Erlendir samstarfsaðilar
Íslensk kvikmyndagerð byggir að miklu leyti á samstarfi við erlenda aðila. Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að og ræktar tengsl við fjölda erlendra stofnana og samtaka.
NORRÆNI KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSSJÓÐURINN
Tilgangur
Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda. Aðilar að sjóðnum eru norrænu kvikmyndastofnanirnar og sjónvarpsstöðvar í almanna- og einkaeigu. Á Íslandi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV, Stöð 2 og Síminn aðilar að sjóðnum. Hægt er að lesa reglurnar um NFTVF á íslensku á heimasíðu sjóðsins.
EURIMAGES
EURIMAGES er
sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til
samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd.
Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar
íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum. Aðildarlönd eru alls 36.
Umsóknarferlið krefst mikils undirbúnings og því gott að kynna sér
ferlið til hlítar. Eurimages veitir styrki til lokafjármögnunar og hægt
er að nálgast allt að 10-12% af fjármögnun þaðan.
Þann 9. september 2020 samþykkti Evrópuráð umbætur á reglum sjóðsins í ljósi heimsfaraldurs. Ítarleg áætlun um innleiðingu verður tilbúin árið 2021 þar sem skilvirkni og gegnsæi sjóðsins verður aukið. Sjá nánar hér.
Fulltrúi Íslands í stjórn EURIMAGES er Sigurður Valgeirsson.EUROPEAN FILM PROMOTION (EFP)
European Film Promotion (EFP) voru stofnuð árið 1997 og eru samtök 38 evrópskra kvikmyndastofnana sem leggja áherslu á að kynna og markaðssetja evrópskar kvikmyndir og listamenn um heim allan. Markmið EFP eru þríþætt: Að auka sýnileika evrópskra kvikmynda á alþjóðlegum lykilhátíðum og mörkuðum með því að standa fyrir athyglisverðum viðburðum fyrir fjölmiðla, greinina og almenning; að skapa evrópskum kvikmyndagerðarmönnum sem greiðastan aðgang að völdum hátíðum og mörkuðum á alþjóðlega vísu. Hluti af verkefnum EFP er Shooting Star kynningarátakið fyrir upprennandi leikara á Berlinale kvikmyndahátíðinni og Producer on the Move kynningin á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir efnilega framleiðendur.
CREATIVE EUROPE - MEDIA
Creative Europe - Kvikmynda og menningaráætlun ESB 2014-2020 er ætlað að styrkja samkeppnishæfni hinna skapandi- og menningarlegu greina og efla menningarlega fjölbreytni. Áætlunin skiptist í
MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og
Culture / Menning sem styrkir menningu og listir. Upplýsingastofa Creative Europe á Íslandi er til húsa hjá Rannís og þar starfa Ragnhildur Zoëga, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir og Hulda Hrafnkelsdóttir.
NORDISK PANORAMA
Nordisk Panorama er norræn kvikmyndahátíð sem haldin er í Malmö í Svíþjóð og býður gestum sínum upp á það áhugaverðasta hverju sinni í norrænni stuttmynda- og heimildamyndagerð. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1990. Nordisk Panorama stendur einnig fyrir markaði og fjármögnunarmessu ásamt ýmsum námskeiðum, fyrirlestrum og fleiri viðburðum og samkomum.SCANDINAVIAN FILMS
Scandinavian Films eru samtök kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum. Þau voru mynduð árið 1977 með það helsta markmið í huga að kynna í sameiningu norrænar kvikmyndir í öðrum löndum með sameiginlegu markaðsátaki á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og mörkuðum eins og á Berlinale, í Cannes og á fleiri hátíðum. Íslenski kvikmyndasjóðurinn gerðist aðili að samtökunum árið 1983.
EUROPEAN FILM ACADEMY - EVRÓPSKA KVIKMYNDAAKADEMÍAN
Evrópska kvikmyndaakademían var stofnuð að frumkvæði kvikmyndagerðarmanna í tengslum við úthlutun fyrstu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í nóvember 1988. Auk hinna árlegu kvikmyndaverðlauna miðar akademían að því að því að örva skilning á evrópskri kvikmyndagerð, óháð landamærum, stjórnmálum, fjárhag, menntun og í listrænu tilliti. Starfið fer einkum fram með ráðstefnuhaldi og ýmiskonar námskeiðum og hugmyndasmiðjum.
EUROPEAN FILM COMMISSION NETWORK (EUFCN)
FILMING EUROPE - EUFCN styður og hjálpar til við kynningu á evrópskum kvikmyndaiðnaði og evrópskri kvikmyndamenningu. Helstu markmið EUFCN er að skapa tengslanet milli evrópskra kvikmyndanefnda, að ýta undir upplýsingaflæði milli meðlima, að þróa tökustaðaleit og halda úti atvinnu- og menntunartengdri starfsemi fyrir meðlimi.
EUROPEAN FILM AGENCY DIRECTORS (EFAD)
EFAD eru samtök forstöðumanna kvikmyndastofnana í 31 Evrópulandi (28 meðlimir Evrópusambandsins auk Noregs, Íslands og Sviss). Helstu umfjöllunarefni EFAD eru sameiginleg hagsmunamál og stefnumótun kvikmyndagreinarinnar í Evrópu.