Íslenskar kvikmyndahátíðir
Helstu kvikmyndahátíðir haldnar á Íslandi, í stafrófsröð, ásamt frekari upplýsingum um þær.
ALÞJÓÐLEG BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Alþjóðalega barnakvikmyndahátíðin fer fram í Bíó Paradís og miðar að því að færa börnum og unglingum á Íslandi áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim en væru annars ekki sýndar hér á landi. Hátíðin var haldin fyrsta sinni árið 2013. Verndari hennar er Vigdís Finnbogadóttir.
ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK (RIFF)
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík var haldin fyrsta sinni árið 2004. Lögð er áhersla á framsæknar og fjölbreyttar kvikmyndir. Markmið RIFF er að standa fyrir nýsköpun í kvikmyndaiðnaði, samfélagslegri og menningarlegri samræðu og síðast en ekki síst frekari uppbyggingu á alþjóðlegu tengslaneti.
GAMANMYNDAHÁTÍÐ FLATEYRAR
Gamanmyndahátíð Flateyrar var stofnuð árið 2016 þar sem markmið hátíðarinnar er að halda kvikmyndahátíð sem er skemmtileg og fær fólk til að hlæja. Þar eru sýndar gamanmyndir frá öllum heimshornum auk þess sem boðið er upp á leiksýningar, uppistand, tónleika og matarveislur þar sem húmorinn ræður för.
ICEDOCS - ICELAND DOCUMENTARY FILM FESTIVAL
IceDocs var haldin í fyrsta skipti í júlí árið 2019 á Akranesi. Hátíðin býður upp á yfir 50 alþjóðlegar heimildamyndir, auk sérviðburða, vinnustofu fyrir ungmenni og sérstaka barnadagskrá.
KVIKMYNDAHÁTÍÐ FRAMHALDSSKÓLANNA
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna (KHF) er skipulögð af framhaldsskóla nemendum fyrir nemendur og var fyrst haldin árið 2015. Hátíðin hefur þann tilgang að efla sköpun ungmenna og búa til vettvang fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á kvikmyndagerð. Þar gefst þeim tækifæri til að sýna áhorfendum sín verk og skoða verk annarra.
THE NORTHERN WAVE INTERNATIONAL FILM FESTIVAL
The Northern Wave International Film Festival er árleg alþjóðleg stuttmyndahátíð sem fer fram á Grundarfirði og hóf göngu sína árið 2008. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vidjóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða. Jafnrétti og kynjahlutföll hafa verið eitt af leiðarljósum hátíðarinnar frá upphafi. Það er mikilvægt fyrir ungar konur og kvikmyndagerðarkonur að eiga fyrirmyndir og geta speglað sig í kvikmyndum. Hátíðin hefur lagt mikla áherslu á að vekja athygli á þessu með ólíkum leiðum.
RVK FEMINIST FILM FESTIVAL
Boðskapur RVK Feminist Film Festival er að jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda og því verða einungis sýndar kvikmyndir eftir kvenleikstýrur. Hátíðin á að skapa rými fyrir konur í kvikmyndabransanum til að tengjast, hvetja til umræðna og samvinnu og koma kvikmyndum eftir kvenleikstjóra meira á framfæri.
SKJALDBORG - HÁTÍÐ ÍSLENSKRA HEIMILDAMYNDA
Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði sýnir fjölbreytt úrval af nýjum íslenskum heimildamyndum, bæði stuttar myndir og myndir og í fullri lengd. Skjaldborgarhátíðin var fyrst haldin árið 2007.
STOCKFISH EUROPEAN FILM FESTIVAL IN REYKJAVÍK
Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík er er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi. Hátíðin er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni og leggur áherslu á evrópska kvikmyndagerð og starfar með það að markmiði að efla og styrkja íslenska kvikmyndamenningu.