Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Ljósvíkingar

Snævar Sölvason

Þegar tveir aldagamlir vinir öðlast langþráð tækifæri til þess að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem transkona.

Lesa meira

Eldarnir

Ugla Hauksdóttir

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi boðar eldgos og Anna, færasti eldfjallafræðingur landsins, er með öryggi almennings í höndum sér. Eldgosið reynist óútreiknanlegt og þegar hún verður ástfangin af manni utan hjónabands, missir Anna tökin á aðstæðum og bíður hættunni heim.

Lesa meira

Lokatónleikarnir

Sigurjón Kjartansson

Kammersveit í kröggum grípur til örþrifaráða til að halda tónleika sem ráða úrslitum um hvort sveitin fari á hausinn eða ekki. Meðlimirnir víla ekki fyrir sér að brjóta lögin til að stóru tónleikarnir fari fram.

Lesa meira

Blessað stríðið

Grímur Hákonarson

Ung sveitastúlka verður ástfangin af bandarískum hermanni á hernámsárunum. Ávöxtur ástar þeirra vex upp og verður einn af þeim einstaklingum sem byggðu upp Ísland. 

Lesa meira

Ljósbrot

Rúnar Rúnarsson

Hinn fyrsti missir og ferðalagið sem því fylgir.

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli (46) konan hans María, menntaskólakennari og störnuskoðari og Anna nítján ára dóttir þeirra, eru nokkuð venjuleg fjölskylda sem býr í Reykjavík. Hið mesta leikur í lyndi og þau stússast hver í sínu utan heimilis. Maríu hlakkar til að komast í stjörnuskoðunarferð norður í land sem þau höfðu ákveðið að fara í á húsbílnum til að skoða halastörnuna Vergó sem er á leið móti jörðu. Þegar til kemur hafa bæði Atli og Anna steingleymt ferðinni og gert önnur plön. Vonsvikin fer María ein í ferðina og lendir í alvarlegu umferðarslysi og deyr. Líf feðgininna snýst á hvolf. Atli og Anna reyna að takast á við sorgina hvort í sínu lagi. Það er fyrst þegar þau ákveða að fara saman í ferðina norður í land sem áætluð var að þau ná að tengjast og takast á við nýjum veruleika.

Lesa meira