Leikið sjónvarpsefni

Jóladagatalið
Silja Hauksdóttir
Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk líka, leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta. Þau leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, nágranna sem á snák og jólasveins sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum.
Lesa meira
Svo lengi sem við lifum
Katrín Björgvinsdóttir
Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið.
Lesa meira
Venjulegt fólk 5
Fannar Sveinsson
Á meðan Vala reynir að fullorðnast fyrir fullt og allt ákveður Júlíana að spreyta sig sem sjálfstætt starfandi listamaður. En að taka málin í eigin hendur er hægara sagt en gert, sérstaklega þegar þær stöllur sitja undir stýri.
Lesa meira
Heima er best
Tinna Hrafnsdóttir
Þegar höfuð ættarinnar fellur frá taka við nýir tímar í lífi þriggja ólíkra systkina. Rótgrónu fjölskyldufyrirtæki og sumarhúsi sem reist var frá grunni þarf að skipta upp og finna farveg út frá nýjum viðmiðum og gildum. En það sem átti að sameina sundrar, og vandamálin sem koma upp þegar systkinin fara að deila sín á milli arfleifð föðursins verða ekki flúin
Lesa meira
Afturelding
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir
Fallin hetja úr handboltanum, spilar sig aftur inn í hjarta þjóðarinnar með því að kyngja stoltinu og taka við kvennaliði uppeldisfélagsins. Þar endurnýjar hann kynni við fyrrum stjúpdóttur sína og þarf að fást við leikmann sem er óþægilega líka honum
Lesa meira
Ormhildarsaga
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Árið er 2038, Jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skríðu þjóðsagnarverur og óvættir.
Í þessum veðraða heimi býr hin unga og ólíklega hetja Ormhildur.