Verk í vinnslu

Leikið sjónvarpsefni

Brúðkaupið mitt

Kristófer Dignus

Eldri maður sem hefur tekist að slá dauðanum á frest glímir við sálrænar afleiðingar erfiðra veikinda á meðan hann reynir að skipuleggja brúðkaup sitt og æskuástarinnar. Á sama tíma virðast ástarsambönd hans nánustu standa á brauðfótum. 

Lesa meira

Venjulegt fólk 4

Fannar Sveinsson

Bestu vinkonur á fertugsaldri uppgötva að þó draumar þeira hafi ræst og tilveran farið fram úr þeirra björtustu vonum gulltryggir það ekki hamingju. Þær leita aftur í hugarástand sokkabandsáranna þegar þær áttu ekkert nema drauma og framtíðin blasti við þeim full af fyrirheitum - en er það hægt?

Lesa meira

Trom

Davíð Óskar Ólafsson, Kasper Barfoed

Dýraverndunarsinninn Sonja finnst látin við fjöruborð þar sem hvalveiðar eru að hefjast, blaðamaðurinn Hannis Martinsson skekur einangrað samfélag Færeyja með rannsókn sinni á voflegu láti ungu konunnar. 

Lesa meira

Margt býr í Tulipop

Sigvaldi J. Kárason

Hin uppátækjasama Gló og heimakæri bróðir hennar Búi lenda í ævintýrum á eldfjallaeyjunni Tulipop, þar sem þau búa. Með í för er loðna skógarskrímslið Freddi, sem þekkir eyjuna eins og lófann á sér en er gjarn á að koma sér í vandræði. Skrautlegir íbúar eyjunnar þurfa að læra að umgangast Tulipop af virðingu, enda er náttúran síbreytileg og full af kyngimögnuðum kröftum. Með því að takast á við alls kyns uppákomur uppgjötva íbúarnir verðmæti vináttunnar og fjölbreytileikans.

Lesa meira

Vitjanir

Eva Sigurðardóttir

  Þegar bráðalæknirinn Kristín (46) kemst að framhjáhaldi Helga (48), eiginmanns síns, flytur hún í snarhasti, ásamt dóttur sinni, Lilju (15), á æskuslóðir sínar í Hólmafirði. Foreldrar Kristínar skjóta skjólshúsi yfir mæðgurnar en sambúðin við móður Kristínar, miðilinn Jóhönnu (66) neyðir hana til að horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Á meðan Helgi reynir að koma í veg fyrir skilnaðinn þarf Kristín á öllu sínu að halda til að leysa úr óþægilegum fortíðarflækjum með æskuástinni og lögreglumanni staðarins, Ragnari (47). Kristín tekur við stöðu eina læknis litlu heilsugæslunnar í Hólmafirði og hún kemst fljótt að því að rökföst lífssýn hennar stangast illilega á við grasalækningar, spíritisma, hindurvitni og hjátrú í þorpinu. Kristín er komin langt út fyrir þægindarammann. Þótt Kristín hafi aðeins ætlað sér að stoppa stutt við í Hólmafirði, gæti verið að hún þarfnist þorpsins jafn miðið og þorpið þarfnast hennar.

Lesa meira