Umsóknir

Styrkir fyrir heimildamyndir

Handritsstyrkir


Handritsstyrk má veita til handritshöfundar, leikstjóra sem vinnur að eigin handriti, framleiðanda eða teymis áðurnefndra.

Handritsstyrk má einnig veita til kaupa á höfundarrétti verks sem fyrirhugað er að skrifa handrit eftir en slíkir styrkir skulu ávallt greiddir til framleiðanda. Handritsstyrkur til heimildamyndar getur náð til vettvangskönnunar og efnisöflunar.

Ef um teymi er að ræða fær höfundur 80% styrkupphæðar og framleiðandi 20%. 

Veiting handritsstyrks er ekki vilyrði fyrir frekari styrkveitingu.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt síðari breytingum og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Unnt er að sækja um handritsstyrki vegna heimildamynda til frekari útfærslu verkefnisins.

Handritsstyrkur - Allt að 600 þús. kr.

 

Framlag til að skrifa handrit eða fullbúa verkefnislýsingu.

Meðal annars þarf að skila grunnhugmynd að verkinu, söguþræði á 2-4 blaðsíðum og greinargerð höfundar þar sem skilgreind eru markmið, efnistök og sjónræn nálgun eða uppbygging.

Umsókn um handritsstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um handritsstyrk.

Þróunarstyrkir


Þróunarstyrk má veita til þróunar handrits og frekari fjármögnunar kvikmyndaverks ef álitið er að frekari þróun efli verkið á listrænan, fjárhagslegan eða tæknilegan hátt eða treysti stöðu verksins að öðru leyti.

Þróunarstyrkur

Þróunarstyrk má aðeins veita framleiðslufyrirtækjum sem skipa reyndum lykilstarfsmönnum á sviði kvikmyndagerðar.

Unnt er að sækja um þróunarstyrki vegna heimildamynda til frekari útfærslu verkefnisins. 

Veiting þróunarstyrks er ekki vilyrði fyrir frekari styrkveitingu.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt síðari breytingum og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Framlag til frekari þróunar, undirbúnings, rannsókna, handritsskrifa og ferðakostnaðar.

Meðal annars þarf að skila skila handriti/ítarlegum efnisútdrætti, greinargerð um fyrirhugaða þróun og stöðu verkefnisins.

Umsókn um þróunarstyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um þróunarstyrk.

Eyðublað KMÍ um kostnaðaráætlun á .xls fyrir heimildamyndir.

 

Framleiðslustyrkir


Framleiðslustyrkir eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi. 
 


Afgreiðsla sjóðsins tekur að jafnaði allt að 8 - 10 vikur. Umsækjendur fá staðfestingu frá Kvikmyndamiðstöð um móttöku umsóknar.

Verkefnið fer þá til umsagnar hjá kvikmyndaráðgjafa sem leggur listrænt mat á umsóknir með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdarþáttum. Forstöðumaður tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingar úr sjóðnum.

Kvikmyndaráðgjafar fylgjast með því að framvinda verks sé í samræmi við ákvæði úthlutunarsamnings og geta kallað eftir frekari gögnum og fundað með umsækjendum/styrkþegum eftir þörfum. 

Fáist jákvætt svar við umsókn er gefið út vilyrði fyrir styrk. Áður en gengið er frá úthlutunarsamningi milli framleiðanda og Kvikmyndasjóðs þarf fjármögnun frá öðrum aðilum en Kvikmyndasjóði að vera lokið og önnur ákvæði reglugerðar uppfyllt. Athugið að ganga verður frá samningi áður en tökur á kvikmyndinni hefjast.

Meðferð umsókna og úthlutanir á styrkjum byggist á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér hana á vefsíðu reglugerðasafns (einnig hægt að nálgast Word skjal).

 

Umsókn um framleiðslustyrk fer fram í gegnum rafræna umsóknagátt. Innskráning fer fram í gegnum island.is

Hér má nálgast rafræna umsóknagátt KMÍ fyrir umsókn um framleiðslustyrk.

Eyðublað KMÍ um kostnaðaráætlun á .xls fyrir heimildamyndir.