Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Topp 10 möst

Ólöf Birna Torfadóttir

Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi
ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.

Lesa meira

Anorgasmia

Jón E. Gústafsson

Tveir ferðalangar, Sam og Naomi, sem hafa aldrei sést áður, festast á Íslandi þegar eldgos stöðvar öll flug. Þau stela bíl til
að komast að gosinu og halda inn á hálendið. Þau komast aldrei að gosinu en ferðalagið veldur því að líf þeirra beggja taka nýja
stefnu.

Lesa meira

Ljósvíkingar

Snævar Sölvason

Þegar tveir aldagamlir vinir öðlast langþráð tækifæri til þess að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem transkona.

Lesa meira

Eldarnir

Ugla Hauksdóttir

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi boðar eldgos og Anna, færasti eldfjallafræðingur landsins, er með öryggi almennings í höndum sér. Eldgosið reynist óútreiknanlegt og þegar hún verður ástfangin af manni utan hjónabands, missir Anna tökin á aðstæðum og bíður hættunni heim.

Lesa meira

Blessað stríðið

Grímur Hákonarson

Ung sveitastúlka verður ástfangin af bandarískum hermanni á hernámsárunum. Ávöxtur ástar þeirra vex upp og verður einn af þeim einstaklingum sem byggðu upp Ísland. 

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli og kona hans María störnuskoðari og nítján ára dóttir þeirra Anna eru venjuleg fjölskylda í Hafnarfirði. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast með sitt utan heimilis. Þegar María deyr í tengslum við stjörnuskoðunarferð hrynur tilveran fyrir Atla og Önnu, sem í sárri sorg þurfa að finna nýja leið framávið.

Lesa meira