Um KMÍ
Á döfinni

9.1.2019

Tryggð valin til þátttöku í Nordic Light sýningarröð kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg

Kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Tryggð , hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem haldin verður dagana 25. janúar - 4. febrúar. Myndin  mun taka þátt í Nordic Light sýningarröð hátíðarinnar.  

Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 42. skipti. 

Tryggð fjallar um Gísellu Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Myndin mun fara í almennar sýningar í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi. 

Hér er hægt að lesa nánar um kvikmyndahátíðina í Gautaborg.