Um KMÍ
Á döfinni
  • Mynd: RÚV

27.4.2018

Baltasar Kormákur og RVK Studios opna kvikmyndaver í Gufunesi

Kvikmyndaver Baltasars Kormáks og RVK Studios í Gufunesi var formlega opnað þann 19. apríl. Um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum Evrópu, um 2580 fm með mikilli lofthæð. Kvikmyndaverið er fyrsti áfangi í stærri áætlun um uppbyggingu kvikmyndaþorps á svæðinu.

Kvikmyndaverið hefur þegar verið tekið í notkun þar sem önnur sería af þáttaröðinni Ófærð er nú í tökum og lýkur brátt. Myndverið verður notað undir verkefni RVK Studios en einnig leigt út til annarra íslenskra verkefna og erlendra verkefna.

Lögð hefur verið mikil og metnaðarfull vinna í endurbætur á húsnæðinu, sem áður hýsti Áburðarverksmiðjuna. Með opnun kvikmyndaversins flytja ýmis fyrirtæki tengd kvikmyndaframleiðslu starfsemi sína á nesið, sem og sprotafyrirtæki í skapandi greinum.

Með opnun kvikmyndaversins flytja ýmis fyrirtæki tengd kvikmyndaframleiðslu starfsemi sína á nesið, sem og sprotafyrirtæki í skapandi greinum.