Heimildamyndir

Tónskáldið – Gunnar Þórðarson
Ágúst Guðmundsson
Gunnar Þórðarson hefur fengist við margs konar dægurtónlist, allt frá lögum í anda Bítlanna til diskótónlistar. Undir lok ferilsins fóru eyru hans að opnast fyrir sígildri tónlist. Hápunkturinn þar er óperan Ragnheiður sem sló í gegn ekki síður en sönglög hans sem mörg hver eru löngu orðin sígild.
Lesa meira
Meðal fugla
Ingvar Þórðarson, Ragnar Axelsson ( RAX), Mika Kaurismaki
Í Loðmundarfirði er sérstætt bæjarfélag í umsjá hjónanna Ólafs og Jóhönnu. Bæjarbúar eru æðarfuglar sem leggja í langt ferðalag til þess eins að ala upp afkvæmi sín í þessari öruggu náttúruparadís. Það skiptast á skin og skúrir í lífi fuglanna en samlífið með hjónunum er einstakt fyrir alla aðila.
Lesa meira
Sjálfsvörn
Olaf de Fleur
Heimildamynd um íslenska bardagaíþróttakennarann Immu Helgu sem af mikilli ástríðu kennir óhefðbunda aðferðarfræði í sjálfsvörn kvenna.
Lesa meira
Paradís amatörsins
Janus Bragi Jakobsson
Hvernig skrásetur amatörinn hæstu föll og dýpstu vonir? Framkvæmdastjóri á eftirlaunum, fangavörður í leit að lífsförunaut og týndur áhrifavaldur sem hafa myndað allt líf sitt láta efnið sitt í hendur á kvikmyndagerðamanni.

Hvað viltu í matinn?
Anna María Björnsdóttir
Anna María kynnir sér lífræna ræktun á Íslandi út frá áhrifum á umhverfið, náttúruna og heilsu barnanna okkar. Við kynnumst hugsjón og ástríðu lífrænu bændanna og sögunni á bak við matinn.
Lesa meira
Tólf tuttugu
Einar Þór Gunnlaugsson
Regluleg kennaraverkföll á Íslandi í nærri fjóra áratugi er mörgum kynslóðum í fersku minni, daglegt líf um fjórðung þjóðarinnar raskaðist og líf nemenda tók nýja stefnu á meðan þjóðfélagsátök einkenndust af baráttu við efnhagssveiflur.
Lesa meira
Riða
Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason
Saga riðuveiki í sauðfé á Íslandi, hvernig hún komst hingað, baráttan við hana og hugsanleg lausn í sjónmáli.
Lesa meira
Fuglalíf
Heimir Freyr Hlöðversson
Fuglalíf er heimildamynd um fuglaljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson. Í myndinni fær áhorfandinn að kynnast sönnum baráttumanno náttúru og fræða sem hefur helgað líf sitt fuglunum.
Lesa meira
Long Friday – Föstudagurinn langi
Pamela Hogan
24. október 1975, fóru 90% íslenskra kvenna í verkfall og sýndu mikilvægi sitt í íslensku atvinnulífi. Dagurinn markaði byrjun vegferðar íslendinga í átt að stöðu sinni á jafnréttis skalanum. Þetta er besta sagan sem þú hefur aldrei heyrt, um mátt kvenna til að umbreyta stöðu sinni í samfélaginu.
Lesa meira
Gvuuuð...þetta er kraftaverk
Ari Alexander Ergis Magnússon, Sigurjón Sighvatsson
Gvuuuð... þetta er kraftaverk mun setja í brennidepil íslensk tónskáld, hvernig mörgum af ungu tónlistarmönnunum sem komu fram í Gargandi Snilld hefur gengið og hvernig þeir hafa að þróast í mun flóknari og vandaðri tónlistarhöfunda.

Johnny King
Árni Sveinsson
Gamall íslenskur kántry-söngvari sem er á krossgötum í lífinu gerir eina loka tilraun til að fara aftur á bak. En um leið þarf hann að gera upp fortíðina sem er eins og myllusteinn um háls hans.
