Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Super Moss

Bruno Victor-Pujebet

Þrátt fyrir hamfarir á jörðinni og kjarnorkumengun hefur hann lifað af, vegna sinna sérstöku líffræðilegu eiginleika. Mosi, þessi sjálfstæða þróunargrein milli þörunga og æðplantna hefur verið hlutskörp á okkar plánetu um árþúsundir.

Lesa meira

Atomy

Logi Hilmarsson, Christian Elgaard

Fjölfatlaði félags frumkvöðullinn Brandur frá Íslandi ferðast til Nepal til þess að fá einstaka líkamsmeðferð, honum er sagt að hann mun byrja að ganga aftur ári seinna. 

Lesa meira

Turninn

Ísold Uggadóttir

Innan veggja kaþólsku kirkjunnar á Íslandi leyndist harmleikur, falinn til margra áratuga, sem tengdist ofbeldi gagnvart börnum af hálfu æðstu stjórnenda Landakotsskóla.

Brestir fóru að myndast í þeim þykku veggjum árið 2008 eftir að þýsk kennslukona fannst látin á leikvellinum við skólann.

Lesa meira

Baráttan um Ísland

Margrét Jónasdóttir, Jakob Halldórsson

Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið. Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni. Almenningur krafðist uppgjörs. Örvæntingarfullir þingmenn reyndu að afstýra þjóðargjaldþroti og skipuðu rannsóknarnefndir. Ísland fangelsaði fjölda bankamanna. En skilaði leitin að sannleikanum árangri?

Lesa meira

Stormur

Sævar Guðmundsson

Í heimildarþáttunum Stormur er saga Covid-19 á Íslandi sögð útfrá öllum hliðum og áhersla lögð á mannlega þátt farsóttarinnar. Baráttan baksviðs hjá þríeykinu, lífsbarátta smitaðra með aðstoð ástvina, heilbrigðisstarfsfólks og bakvarðarsveita, smitrakningar, ríkisstjórnin og rannsóknir Íslenskrar Erfðargreiningar eru bara lítill hluti af efnistökunum

Lesa meira

Covisland

Olaf de Fleur

Skapandi heimildamynd um óræð áhrif Covid-19 veirunnar á íslenskt samfélag með áherslu á persónulega upplifun nokkurra íbúa. 

Lesa meira

Senseless

Guy Davidi

enseless er uppvaxtarsaga frá samfélagi þar sem börn fæðast til þess að verða hermenn. Þeim er ætlað að uppfylla félagslegar skyldur innan hersins hvort sem þau eiga þar heima eða ekki.

Sagan er mjög persónuleg og byggð á bréfum og leynidagbókum ungra hermann sem hafa dáið í herskyldu. Við fylgjumst með innri baráttu þessara ungu hermanna sem velta vöngum yfir lífinu sem þeim er ætlað. Þau fylgja okkur inn í heim einangrunar og efasemda, þar sem þau eru þvinguð jafnvel til þess að fara á svig við eigin gildi.

Lesa meira

Mannvirki

Gústav Geir Bollason

Landslag á öld mannsins. Í því miðju "post-industrial" strúktúr, sem náttúruöflin hafa mótað í tímans rás. Framvinda í rústum þar sem sjá má "verkamenn", hlutast til um eða ýta undir hnignun byggingarinnar. Verur, dýr, gróður, sem eru í snertingu við bygginguna hafa áhrif á hana, hver með sínu lagi. 

Lesa meira

Hvunndagshetjur

Magnea Björk Valdimarsdóttir

Zineta, Ebru, Karolina og Maria Victoria búa á Íslandi. Þær eru fæddar í fjórum mjög ólíkum löndum en mismunandi ástæður eru að baki komu þeirra hingað til lands. Með traustu sambandi leikstjóra við konurnar, opna þær hjarta sitt um það hvernig er að vera erlend kona á Íslandi. Allar hafa sína sögu að segja en þær eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir misrétti og fordómum hver á sinn hátt. 

Lesa meira

Ævintýri á hestbaki

Árni Gunnarsson

Þórgunnur (15 ára) ríður yfir hálendið til að taka þátt í Íslandsmóti hestaíþróttum og tekst á við aðstæður sem reyna á traust milli hests og knapa, líkt og í keppnin sem bíður þeirra.

Lesa meira

Katla

Ischa Clissen, Dorus Masure

Öldum saman hafa íbúar Víkur í Mýrdal átt í einstöku sambandi við eldfjallið Kötlu. Nú er Kötlu beitt til að lokka til sín ferðamenn sem og fjárhagsleg innspýting í samfélagið. Kvikmyndin Katla fjallar um þá tvíræðni þegar þorpsbúar í leit að gróða verða utanveltu í sinni heimabyggð. 

