Um KMÍ
Á döfinni

30.6.2017

Opið fyrir skráningu á Nordic Talents

Nordic Talents er viðburður sem haldinn er á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og National Film School of Denmark. Tilgangurinn með viðburðinum er fyrst og fremst að skapa vettvang þar sem hægt er að styrkja tengslanet meðal fagsfólks á norðurlöndunum. Viðburðurinn fer fram í Kaupmannahöfn dagana 6.-7. september. 

Á viðburðinum eru allt að 15 verkefni kynnt frá nýútskrifuðum leikstjórum ásamt því að yfir 20 norrænir framleiðendur fá tækifæri til þess að kynna sig og verkefni sín á viðburðinum. 

Í ár mun Elsa María Jakobsdóttir kynna kvikmynd sína Birth, en Elsa María hefur nýlega útskrifast úr National Film School of Denmark.

Skráning í þátttöku á viðburðinn fyrir fagfólk og útskriftarnema er opin til 30. ágúst. 

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn og slráningu má finna hér.