Lesa meira
Impossible Band
Árni & Kinski
Fyrrum 9 manna útópíska lýðræðisríkið GusGus inniheldur tvo andstæða póla í dag: Bigga og Daníel. GusGus er orðið einvaldsríki undir járnhæl Bigga veiru, sem fyrr mun tortíma hljómsveitinni heldur en að gera málamiðlun. Gjörðir þeirra varpa ljósi á þyrnum stráða sögu GusGus; sigra, svik og framtíð.
Lesa meira
Draumar, konur og brauð
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, Svanlaug Jóhannsdóttir
Á töfrandi hringferð um fallega Ísland kynnumst við hörkuduglegum konum, sem reka einstök kaffihús með ómótstæðilegum veitingum en líka söngkonu sem er að skrifa leikrit og samferðakonu hennar.
Lesa meira
Maður, hestur og sigurvilji
Hrafnhildur Gunnarsdótttir
Maður temur hesta, braskar og hefur riðið til sigurs í rúm 50 ár. Hann er Sigurbjörn Bárðarson hestamaður, sigurvegari, dýravinur og baráttumaður sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum. Diddi hóf ferilinn með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestaköllum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og standa á toppnum. Hann er einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu.
Lesa meira
Jörðin undir fótum okkar
Yrsa Roca Fannberg
Hversdagslegir atburðir, gleði og sorgir eru fangaðir á filmu meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá gamla fólkinu á Grund.
Lesa meira
Dansandi línur
Friðrik Þór Friðriksson
Karl Guðmundsson er einstakur listamaður. Lokaður inni í ieigin líkama, með augun ein til að tjá sig, skapar hann myndlist af stærðargráðu sem sannar að sköpunarmáttur hugans verður ekki heftur innan neinna líkamlegra landamæra.
Lesa meira
Turninn
Ísold Uggadóttir
Innan veggja kaþólsku kirkjunnar á Íslandi leyndist harmleikur, falinn til margra áratuga, sem tengdist ofbeldi gagnvart börnum af hálfu æðstu stjórnenda Landakotsskóla.
Brestir fóru að myndast í þeim þykku veggjum árið 2008 eftir að þýsk kennslukona fannst látin á leikvellinum við skólann.
Lesa meira
Baráttan um Ísland
Margrét Jónasdóttir, Jakob Halldórsson
Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið. Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni. Almenningur krafðist uppgjörs. Örvæntingarfullir þingmenn reyndu að afstýra þjóðargjaldþroti og skipuðu rannsóknarnefndir. Ísland fangelsaði fjölda bankamanna. En skilaði leitin að sannleikanum árangri?
Lesa meira
Veðurskeytin
Bergur Bernburg
Kvikmyndin Veðurskeytin er dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Afburðagreindur norrænufræðingur sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði þarf skyndilega að endurskoða líf sitt. Veikindi gera það að verkum að hann þarf að gera nýjan samning við sjálfan sig. Sem slíkur er hann landkönnuður eigin hugarheims.
Lesa meira
Covisland
Olaf de Fleur
Skapandi heimildamynd um óræð áhrif Covid-19 veirunnar á íslenskt samfélag með áherslu á persónulega upplifun nokkurra íbúa.
Lesa meira
Ævintýri á hestbaki
Árni Gunnarsson
Þórgunnur (15 ára) ríður yfir hálendið til að taka þátt í Íslandsmóti hestaíþróttum og tekst á við aðstæður sem reyna á traust milli hests og knapa, líkt og í keppnin sem bíður þeirra.
Lesa meira
Sólveig mín
Karna Sigurðardóttir, Clara Lemaire Anspach
Náinn innsýn í líf og verk kvikmyndagerðarkonunnar Sólveigar Anspach.
Lesa meira
Full Steam Ahead
Susan Muska, Gréta Ólafsdóttir
Different generations of women give us rare insights into their world and what it takes to survive in the geothermal industry, a male-dominated field. The women share their struggles and successes, and the changes that have taken place in the workplace over the years
Lesa meira
Bitcoin Bandítarnir
Sigurjón Sighvatsson
Stærsta og undarlegasta rán Íslandssögunnar var framið af fimm æskuvinum 2017 og 2018, þar sem hundruðum milljóna virði af Bitcoin tölvum var stolið. Þótt sökudólgarnir hafi náðst er mörgum spurningum enn ósvarað.
