Um KMÍ
Á döfinni

28.4.2020

Selshamurinn heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca

Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Huseca á Spáni. Hátíðin mun fara fram í stafrænu formi dagana 12. - 20. júní og mun Selshamurinn vera heimsfrumsýnd á hátíðinni.

Myndin er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdnar inn frá Norðurlöndunum. 

Selshamurinn er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. 

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er ein þeirra hátíða sem er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum. Vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. 

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hennar