Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Natatorium

Helena Stefánsdóttir

Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik. 

Lesa meira

Einvera

Ninna Pálmadóttir

Aldraður bóndi flytur í fyrsta sinn inn í þéttbýlis-samfélag og kynnist þar ungum blaðbera sem mun koma til með að breyta lífi þeirra beggja. 

Lesa meira

Ung forevigt

Ulaa Salim

Ung forevigt er kraftmikil ástarsaga sem fjallar um heim á heljarþröm og vísindamann sem þarf hinni fullkomnu ást til að koma í veg fyrir glötun mannkyns.

Lesa meira

Fjallið

Ásthildur Kjartansdóttir

Rafvirkinn Atli (46) konan hans María, menntaskólakennari og störnuskoðari og Anna nítján ára dóttir þeirra, eru nokkuð venjuleg fjölskylda sem býr í Reykjavík. Hið mesta leikur í lyndi og þau stússast hver í sínu utan heimilis. Maríu hlakkar til að komast í stjörnuskoðunarferð norður í land sem þau höfðu ákveðið að fara í á húsbílnum til að skoða halastörnuna Vergó sem er á leið móti jörðu. Þegar til kemur hafa bæði Atli og Anna steingleymt ferðinni og gert önnur plön. Vonsvikin fer María ein í ferðina og lendir í alvarlegu umferðarslysi og deyr. Líf feðgininna snýst á hvolf. Atli og Anna reyna að takast á við sorgina hvort í sínu lagi. Það er fyrst þegar þau ákveða að fara saman í ferðina norður í land sem áætluð var að þau ná að tengjast og takast á við nýjum veruleika.

Lesa meira

Kuldi

Erlingur Thoroddsen

Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun tángingsdóttur hans

Lesa meira

Missir

Ari Alexander Ergis Magnússon

Hann sefur aldrei. Hann vakir ekki heldur. Hann sér sjálfan sig liggja í rúminu milli svefns og vöku. Vatnið suðar í katlinum. 

Lesa meira

Northern Comfort

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum. 

Lesa meira

Napóleonsskjölin

Óskar Þór Axelsson

Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar (35) rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.

Lesa meira

Fálkar að eilífu

Óskar Þór Axelsson

Kvikmyndin Fálkar að eilífu, er um hvernig Frank Fredrickson og vinir hans af annari kynslóð innflytjenda í Kanada brutust undan félagslegum fordómum og fátækt til frægðar þegar þeir unnu gullverðlaun í ísknattleik á Ólympíuleikunum 1920.

Handritið er byggt á bókinni, When Falcons Fly eftir David Square 

Lesa meira