu stuttmynd.
Nonèmaitroppo Corto, Argentínu, 6. - 10. október. Ágúst Örn B. Wigum vann verðlaun fyrir besta leikara og Gunnar Auðunn Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Int. FRONTALE Film Festival, Austurríki, 14. – 17. október. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Festival de Cine de Santander, Santander, Spáni, 17. - 24. október. Vann fyrir bestu leiknu stuttmynd.
Festival Internacional de Jovenes Realizadores de Granada, Granada, Spáni, 19. - 25. október. Vann fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd.
24fps International Short Film Festival, Abilene, Bandaríkjunum, 6. - 7. nóvember. Vann aðalverðlaun dómnefndar.
Festival Internacional de Cine de Cartagena, Cartagena, Spáni, 29. nóvember - 5. desember. Guðmundur Arnar Guðmundsson vann verðlaun fyrir besta leikstjóra.

The Pride of Strathmoor (leikstjóri: Einar Baldvin)
Slamdance, Park City, Bandaríkjunum, 23. – 29. janúar. Vann dómnefndarverðlaun fyrir bestu kvikuðu stuttmynd.
Florida Film Festival, 10. – 19. apríl. Vann aðalverðlaun dómnefndar fyrir bestu kvikuðu stuttmynd.
Animasivo Festival, Zamora, Mexíkó, 19. – 22. ágúst. Vann fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd.
Fantoche International Animation Festival, Baden, Sviss, 2. – 5. september. Einar Baldvin vann New Talent verðlaun hátíðarinnar.
Nordisk Panorama, Malmö, Svíþjóð, 18. – 23. september. Vann fyrir bestu norrænu stuttmynd.

Regnbogapartý (leikstjóri: Eva Sigurðardóttir)
London Calling, Lundunúm, Englandi, 10. september. Vann aðalverðlaunin á London Calling verðlaunahátíðinni.

Sagan endalausa (leikstjóri: Elsa G. Björnsdóttir)
Clin d'oeil, Reims, Frakklandi, 2. - 5. júlí. Vann aðalverðlaun hátíðar.

Sub Rosa (leikstjóri Þóra Hilmarsdóttir)
San Diego Film Festival, San Diego, Bandaríkjunum, 30. september – 4. október.Vann fyrir bestu stuttmynd.

Zelos
(leikstjóri: Þóranna Sigurðardóttir)
Palm Springs International Shortfest, Palm Springs, Bandaríkjunum, 16. – 22. júní. Þóranna Sigurðardóttir vann Alexis verðlaunin fyrir besta upprennandi kvikmyndagerðarmann og myndin hlaut önnur verðlaun í flokki leikinna stuttmynda undir 15 mínútum.
Flickers: Rhode Island International Film Festival, Providence, Bandaríkjunum, 4. – 9. ágúst. Vann fyrstu verðlaun í flokki vísindaskáldskaps og fantasía.
Montreal World Film Festival – Student Festival, Montreal, Kanada, 29. ágúst – 2. september. Vann verðlaun fyrir bestu tilraunakenndu framleiðslu.

Þú og ég
(leikstjóri: Ása Helga Hjörleifsdóttir)
Brest European Short Film Festival, Brest, Frakklandi, 10. – 15. nóvember. Vann sérstök verðlaun héraðsstjórnar Bretagne.

Heimildamyndir:

The Show of Shows: 110 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals (leikstjóri: Benedikt Erlingsson)
Nantes British Film Festival, Nantes, Frakklandi, 9. - 13. desember. Hlaut sérstök dómnefndarverðlaun.

Svartihnjúkur (leikstjóri: Hjálmtýr Heiðdal)
International Historical and Military Film Festival, Varsjá, Póllandi, 8. – 12. september. Vann bronsverðlaun í flokki kvikmynda um hernað.

Þeir sem þora (leikstjóri: Ólafur Rögnvaldsson)
EstDocs, Toronto, Kanada, 15. – 20. október. Vann áhorfendaverðlaun hátíðar fyrir bestu mynd.
Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Þýskalandi, 4. – 8. nóvember. Hlaut heiðursviðurkenningu.