Um KMÍ
Á döfinni

19.12.2018

Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til verðlauna fyrir Flateyjargátuna

Margrét Örnólfsdóttir er tilnefnd til verðlauna fyrir besta handrit sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátan

Verðlaunin veitir Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) og er Margrét á meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 30. janúar 2019.

Flateyjargátan, sem er leikstýrð af Birni B. Björnssyni, er fjögurra þátta sjónvarpssería sem var frumsýnd á RÚV 20. nóvember síðastliðinn.

Þættirnir gerast árið 1971 þar sem Norrænufræðingurinn Jóhanna er grunuð um morð og til að sanna sakleysi sitt og bjarga sér undan skuggum fortíðar þarf hún að leysa Flateyjargátuna sem fólgin er í fornu handriti. 

Hér má lesa nánar um verðlaunin.