Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar árið 2017

Fjárlög fyrir árið 2017 hafa verið samþykkt á Alþingi.

Kvikmyndasjóður

Framlag til Kvikmyndasjóðs hækkar um 70 m.kr. frá fyrra ári í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð milli stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er sama hækkun í krónutölu og milli áranna 2015 og 2016.

Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir þróun framlags til Kvikmyndasjóðs síðustu fimm ár.

Tafla 1: Framlag til Kvikmyndasjóðs 2013-2017
      Fjárhæðir í m.kr.
  2013 2014 2015 2016 2017
Framlag til Kvikmyndasjóðs 1.020,0 624,7 774,7 844,7 914,7


Þess ber að geta að hluti fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs kemur ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar má nefna að sjóðurinn fjármagnar aðild að alþjóðlegu samstarfi og launalið kvikmyndaráðgjafa.

Tafla 2 sýnir áætlaða skiptingu fjárheimilda kvikmyndasjóðs milli sjóðshluta fyrir árin 2017 til 2019 skv. fyrrnefndu samkomulagi og sömu skiptingu fyrir árið 2016 til samanburðar.

Tafla 2: Úthlutun skipt í sjóðshluta skv. samkomulagi um kvikmyndagerð
          Fjárhæðir í m. kr.
  % 2016 2017 2018 2019
Leiknar kvikmyndir 65% 508 552 602 660
Leikið sjónvarpsefni 18% 140 153 167 183
Heimildamyndir 17% 132 145 158 173
Samtals til úthlutunar   780 850 927 1016

Tafla 2 sýnir að fjárhæð úthlutana er áætluð 850 m.kr. árið 2017. Bolmagn Kvikmyndasjóðs til að veita styrki til leikinna kvikmynda eykst því um 44 m.kr. á árinu 2017 miðað við fyrra ár, um 13 m.kr. til leikins sjónvarpsefnis og 13 m.kr. til heimildamynda.

Rétt er að benda á að framsetning fjárlagatók breytingum á árinu 2017. Framlag til Kvikmyndasjóðs er ekki lengur tilgreint og samþykkt sem sjálfstæður liður á fjárlögum sem heyrir undir KMÍ. Í nýrri framsetningu renna fjármunir til Kvikmyndasjóðs úr almennum menningarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytis (tölusettur 18.30 í samþykktum fjárlögum). Ráðstöfun fjármuna til Kvikmyndasjóðs fyrir tímabilið 2017 til 2019 er þó tiltekin í fyrrnefndri stefnumörkun um kvikmyndagerð, sem staðfest er af ráðherrum fjármála og menningarmála.

Rekstur, kynningar og hátíðir

Fjárheimildir KMÍ nema 1.046,5 m.kr. á árinu, sem skiptast á milli rekstrarliðar KMÍ og Kvikmyndasjóðs. Framlag til starfsemi KMÍ hækkar um 7,7 m.kr. og munar þar mestu um áætlaðar launa- og verðlagsbreytingar.

Í töflu 3 er að finna yfirlit yfir þróun fjárheimilda Kvikmyndamiðstöðvar síðustu fimm ár.

Tafla 3: Fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands 2013-2017
      Fjárhæðir í m.kr.
02-981 KMÍ 2013 2014 2015 2016 2017
Almennur rekstur          
1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands 137,2 131,2 121,7 132,1 139,9
Framlag til rekstrar KMÍ 127,2 120,8 113,9 124,1 131,8
           
Rekstrarheimild KMÍ samtals 1.147,2 745,5 888,6 968,8 1.046,5

Á árinu munu 131,8 m.kr. fara til starfsemi KMÍ. Kynningarstarf hefur verulegt vægi í starfseminni og þar vega þyngst styrkir til kvikmyndahátíða og aðila sem standa fyrir sýningum menningarlegra kvikmynda á Íslandi en áætlað er að um 30 m.kr. verði varið til þeirra verkefna á árinu. Á árinu fást til kynninga um 15 m.kr., til vinnusmiðna og námskeiða fyrir fagaðila fást um 4 m.kr. og til erlendra aðildargjalda og þátttöku í erlendu samstarfi um íslenska kvikmyndagerð fást um 3 m.kr.

Laun og launatengd gjöld KMÍ eru áætluð um 65 m.kr. á árinu 2017. Eftir standa um 25 m.kr. sem þurfa að mæta rekstri skrifstofu, upplýsingakerfa og öðrum rekstrarkostnaði.Um KMÍ