Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2019

Young Nordic Producers Club óskar eftir umsóknum í vinnustofu fyrir unga framleiðendur

Vinnustofan Young Nordic Producers Club verður haldin í 8. skipti dagana 17.- 20. maí samhliða kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Fyrir vinnustofunni standa Noemi Ferrer frá dönsku kvikmyndastofnuninni og Tina Wagner Sørensen frá Kvikmyndaskólanum í Danmörku.

Vinnustofan er ætluð ungum framleiðendum frá Norðurlöndunum til þess að styrkja tenglsnet sitt og styðja við alþjóðlega samframleiðslu.

Umsóknarfrestur er til 29. mars.

Hér er hægt að lesa nánar um dagskrána og umsóknarferlið.