Lesa meira

Sólveig mín

Karna Sigurðardóttir, Clara Lemaire Anspach

Náinn innsýn í líf og verk kvikmyndagerðarkonunnar Sólveigar Anspach.

Lesa meira

The Amazing Truth About Daddy Green (áður Towtruck)

Olaf de Fleur

Darryl Francis was wrongfully accused and convicted as an accessory to murder in Los Angeles when he was a teenager. During the two decades he spent in prison, he discovered the power of creative writing and humor to cope with life behind bars. Director Olaf de Fleur plays with the line between fiction and reality, the same method that won him a Teddy Award at the 2008 Berlinale.

Lesa meira
Ekki einleikið

Ekki einleikið

Ásthildur Kjartansdóttir

Ekki einleikið er tragikómísk heimildamynd um hina æðislegu Ednu Lupitu og leikhópinn hennar sem afhjúpar hvernig hægt er að lifa eðlilegu spennandi og innihaldsríku lífi þrátt fyrir að vera á barmi sjálfsmorðs.

Lesa meira

Band

Álfrún Örnólfsdóttir

Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit

Lesa meira

Full Steam Ahead

Susan Muska, Gréta Ólafsdóttir

Different generations of women give us rare insights into their world and what it takes to survive in the geothermal industry, a male-dominated field. The women share their struggles and successes, and the changes that have taken place in the workplace over the years

Lesa meira

Togolísa ( áður: Stelpur rokka í Tógó)

Alda Lóa Leifsdóttir

Mynd um þrjár kynslóðir kvenna í Stelpur rokka-búðum í Tógó. Rokkbúðastýrur á fertugsaldri, Romaine bassaleikari á þrítugsaldri og fimm táningsstelpur. Þrjár kynslóðir kvenna hver með sinn skilning á lífinu og tónlist vinna saman í fimm daga í rokkbúðum

Lesa meira

Móðir mín ríkið

Ieva Ozolina

Una var aðskilin frá systur sinni þegar hún var ættleidd af munaðarleysingjahæli 3 ára gömul. Síðan þá hefur það verið draumur Unu að hitta systur sína aftur, en síðustu 30 árin hefur systirin aðeins verið til í minningum Unu. Síðan einn daginn, lifnaði hún við. Myndin er eins og pússluspil sem hefur verið búið til af óhamingjusömum foreldrum og kerfinu. Pússluspil sem Una reynir að leysa.

Lesa meira

Bitcoin Bandítarnir

Sigurjón Sighvatsson

Stærsta og undarlegasta rán Íslandssögunnar var framið af fimm æskuvinum 2017 og 2018, þar sem hundruðum milljóna virði af Bitcoin tölvum var stolið. Þótt sökudólgarnir hafi náðst er mörgum spurningum enn ósvarað.

Lesa meira

Megas

Sigurþór Hallbjörnsson

Megas, einn umdeildasti listamaður Íslendinga, hefur alla tíð gengið á jarpsprengjusvæði í góðri trú. 

Lesa meira

Milli fjalls og fjöru

Ádís Thoroddsen

Milli fjalls og fjöru segir frá skógum Íslands, skógeyðingu og skógrækt. Frásögnin hefst á míósen-tíma þegar surtarbrandslögin mynduðust og endar á framtíðarhorfum, en skógrækt er nauðsynlegur þáttur í að forðast hamfarahlýnun. Sögumenn eru vísindamenn, fræðimenn og bændur. 

Lesa meira

Menningarborgin

Heiðar Mar Björnsson

Stutt tilraunakennd heimildamynd um borgar- og menningarlíf á Íslandií byrjun tuttugustu aldar þegar kvikmyndagerð var að hefjast á landinu samhliða örum vexti borgarinnar.

Lesa meira

Bóndinn og Verksmiðjan

Barði Guðmundsson

Hross í Hvalfirði veikjast af óþekktum sjúkdómi. Bóndinn er tilneyddur til að slátra gripunum og eftir krufningu kemur í ljós fjórfalt magn flúors í beinum og tönnum hestanna. Eini uppruni flúors er frá álverksmiðju skammt frá. Bóndinn tekst á við stóriðjuna, yfirvöld og nágranna sína til að komast að hinu sanna í málinu. 

Lesa meira

Síðasta verk Gunnar

Mathias Skaarup Schmidt

Heimildamynd um fjölskyldubönd, arfleifð og íslenska hönnun.

Lesa meira

Föðurland

Sævar Guðmundsson, Kreshnik Jonuzi

Eftir að hafa búið í Bandríkjunum í átján ár þá er 21 árs gömlum Mikel vísað úr landi. Þetta er í fyrsta skipti síðan hann var þriggja ára sem hann fer út fyrir heimalandið. Hann þarf núna að aðlagast nýjum stað í Albaníu, þar sem hann fæddist. Á meðan hann reynir að komast til baka verður hann ástfanginn af stúlku sem fær hann til að hugsa sig um hvar hann vilji í raun vera.

