Um KMÍ
Á döfinni
  • The-Garden-Sigrun-Edda-Halldora

21.10.2020

Fjöldi íslenskra kvikmynda á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Samtals verða 16 íslenskar kvikmyndir sýndar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, sem fer fram dagana 4. - 8. nóvember næstkomandi bæði í stafrænu formi og í Lübeck, Þýskalandi

Gullregn eftir Ragnar Bragason og Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson verða sýndar í kvikmyndahluta hátíðarinnar. Heimildamyndirnar sem verða sýndar á hátíðinni eru Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen, Húsmæðraskólinn eftir Stefaníu Thors, Eins og málverk eftir Eggert Pétursson undir leikstjórn Gunnlaugs Þórs Pálssonar, A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur og hin spænska/íslenska/litháíska Humarsúpa eftir Pepe Andreu og Rafael Molés.

Selshamurinn eftir Uglu Hauksdóttur, Óskin eftir Ingu Lísu Middleton og Þögn silungsins eftir Hilke Rönnfeldt verða sýndar í barna- og ungmennahluta hátíðarinnar og Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson í stuttmyndahlutanum.

Þá verða þættir úr sjónvarpsþáttaröðunum Ráðherrannleikstýrt af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Arnóri Pálma Arnarsyni, og hinni sænsku/íslensku  Ísalög, leikstýrt af Cecilie Mosli, Thale Persen og Guðjóni Jónssyni, sýndir í „drama series“ hluta hátíðarinnar.

Til viðbótar verða þrjár íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni í flokknum rectrospective, sem sýnir kvikmyndir gerðar á milli áranna 1912 og 2019, en þar eru kvikmyndirnar  Ingaló og Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen og Djúpið eftir Baltasar Kormák.

Dagskrá Norrænna kvikmyndadaga í heild sinni má finna hér