Um KMÍ
Á döfinni

12.9.2017

Rökkur, Ungar og Vetrarbræður valdar á BFI kvikmyndahátíðina í Lundúnum

Kvikmyndin Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen, stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hafa allar verið valdar til þátttöku á BFI kvikmyndahátíðinni í Lundúnum. Hátíðin mun fara fram frá 4. – 15. október.

Rökkur mun taka þátt í Cult hluta hátíðarinnar, Ungar er hluti af Heading for That Adult Crash sýningarröð hátíðarinnar og Vetrarbræður mun taka þátt í keppni fyrstu kvikmynda í fullri lengd.

Rökkur hefur ferðast víða síðan hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og vann meðal annars til verðlauna fyrir listrænt framlag á Outfest kvikmyndahátíðinni í Los Angeles.

Ungar hefur sömuleiðis ferðast víða, þar á meðal á kvikmyndahátíðina í Gautaborg og SXSW hátíðina í Austin í Texas. Ungar var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF, var valin stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2017 og var valin besta myndin á Independent Film Festival í Boston.

Vetrarbræður  var heimsfrumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni í byrjun ágúst og vann þar til fjögurra verðlauna. Einnig vann hún sérstök dómnefndarverðlaun FIPRESCI samtakanna á New Horizons kvikmyndahátíðinni í Wroclaw í Póllandi. Nýverið var hún sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.