Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

28.4.2017

Hægt er að sækja um miðastyrki vegna ársins 2016 til 1. júlí 2017

Framleiðendur kvikmynda á íslensku sem sýndar voru í innlendum kvikmyndahúsum á árinu 2016 eiga kost á að sækja um miðastyrk. 

Til þess að sækja um miðastyrki þurfa umsækjendur að staðfesta að þeir séu framleiðendur kvikmyndar sem uppfyllir sett skilyrði, þ.e. að vera á íslensku og hafa verið sýnd í innlendum kvikmyndahúsum á árinu 2016. Þá þarf að skila inn upplýsingum um tekjur af seldum aðgöngumiðum á árinu 2016, kostnaðaruppgjör myndarinnar og upplýsingum um aðra styrki frá innlendum opinberum aðilum. Hafi kostnaðaruppgjöri þegar verið skilað til Kvikmyndamiðstöðvar vegna annarra styrkja þarf ekki að skila þeim gögnum aftur.
Miðastyrkir eru greiddir á grundvelli laga nr. 14/2016 og reglugerðar nr. 450/2016. Þar kemur fram að umsóknarfrestur vegna miðastyrkja vegna ársins 2016 er til 1. júlí 2017.
Umsóknarkerfi fyrir miðastyrki er að finna hér. Umsókn er fyllt út rafrænt og þarf að skila fyrir 1. júlí 2017. Einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað skriflega og skila á skrifstofu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ásamt tilgreindum fylgigögnum, á Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublað til útprentunar er að finna hér.