Styrkir til kvikmyndagerðar
Íslenskum kvikmyndagerðarmönnum standa ýmsir kostir til boða þegar leitað er eftir styrkjum sem eru til þess fallnir að hjálpa til við fjármögnun kvikmynda.
Meðal sjóða sem hægt er að sækja um styrki til eru Kvikmyndasjóður, Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn, Creative Europe - MEDIA og Eurimages, auk þess sem hægt er að sækja um 25%-35% endurgreiðslur vegna framleiðslukostnaðar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Sótt er um styrki í umsóknargátt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Jafnframt má finna hlekki á fyrrnefnda samframleiðslusjóði. Athugið að umsóknarfrestir, kröfur um fylgigögn og lengd umsagnarferla eru mismunandi eftir sjóðum og því ráðlegt að kynna sér þessar upplýsingar til hlítar.