Verk í vinnslu
Leiknar kvikmyndir

Bara barn

Vala Ómarsdóttir

Bara barn fjallar um unglingsstelpuna Júlíu sem þarf að bera mikla ábyrgð á litlu systur sinni, þar sem einstæð móðir þeirra vinnur vaktavinnu á spítala. Júlía er á tímamótum, bæði gagnvart eigin tilfinningum sem og ábyrgðinni sem hún ber gagnvart öðrum. Þegar Júlía kynnist svo Sölku lærir hún að standa með sjálfri sér.

Titill: Bara barn
Enskur titill: Just a Kid
Tegund: Drama / Youth

Leikstjóri: Vala Ómarsdóttir

Handrit: Vala Ómarsdóttir
Framleiðendur: Hlín Jóhannesdóttir
Meðframleiðendur: Joram Willink, Maaike Nieve, Marianne Ostrat
Framleiðslufyrirtæki: Ursus Parvus
Meðframleiðslufyrirtæki: BIND (NL), Alexandra Film (EE)
Upptökutækni: HD
Áætlað að tökur hefjist: Nóvember 2025
Sala og dreifing erlendis: Alief
Tengiliður: Hlín Jóhannesdóttir

KMÍ styrkir:

Vilyrði fyrir framleiðslustyrk 2025 kr. 110.000.000
Vilyrðið gildir til 1. nóvember 2025.