Fjárheimildir KMÍ á árinu 2021
Fjárlög ársins 2021 tiltaka að fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) muni nema rúmlega 1.700 milljónum króna sem skiptast á milli Kvikmyndasjóðs og rekstrarliðar KMÍ.
Hækkunin endurspeglar innleiðingu nýrrar kvikmyndastefnu til ársins 2030 sem stjórnvöld samþykktu í haust. KMÍ er þar með falin fleiri verkefni til að treysta stoðir fagsins enn frekar, þar á meðal að stofna nýjan fjárfestingasjóð fyrir leikið sjónvarpsefni.
Framlag til Kvikmyndasjóðs, sem veitir styrki til kvikmyndagerðar og hátíða nemur 1.499,6 milljónum króna en var 1.109,8 m.kr. á fjárlögum ársins 2020 og mun því hækka um 390 m.kr. milli ára eða 35%.*
Fjárheimildir til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á árinu 2021 nema 206,5 milljónum króna en voru 109,9 m.kr á árinu 2020
Sjá kvikmyndastefnu og ný verkefni
*Auk framlags á fjárlögum 2020 fékk kvikmyndasjóður sérstaka 120 m.kr. fjárveitingu sem hluta af tímabundnu fjárfestingaátaki stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs