Umsóknir

Kvikmyndahátíðir og listræn kvikmyndahús

Styrkir til kvikmyndahátíða innanlands

Veittir eru styrkir til kvikmyndahátíða innanlands sem eru til þess fallnar að efla kvikmyndamenningu og auka fjölbreytni kvikmynda sem sýndar eru almenningi. Styrkveitingar eru háðar fjárveitingum og stöðu sjóðs hverju sinni. 

Sótt um styrki til að mæta kostnaði við framkvæmd kvikmyndahátíðar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Umsókn til kvikmyndahátíða fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn til kvikmyndahátíða.

Eyðublað KMÍ um kostnaðar- og fjármögnunaráætlun á excel formi má nálgast hér. 

Umsóknir eru metnar á grundvelli umsóknargagna þar sem tillit er tekið til hvort fyrirhuguð hátíð sé til þess fallin að ná fram markmiðum um að efla kvikmyndamenningu, auka útbreiðslu listrænna mynda og fjölbreytni framboðs kvikmynda fyrir alla aldurshópa og allt landið. Hafi kvikmyndahátíð verið haldin áður en jafnframt litið til þeirrar reynslu sem fengist hefur af framkvæmd hennar.

Komi til styrkveitingar á grundvelli umsóknar er gerður úthlutunarsamningur sem tiltekur nánar skyldur styrkþega, hvaða kostnaður er metinn styrkhæfur og tiltekur hvernig uppgjöri á styrk og eftirfylgni skal háttað.

Fjárhæðir styrkveitinga til kvikmyndaháíða eru háðar fjárveitingum hverju sinni sem get sett bæði fjárhæðum styrkja og fjölda styrktra verkefna skorður á hverju fjárlagaári.

Styrkir til listrænna kvikmyndahúsa

Veittir eru styrkir til starfsemi kvikmyndahúsa á innlendum markaði sem leggja áherslu á fjölbreytt framboð kvikmynda og sýningu listrænna kvikmynda í dagskrárstefnu sinni.

Sótt er um styrki til starfsemi listrænna kvikmyndahúsa hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Listrænt kvikmyndahús sem sækir um styrk þarf að bjóða upp á sýningaraðstöðu og vera í fullum rekstri, þ.e. tímabundin verkefni falla fremur undir styrkveitingar til kvikmyndahátíða. Með listrænu kvikmyndahúsi er vísað til starfsemi þar fyrir liggur dagskrárstefna sem leggur áherslu á listrænar, óháðar eða sígildar kvikmyndir, meira en 2/3 hluti þeirra kvikmynda í fullri lengd sem teknar eru til sýningar á tilteknu tímabili flokkast undir slíkar kvikmyndir og meira en 50% af tekjum af miðasölu.

Nánari lýsing á fyrirkomulagi styrkveitinga, kröfum sem gerðar eru til styrkhæfra verkefna og til umsókna má finna hér.