Um KMÍ
Á döfinni

7.12.2021

Fjárheimildir til KMÍ 2022

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 hefur verið lagt fram á Alþingi og samþykkt. Í fylgiriti með frumvarpinu má sjá fjárheimildir til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á árinu 2022.

Þegar litið er til fjárlaga til Kvikmyndamiðstöðvar 2022 og samþykktra fjárlaga á árinu 2021 sést að það er lítil sem engin breyting milli ára.

Taflan að neðan sýnir fjárlagatillögu skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2022 sem hefur verið samþykkt samanborið við samþykkt fjárlög áranna 2020 og 2021.

Frett

Með nýrri kvikmyndastefnu tók Kvikmyndamiðstöð við nýjum verkefnum og fjármagni á árinu 2021, sem endurspeglast í 98 m.kr. hækkun á rekstrarlið Kvikmyndamiðstöðvar og 412 m.kr. hækkun á framlagi til Kvikmyndasjóðs, miðað við fyrra ár.

Taflan sýnir að fjármunir vegna nýrrar kvikmyndastefnu halda sér að mestu. Það fjármagn rennur m.a. til eflingar styrkjakerfis í Kvikmyndasjóði, aukins framlags til kvikmyndahátíða og listrænna kvikmyndahúsa, nýrra verkefna til að efla mynd- og miðlalæsi og átaks í að beta aðgengi að íslenskum kvikmyndum.