Fjárheimildir KMÍ á árinu 2021

Fjárlög ársins 2022 tiltaka að fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) muni nema 1.677 milljónum króna sem skiptast á milli Kvikmyndasjóðs og rekstrarliðar KMÍ.

Fjárhæðin er nánast óbreytt frá fyrra ári en þá hækkaði framlag til KMÍ um 486 m.kr. vegna verkefna nýrrar kvikmyndastefnu.

Framlag til rekstrarliðar KMÍ mun á árinu 2022 nema 205 milljónum króna í stað 204 milljóna árið áður, en framlag til Kvikmyndasjóðs 1.472 milljóna króna en var 1.500 milljónir árið 2021. Sjá nánar hér .

Sjá kvikmyndastefnu og ný verkefni

Sjá fjárlög fyrir árið 2022Um KMÍ