Umsóknir

Styrkir fyrir leikið sjónvarpsefni

Handritsstyrkir

Handritsstyrki fyrir leikið sjónvarpsefni má veita til handritshöfundar, leikstjóra sem vinnur að eigin handriti, framleiðanda eða teymis áðurnefndra.

Handritsstyrk má einnig veita til kaupa á höfundarrétti verks, sem fyrirhugað er að skrifa handrit eftir, en slíkir styrkir skulu ávallt greiddir til framleiðanda.

Ef um teymi er að ræða fær höfundur 80% styrkupphæðar og framleiðandi 20%. 

Veiting handritsstyrks er ekki vilyrði fyrir frekari styrkveitingu.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt síðari breytingum og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Handritsstyrkir vegna leikins sjónvarpsefnis eru veittir í allt að þremur hlutum. Sækja þarf sérstaklega um hvern hluta. Upphæð styrkja ræðst m.a. af lengd og umfangi verkefna.


1. hluti - Allt
að 600 þús. kr.

Framlag til að skrifa u.þ.b. tíu blaðsíðna söguþráð að fyrsta þætti, að lágmarki einnar blaðsíðu söguþráð fyrir hvern þátt annan auk greinargerðar um verkið.

Umsókn um handritsstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um handritsstyrk.


2. hluti - Allt að
1,4 millj. kr.

Framlag til að skrifa handrit að fyrsta þætti og ítarlegan söguþráð, ein til þrjár blaðsíður, fyrir hvern þátt annan.

Umsókn um handritsstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um handritsstyrk.


3. hluti - Allt að 1 m.kr. 

Framlag til að skrifa fullbúið handrit að öllum þáttum þáttaraðar. Það styrkir umsóknina ef umsækjandi er framleiðslufyrirtæki.

Umsókn um handritsstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um handritsstyrk.


Þróunarstyrkir


Unnt er að sækja um þróunarstyrki vegna leikins sjónvarpsefnis. Forgang um þróunarstyrki fá þau verkefni sem þegar hafa hlotið vilyrði fyrir framleiðslustyrk.

Þróunarstyrk má veita til þróunar handrits og frekari fjármögnunar kvikmyndaverks ef álitið er að frekari þróun muni efla verkið á listrænan, fjárhagslegan eða tæknilegan hátt, eða treysta stöðu verksins að öðru leyti. 

Þróunarstyrk má aðeins veita framleiðslufyrirtækjum sem skipa reyndum lykilstarfsmönnum á sviði kvikmyndagerðar.

Veiting þróunarstyrks er ekki vilyrði fyrir frekari styrkveitingu.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt síðari breytingum og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Þróunarstyrkir vegna leikins sjónvarpsefnis eru veittir í allt að tveimur hlutum. Sækja þarf sérstaklega um hvorn hluta.


Fyrri hluti - Allt að 2.5 milljónir kr.

Framlag til að þróa verkefni frekar samkvæmt framlagðri þróunaráætlun.

Við lok þróunartímabils er ætlast til að gert hafi verið myndefni til kynningar á myndinni; í það minnsta stikla eða meira kvikmyndaefni, plakat auk ljósmynda sem hægt er að nota til að kynninga.

Umsókn um þróunarstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um þróunarstyrk.

Eyðublað KMÍ um kostnaðaráætlun á .xls fyrir leikið sjónvarpsefni.

 

Seinni hluti - Allt að 3.5 milljónir kr.

Framlag til endanlegrar þróunar á verkefni samkvæmt framlagðri þróunaráætlun.

Umsókn um þróunarstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um þróunarstyrk.

Eyðublað KMÍ um kostnaðaráætlun á .xls fyrir leikið sjónvarpsefni.


Framleiðslustyrkir


Tímabundin vilyrði og framleiðslustyrkir eru aðeins veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi. 

Afgreiðsla sjóðsins tekur að jafnaði 8 - 10 vikur. Fáist jákvætt svar við umsókn er gefið út vilyrði fyrir styrk. 

Áður en unnt er að ganga frá samningi milli framleiðanda og Kvikmyndasjóðs þarf fjármögnun að vera að lokið ásamt öðrum ákvæðum reglugerðar. Ganga verður frá samningi áður en tökur á kvikmyndinni hefjast.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt síðari breytingum og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Framleiðslustyrkir skiptast í eftirtalda flokka:

  1. Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Slík vilyrði verða að framleiðslustyrk liggi fyrir skriflegir samningar eða staðfestingar um að fjármögnun sé að fullu lokið, frá öðrum en Kvikmyndasjóði.

    Takist ekki að tryggja fjármögnun frá öðrum en Kvikmyndasjóði áður en frestur rennur út og ekki veittur viðbótarfrestur, fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
  2. Framleiðslustyrk má veita þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Skilyrði fyrir framleiðslustyrk er að fyrir liggi skriflegir samningar eða staðfestingar um að fjármögnun sé að fullu lokið frá öðrum en Kvikmyndasjóði.
  3. Við úthlutun á framleiðslustyrkjum til leikins sjónvarpsefnis er horft til fjárhagslegrar þátttöku sjónvarpsstöðvar í formi greiðslu fyrir sýningarrétt. 

 

Umsókn um framleiðslustyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknargátt KMÍ fyrir umsókn um framleiðslustyrk.

Eyðublað KMÍ um kostnaðaráætlun á .xls fyrir leikið sjónvarpsefni.