Lesa meira

Lasikatto

Mari Soppela

Glerþakið lyftir hulunni af hinum háþróaða iðnaðarvædda heimi þar sem konur eru enn að berjast við óskrifaðar reglur og þær breytingar sem eru vinnandi karlmönnum í hag. Heimildarmyndin fylgist með konum í mismunandi vinnum, stöðum og löndum. Þær hafa allar það markmið að brjótast í gegnum sitt persónulega glerþak.

Lesa meira

Vegur 75 um Tröllaskarð

Árni Gunnarsson

Árið 1978 samdi Vegagerðin við “anda” úr fortíðinni um að hætta við að sprengja upp kletta í Tröllaskarði. Hvers vegna og hverjar urðu afleiðingarnar?

Lesa meira

Baðstofan

Nicos Argillet

Heimildarmynd og þáttarröð þar sem við fylgjum textíllistakonunni Tinnu, er hún leitar að rótum þeirra hannyrða sem við þekkum í dag. Með aðstoð sérfræðinga uppgötvar hún að nútímalist er sköpuð með sömu tækni og aldagamlar hannyrðir og sýnir okkur þær gersemar sem við eigum í okkar aldagamla handverki.

Lesa meira

Litla Afríka

Hanna Björk Valsdóttir

Trommarar og dansarar frá Gíneu, Vestur-Afríku í leit að betra lífi, setjast að á Íslandi. Sjóðheit Afríka og ískalt Ísland mætast í Kramhúsinu, í litlu bakhúsi á Bergstaðarstræti kenna þeir íslenskum konum afríska dansa.

Lesa meira

Kviksyndi

Annetta Ragnarsdóttir

Kviksyndi er heimildarmynd um millistéttina á Íslandi. Staða hennar í nútíma þjóðfélagi og og þá staðreynd að stór hluti hennar nær ekki endum saman þrátt fyrir 100% vinnu og oft á tíðum mikla menntun.

Lesa meira

Eldhugarnir

Valdimar Leifsson

Eldhugarnir fjallar um baráttu manna við jarðeldana á Heimaey árið 1973. Rauði þráðurinn er fólkið sem lagði sig í hættu við að dæla sjó á flæðandi hraunið til að bjarga m.a. lífæð eyjarinnar, höfninni, og hluta byggðarinnar. Þetta björgunarafrek var einstakt og hefur ekki verið endurtekið.

Lesa meira

Út úr myrkrinu

Titti Johnson, Helgi Felixson

Talið er að 5 – 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar árlega á Íslandi. 40 – 50 manns tekst að taka sitt eigið líf. Takmarkið með þessari mynd e að vekja umræðu á efni sem hefur ríkt þöggun í kringum til fjölda ára.

Lesa meira

Sundlaugar á Íslandi

Jón Karl Helgason

Sundlaugar á Ísandi gegna stóru hlutverki. Laugin og potturinn eru mikilvægir “samkomustaðir”, en hlutverk þeirra er allt í senn; Lífsgæði, íþróttir, leikur, afslöppun, skemmtun og samneyti. Kúltúrinn í laugunum hefur þróast í rúm hundrað ár og er einstakur á heimsvísu.

Lesa meira

Ef veggirnir hefðu eyru....?

Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson

Um er að ræða gerð 52 mínútna heimildamyndar um afar merka sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9, sem byggt var sérstaklega sem fangelsi 1872 og er eitt elsta steinhús landsins.

Á efri hæð byggingarinnar voru höfuðstöðvar lögreglu, bæjarþingstofa Reykjavíkur og aðsetur Landsyfirréttar og síðar Hæstaréttar frá 1920 - 1949.  Þar var einnig heimili fangavarða. Framsetning efnis verður hæfileg blanda af þulartexta og sögur af atburðum í frásögn fólks af báðum kynjum sem til þekkja og hafa tengst húsinu á ýmsa vegu; fanga, fangavarða, sagnfæðinga, dómara, embættismanna, aðstandenda o.fl.  Fléttað verður inn þróun dómsmála;lögbrota og refsinga á Íslandi í gegnum tíðina. Það er einstakt að starfandi fangelsi skuli hafa þrifist í miðjum höfuðstað landsins mitt á milli verslana, veitingastaða og skemmtistaða bæjarins í öll þessi ár.

Lesa meira
Bride of Christ

Brúður Krists

Rakel Garðarsdóttir, Ágústa M. Ólafsdóttir

Einstök heimildamynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelklaustursins.

Lesa meira