Lesa meira
Megas
Sigurþór Hallbjörnsson
Megas, einn umdeildasti listamaður Íslendinga, hefur alla tíð gengið á jarðsprengjusvæði í góðri trú.
Lesa meira
Menningarborgin
Heiðar Mar Björnsson
Stutt tilraunakennd heimildamynd um borgar- og menningarlíf á Íslandií byrjun tuttugustu aldar þegar kvikmyndagerð var að hefjast á landinu samhliða örum vexti borgarinnar.
Lesa meira
Bóndinn og Verksmiðjan
Barði Guðmundsson
Hross í Hvalfirði veikjast af óþekktum sjúkdómi. Bóndinn er tilneyddur til að slátra gripunum og eftir krufningu kemur í ljós fjórfalt magn flúors í beinum og tönnum hestanna. Eini uppruni flúors er frá álverksmiðju skammt frá. Bóndinn tekst á við stóriðjuna, yfirvöld og nágranna sína til að komast að hinu sanna í málinu.
Lesa meira
Síðasta verk Gunnars
Mathias Skaarup Schmidt
Heimildamynd um fjölskyldubönd, arfleifð og íslenska hönnun.
Lesa meira
Föðurland
Sævar Guðmundsson, Kreshnik Jonuzi
Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í átján ár þá er 21 árs gömlum Mikel vísað úr landi. Þetta er í fyrsta skipti síðan hann var þriggja ára sem hann fer út fyrir heimalandið. Hann þarf núna að aðlagast nýjum stað í Albaníu, þar sem hann fæddist. Á meðan hann reynir að komast til baka verður hann ástfanginn af stúlku sem fær hann til að hugsa sig um hvar hann vilji í raun vera.
Lesa meira
Vegur 75 um Tröllaskarð
Árni Gunnarsson
Árið 1978 samdi Vegagerðin við “anda” úr fortíðinni um að hætta við að sprengja upp kletta í Tröllaskarði. Hvers vegna og hverjar urðu afleiðingarnar?
Lesa meira
Litla Afríka
Hanna Björk Valsdóttir
Trommarar og dansarar frá Gíneu, Vestur-Afríku í leit að betra lífi, setjast að á Íslandi. Sjóðheit Afríka og ískalt Ísland mætast í Kramhúsinu, í litlu bakhúsi á Bergstaðarstræti kenna þeir íslenskum konum afríska dansa.
Lesa meira
Kviksyndi
Annetta Ragnarsdóttir
Kviksyndi er heimildarmynd um millistéttina á Íslandi. Staða hennar í nútíma þjóðfélagi og og þá staðreynd að stór hluti hennar nær ekki endum saman þrátt fyrir 100% vinnu og oft á tíðum mikla menntun.
Lesa meira
Ef veggirnir hefðu eyru....?
Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson
Um er að ræða gerð 52 mínútna heimildamyndar um afar merka sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9, sem byggt var sérstaklega sem fangelsi 1872 og er eitt elsta steinhús landsins.
Á efri hæð byggingarinnar voru höfuðstöðvar lögreglu, bæjarþingstofa Reykjavíkur og aðsetur Landsyfirréttar og síðar Hæstaréttar frá 1920 - 1949. Þar var einnig heimili fangavarða. Framsetning efnis verður hæfileg blanda af þulartexta og sögur af atburðum í frásögn fólks af báðum kynjum sem til þekkja og hafa tengst húsinu á ýmsa vegu; fanga, fangavarða, sagnfæðinga, dómara, embættismanna, aðstandenda o.fl. Fléttað verður inn þróun dómsmála;lögbrota og refsinga á Íslandi í gegnum tíðina. Það er einstakt að starfandi fangelsi skuli hafa þrifist í miðjum höfuðstað landsins mitt á milli verslana, veitingastaða og skemmtistaða bæjarins í öll þessi ár.

Brúður Krists
Rakel Garðarsdóttir, Ágústa M. Ólafsdóttir
Einstök heimildamynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelklaustursins.
Lesa meira