Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar árið 2017
Fjárlög fyrir árið 2017 hafa verið samþykkt á Alþingi.
Kvikmyndasjóður
Framlag til Kvikmyndasjóðs hækkar um 70 m.kr. frá fyrra ári í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð milli stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er sama hækkun í krónutölu og milli áranna 2015 og 2016.
Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir þróun framlags til Kvikmyndasjóðs síðustu fimm ár.
Tafla 1: Framlag til Kvikmyndasjóðs 2013-2017 | |||||||
Fjárhæðir í m.kr. | |||||||
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |||
Framlag til Kvikmyndasjóðs | 1.020,0 | 624,7 | 774,7 | 844,7 | 914,7 |
Þess ber að geta að hluti fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs kemur
ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar má nefna að sjóðurinn fjármagnar aðild að alþjóðlegu
samstarfi og launalið kvikmyndaráðgjafa.
Tafla 2 sýnir áætlaða skiptingu fjárheimilda kvikmyndasjóðs milli sjóðshluta fyrir árin 2017 til 2019 skv. fyrrnefndu samkomulagi og sömu skiptingu fyrir árið 2016 til samanburðar.
Tafla 2: Úthlutun skipt í sjóðshluta skv. samkomulagi um kvikmyndagerð | |||||
Fjárhæðir í m. kr. | |||||
% | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | |
Leiknar kvikmyndir | 65% | 508 | 552 | 602 | 660 |
Leikið sjónvarpsefni | 18% | 140 | 153 | 167 | 183 |
Heimildamyndir | 17% | 132 | 145 | 158 | 173 |
Samtals til úthlutunar | 780 | 850 | 927 | 1016 |
Tafla 2 sýnir að fjárhæð úthlutana er áætluð 850 m.kr. árið 2017. Bolmagn Kvikmyndasjóðs til að veita styrki til leikinna kvikmynda eykst því um 44 m.kr. á árinu 2017 miðað við fyrra ár, um 13 m.kr. til leikins sjónvarpsefnis og 13 m.kr. til heimildamynda.
Rétt er að benda á að framsetning fjárlagatók breytingum á árinu 2017. Framlag til Kvikmyndasjóðs er ekki lengur tilgreint og samþykkt sem sjálfstæður liður á fjárlögum sem heyrir undir KMÍ. Í nýrri framsetningu renna fjármunir til Kvikmyndasjóðs úr almennum menningarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytis (tölusettur 18.30 í samþykktum fjárlögum). Ráðstöfun fjármuna til Kvikmyndasjóðs fyrir tímabilið 2017 til 2019 er þó tiltekin í fyrrnefndri stefnumörkun um kvikmyndagerð, sem staðfest er af ráðherrum fjármála og menningarmála.
Rekstur, kynningar og hátíðir
Fjárheimildir KMÍ nema 1.046,5 m.kr. á árinu, sem skiptast á milli rekstrarliðar KMÍ og Kvikmyndasjóðs. Framlag til starfsemi KMÍ hækkar um 7,7 m.kr. og munar þar mestu um áætlaðar launa- og verðlagsbreytingar.
Í töflu 3 er að finna yfirlit yfir þróun fjárheimilda Kvikmyndamiðstöðvar síðustu fimm ár.
Tafla 3: Fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands 2013-2017 | |||||||
Fjárhæðir í m.kr. | |||||||
02-981 KMÍ | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | ||
Almennur rekstur | |||||||
1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands | 137,2 | 131,2 | 121,7 | 132,1 | 139,9 | ||
Framlag til rekstrar KMÍ | 127,2 | 120,8 | 113,9 | 124,1 | 131,8 | ||
Rekstrarheimild KMÍ samtals | 1.147,2 | 745,5 | 888,6 | 968,8 | 1.046,5 |
Á árinu munu 131,8 m.kr. fara til starfsemi KMÍ. Kynningarstarf hefur verulegt vægi í starfseminni og þar vega þyngst styrkir til kvikmyndahátíða og aðila sem standa fyrir sýningum menningarlegra kvikmynda á Íslandi en áætlað er að um 30 m.kr. verði varið til þeirra verkefna á árinu. Á árinu fást til kynninga um 15 m.kr., til vinnusmiðna og námskeiða fyrir fagaðila fást um 4 m.kr. og til erlendra aðildargjalda og þátttöku í erlendu samstarfi um íslenska kvikmyndagerð fást um 3 m.kr.
Laun og launatengd gjöld KMÍ eru áætluð um 65 m.kr. á árinu 2017. Eftir standa um 25 m.kr. sem þurfa að mæta rekstri skrifstofu, upplýsingakerfa og öðrum rekstrarkostnaði.