Verk í vinnslu

Leikið sjónvarpsefni

Ævintýri Tulipop 3

Sigvaldi J. Kárason

Ævintýri Tulipop, þriðja þáttaröð, er skemmtileg þáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.  

Lesa meira

Svörtu sandar 2

Baldvin Z

Fimmtán mánuðir eru liðnir frá harmleik Svörtu Sanda og áfallið liggur enn þungt á Anítu þar sem hún reynir að vera til staðar fyrir nýfædda dóttur sína. Þegar eldri kona finnst látin koma í ljós atburðir úr fortíð fjölskyldu Anítu sem splundra öllum hennar vonum um eðlilegt líf.

Lesa meira

Ráðherrann 2

Arnór Pálmi Arnarson, Katrín Björgvinsdóttir

Þegar Benedikt snýr aftur í stjórnmál eftir leyfi vegna geðhvarfa, mætir hann fordómum samfélags sem tortryggir allar hans hugmyndir. Á meðan einkalíf þeirra Steinunnar molnar undan þunga sjúkdómsins, eru öfl innan hans eigin flokks sem nýta heilsuveilu hans til að bola honum frá.

Lesa meira

Heima er best

Tinna Hrafnsdóttir

Þegar höfuð ættarinnar fellur frá taka við nýir tímar í lífi þriggja ólíkra systkina. Rótgrónu fjölskyldufyrirtæki og sumarhúsi sem reist var frá grunni þarf að skipta upp og finna farveg út frá nýjum viðmiðum og gildum. En það sem átti að sameina sundrar, og vandamálin sem koma upp þegar systkinin fara að deila sín á milli arfleifð föðursins verða ekki flúin

Ljósmynd: Lilja Jóns

Lesa meira

Ormhildarsaga

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Árið er 2038, Jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skríðu þjóðsagnarverur og óvættir.
Í þessum veðraða heimi býr hin unga og ólíklega hetja Ormhildur.

Lesa meira