Kennsluefni

Kvikmyndin er margþætt listform sem byggir á náinni samvinnu fjölmargra ólíkra aðila. Í kvikmyndalæsi er sjónum beint að sögunni sem sögð er í kvikmyndinni og persónum hennar en einnig að fagurfæði. Rýnt er í hvernig kvikmyndataka, hljóð, tónlist, hreyfing myndavélar, klipping, leikmynd, búningar, förðun, brellur og eftirvinnsla hafa áhrif á frásögn og uppbyggingu myndarinnar og hvaða áhrif það hefur á upplifun áhorfandans. Í kvikmyndalæsi þjálfast áhorfandinn í að setja sig í spor annarra, jafnframt því að líta í eigin barm og tjá sína upplifun.

Lyklar að kvikmyndum

Hér má finna stuttan leiðarvísi um að greina framvindu, skilaboð og áhrif kvikmyndar. Spurningarnar í bæklingnum má nota til að greina staka kvikmynd eða til þess að fræðast um grundvallaratriði í myndlæsi.

Vinsamlegast athugið að sérstakt leyfi þarf frá rétthöfum til að sýna kvikmynd fyrir hópa.

Hjartasteinn

Hjartasteinn / kennsluefni

Hjartasteinn er hrá og falleg mynd um vináttu, ást og kynhneigð í upphafi kynþroska. Um það að alast upp í litlu sjávarþorpi á Íslandi og finnast þú vera öðruvísi, vilja tilheyra en þrá samtímis að komast burt – og um þrúgandi karlamenningu.

Myndin og kennsluáætlunin

Hjartasteinn hentar fullkomlega sem innblástur að samræðum um kynjahlutverk, karlamenningu, LGBTQ-réttindi og kvenréttindi. Umræðuefni þar sem margt hefur gerst síðan á 10. áratugnum þegar myndin gerist. Enn fremur geta hispurslausar en ljúfar lýsingar á vináttu, ást og kynhneigð verið fyrirtaks útgangspunktur í kynfræðslu, ekki síst þar sem um er að ræða efni eins og kröfur, losta og samþykki. Í myndinni er notað myndmál merkingarþrungið myndmál sem er í góðu jafnvægi þar sem náttúran, líkaminn og tilfinningarnar eru miðpunktur alls, og hentar myndin því vel til kennslu í kvikmyndafræði þegar rætt er um uppbyggingu, sjónarhorn, myndmál, líkingar og dramatúrgíu.

Hér má nálgast kennsluefni úr kvikmyndinni Hjartasteinn.

Kona fer í stríð

Kona fer í stríð / kennsluefni

Halla lýsir yfir stríði við álframleiðslugeirann. Alla jafna er hún hæglátur kórstjóri en undir yfirborðinu lifir hún tvöföldu lífi sem sjóðheitur og baráttuglaður aðgerðasinni. Hún gerir ótrúlega hluti ein síns liðs til að
ná stjórn á skrímslamöstrunum í eitt skipti fyrir öll. Halla er tilbúin til að fórna öllu fyrir íslensku víðernin.

Kona fer í stríð vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd í Cannes og er fersk og orkurík mynd sem fylgir eftir fyrri mynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss. Kona fer í stríð fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og fleiri verðlaun á norrænum kvikmyndadögum í Lübeck og er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.

Verkefni úr myndinni

Spurningarnar/verkefnin koma ekki í ákveðinni röð. Kennarar geta valið úr þeim til að beina útkomunni í ákveðna átt. Hver kennari verður einnig að meta (og mögulega aðlaga) erfiðleikastigið út frá nemendum. Sumar spurninganna ljóstra upp um ákveðna þætti undir lok myndarinnar. Því er betra
að bera þær upp þegar búið er að horfa á myndina.

Hér má nálgast verkefni úr kvikmyndinni Kona fer í stríð.

Þrestir

Þrestir / kennsluefni

Þrestir er íslensk mynd eftir Rúnar Rúnarsson. Hún er tekin á 16 millimetra filmu og íslensk náttúra er áberandi. Annars er það unglingspilturinn Ari sem er miðpunktur myndarinnar. Við fylgjum honum gegnum tilfinningalega krefjandi sumar, þar sem áskoranir fylgjandi því að vaxa úr grasi bíða í röðum.

Verkefni úr myndinni

Verkefnin eru ekki í ákveðinni röð og kennarar og nemendur geta valið úr þeim til að fá þá útkomu sem óskað er. Hver kennari verður að meta (og mögulega aðlaga) erfiðleikastig og framsetningu verkefna út frá nemendahópnum. Veljið einnig sjálf hvort svör skuli vera skrifleg eða munnleg og að hve miklu leyti nemendur vinna hver fyrir sig eða í hópum. Mörg verkefnanna henta líka vel sem umræðuefni í bekknum.

Hér má nálgast verkefni úr kvikmyndinni Þrestir.

Ikingút

Ikingút / kennsluefni

Ikíngut er hófstillt mynd sem á áhugaverðan hátt fangar ótta okkar við hið óþekkta, í þessu tilviki grænlenskan dreng sem fyrir mistök lendir á Íslandi og hristir upp í heimi hinna fullorðnu með því einu að vera svolítið öðruvísi.

Hér má nálgast verkefni úr kvikmyndinni Ikingút

Lifandi myndir í kennslustofunni

Lifandimyndir

Lifandi myndir í skólastofunni / kennsluefni

Grunnaðferðir sem styðja við ráðningu tákna og hefða kvikmyndarinnar. Aðferðirnar gera kennurum kleift auka fjölbreytni þess kvikmyndaefnis sem notaðar eru í kennslustofunni. Höfundur efnis er BFI Education .

Hér má nálgast kennsluefnið

Kennsluefni úr evrópskum barnamyndum

ECFA_logo_txt

Kennsluefni frá European Children‘s Film Association

Á heimasíðu European Children‘s Film Association (ECFA) má finna mikinn fjölda kennsluefnis úr evrópskum barnamyndum. ECFA eru samtök sem leggja áherslu á gæða barna- og ungmennaefni. Meðlimir samtakanna, sem eru næstum 150, samanstanda af fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum í kvikmyndageiranum.

Sjá nánar hér: Study Guides for Children‘s Films